Fjárhættuspil

Fréttamynd

Vann stærsta lottó­vinning sögunnar

Stálheppinn Kaliforníu-búi í Bandaríkjunum vann stærsta lottóvinning sögunnar í dag í hinu svokallaða Powerball-lottói þar í landi. Viðkomandi hefur ekki gefið sig fram en vann tvo milljarða dollara.

Erlent
Fréttamynd

Tippari af Aust­fjörðum fimm milljónum ríkari

Tippari af Austfjörðum er væntanlega í skýjunum eftir úrslit helgarinnar í Enska boltanum. Tipparinn var heldur betur sannspár með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. Fyrir það hlaut hann tæpar 5,3 milljónir í vinning.

Innlent
Fréttamynd

Spila­kassa­rekstur Rauða krossins

Næstkomandi föstudag stendur til að fara í mannvinasöfnun á vegum Rauða krossins. Þjóðþekkt tónlistarfólk, skemmtikraftar og áhrifafólk í samfélaginu munu leggja málefninu lið.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­saka lottóið í Filipps­eyjum eftir að 433 unnu

Leiðtogi minnihlutans á filippseyska þinginu hefur kallað eftir því að dráttur lottósins þar í landi verði skoðaður eftir 433 manns unnu stærsta vinninginn. Allar tölurnar sem dregnar voru margfeldi af níu en líkurnar á svo mörgum sigurvegurum eru stjarnfræðilegar.

Erlent
Fréttamynd

Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið

Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 

Sport
Fréttamynd

Einn er tveimur milljónum ríkari

Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu Lottó.

Innlent
Fréttamynd

Twitch bannar fjár­hættu­spila­streymi

Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna

Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vann rúman milljarð Bandaríkjadala í lottói

Stakur lottómiði fékk allan vinninginn, 1,337 milljarð Bandaríkjadala, í lottóinu Mega Millions í Bandaríkjunum á föstudag. Miðinn var keyptur á bensínstöð í úthverfi Chicago og fær eigandi hans stóra vinninginn sem er sá þriðji stærsti í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

34 milljónum króna ríkari

Fyrsti vinningur í Lottó gekk út í kvöld og vann einn heppinn miðahafi um 34,1 milljónir króna. Miðinn var keyptur á vef Lottós.

Innlent
Fréttamynd

Vann 40 milljónir króna

Einn heppinn miðaeigandi vann 40 milljónir króna í Happdrætti Háskólans þegar dregið var í kvöld. Potturinn í Milljónaveltunni svokölluðu var fjórfaldur að þessu sinni og fékk eigandinn því 40 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki bjóða milljón í bingóvinning

Minigarðurinn í Skútuvogi stendur fyrir risabingói á morgun, fimmtudaginn 31. mars. Fyrst stóð til að hafa eina milljón króna í beinhörðum peningum í verðlaun, en eftir tilmæli frá dómsmálaráðuneytinu var ákveðið að hörfa frá þeim fyrirætlunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stál­heppinn Norð­maður vann 800 milljónir

Ljónheppinn Norðmaður vann fyrsta vinning í Víkingalottó þessa vikuna og fær rúmlega 808 milljónir króna í sinn hlut. Samlandi hans var með annan vinning og fær rúmar 57 milljónir fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Ágæti rektor!

Í framhaldi af viðtölum við þig í fjölmiðlum um skýrslu Siðfræðistofnunar um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ ætla ég að benda þér á eftirfarandi:

Skoðun
Fréttamynd

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

Innlent
Fréttamynd

„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“

Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú.

Innlent
Fréttamynd

Vann tíu milljónir króna

Einn heppinn áskrifandi vann fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og fær 9.998.290 krónur í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 4, 19, 23, 28 og 39. Bónustalan var 33.

Innlent
Fréttamynd

Tveir með stóra vinninginn

Tveir ljón­heppnir lottó­spilarar unnu fyrsta vinning í kvöld og skipta vinnings­upp­hæðinni því á milli sín. Upp­hæðin hefur oft verið stærri en hvor vinnings­hafi fær þó rúm­lega 4,7 milljónir í sinn hlut.

Innlent
Fréttamynd

Hinn ís­lenski þriðji vinningur gekk út

Einn heppinn miðaeigandi vann 6.098.140 krónur í Vikingalottó í kvöld þegar hann var með fimm af sex tölum réttar og hlaut hinn íslenska þriðja vinning. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu.

Innlent