Herjólfur

Fréttamynd

„Ó­boð­leg staða“ í Vest­manna­eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Gælu­dýr séu að drepast eftir ferðir í Herjólfi

Formaður dýravinafélagsins í Vestmannaeyjum segir dýravini tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að auknu öryggi dýra í Herjólfi. Þau hafi undirbúið undirskriftalista sem 1.400 einstaklingar hafi nú þegar undirritað en dæmi séu um það að dýr hafi dáið vegna álags og kvíða eftir veru á bíladekki Herjólfs.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar segja nei takk við Herjólfi III

Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólfur III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. Ekki sé nægt pláss í Herjólfi til að hann leysi Smyril af.

Erlent
Fréttamynd

„Dagurinn gekk eins og vera ber“

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að óhappið sem varð í Vestmannaeyjahöfn í gær, þar sem ekjubrú Herjólfs laskaðist, hafi ekki haft áhrif á ferðir skipsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans

Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“

„Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Geir Jón skriplar á skötu

Kýs Sigurð Inga, framsóknarmann vegna verka Sjálfstæðismanna. Geir Jón Þórisson, vinur minn, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann tilkynnti þjóðinni þá ákvörðun sína að hann ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi

Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán far­þegar Herjólfs greindust smitaðir

Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar

Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst

Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun.

Innlent