Skíðasvæði

Draumaaðstæður í Hlíðarfjalli í dag
Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag.

„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu
Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu.

„Þetta er bara rothögg“
Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði.

Ráðast í annað útboð þannig að Gosa og Drottningu verði skipt út
Til stendur að hefja innkaupaferli á tveimur nýjum síðalyftum fyrir Bláfjöllum. Síðar verður svo hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum fyrir Bláfjöll og Skálafell, auk þess að snjóframleiðslu verði komið upp.

Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli
Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika.

Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða
Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað.

Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum
Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun.

Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð
Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent.

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum
Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

800 manns í Hlíðarfjalli í dag
Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra.

Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði
Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn.

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði
Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé
Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu.

Úr háum snúningi ferðaþjónustunnar yfir í lágan snúning skíðalyftunnar
Það styttist óðum í að hægt verði að fara aftur á skíði á skíðasvæðinu við Kröflu eftir margra ára hlé, þökk sé sjálfboðaliðum sem vilja ólmir komast á skíði í sveitinni.

Fjallaskíðafólk beðið um að yfirgefa Bláfjöll af ótta við banaslys
Óhætt er að segja að sprengja hafi orðið í fjallaskíðamennsku á landinu og er nú svo komið að fjöldi þeirra í Bláfjöllum er orðinn svo mikill að starfsmenn skíðasvæðisins geta ekki unnið vinnu sína í brekkunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bláfjalla.

Draumurinn um skíði um jólin fjarlægur
Ekki er útlit fyrir annað en að skíðasvæði landsins verði að mestu lokuð yfir jólin. Skíðaþyrstir Íslendingar þurfa því að láta gönguskíði eða fjallaskíði duga geti þeir ekki beðið eftir að renna sér í snjónum.

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu
Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Uppbyggingin á skíðasvæðunum á byrjunarreit
Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafnaði á fundi sínum í upphafi mánaðarins öllum tilboðum í framkvæmdir á skíðasvæðunum í Bláfjöllum.

Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana
Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum.

Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað
Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum.