
Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur
Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO

Íslendingur rakst á „Samherja-bol“ á markaði í Namibíu
Ásgeir Guðmundsson, sem staðsettur er í Namibíu, rakst á sérkennilegan bol á markaði þar í landi í dag. Bolurinn ber yfirskriftina „Good Samaritan“ og skartar meðal annars mynd af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja.

Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“
„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta.

Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur
Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl.

Nýr olíuakur ógnar lífi 130 þúsund fíla
Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Viðurkenna ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu
Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins.

Samherji tilkynntur til lögreglu í Færeyjum
Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna.

Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá
Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara.

Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf
Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg.

Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar
Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda.

Fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á landareign viðskiptafélaga Hatuikulipi
Samkvæmt fjölmiðlinum The Namibian er talið að sumir ákærðu í Samherjamálinu svokallaða hafi tekið milljónir namibíudala af bankareikningum áður en þeir voru handteknir í nóvember 2019 og komið þeim í hendur samverkamanna.

Réttarhöldin í Namibíu hefjast í apríl
Rannsókn yfirvalda í Namibíu á Fishcor-málinu svokallaða er lokið að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Réttarhöld yfir sjömenningunum sem hafa verið í haldi vegna málsins fara fram 22. apríl.

Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu
Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í.

Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins.

Ríkissaksóknari Namibíu sagður með Samherja í sigtinu
Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, er sögð vera með íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherja í sigtinu í tengslum við rannsókn namibískra yfirvalda á meintum mútugreiðslum og spillingu þar í landi.

Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt
Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum.

Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar
Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu.

Hafa fengið gögn frá Íslandi og Noregi
Yfirvöld í Namibíu hafa fengið afhent gögn frá Íslandi og Noregi sem sögð eru nýtast við rannsókn spillingarlögreglunnar.

Segja fyrirtæki í eigu Samherja hafa greitt fyrir kvóta í gegn um lögmannsstofur
Namibískt dótturfyrirtæki Samherja greiddi fyrir aflaheimildir með millifærslum inn á reikning tveggja lögmannsstofa. Þetta kemur fram í frétt The Namibian í dag.

Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018
Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi.