Skíðasvæði

Fréttamynd

„Ég er með ævintýri til að segja frá“

Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðar­fjalli

Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“

Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. 

Innlent
Fréttamynd

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­byssurnar koma sér vel

Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna.

Innlent
Fréttamynd

„Austur­ríki hvað?“

Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn.

Innlent
Fréttamynd

Fær nafnið Fjallkonan

Nýja stólalyfan í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur fengið nafnið Fjallkonan. Frítt verður á skíðasvæðið á morgun, laugardag, í tilefni þess.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjulaus á meðan það er frost

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Hlúum að vöggu skíða­í­þróttarinnar!

Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.