

Alls bárust 23 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var í mars
Sigríður Ólafsdóttir er elskuð og dáð innan íslenska tónlistarbransans þar sem hún hefur unnið í fleiri ár. Nú er hún nýráðin framkvæmdastýra Sónarhátíðarinnar sem fer fram í apríl.
Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri.
Magnús hefur um 26 ára kennslu-og stjórnunarreynslu á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en síðastliðin fimm ár hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FB.
Steinn hefur starfað sem konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð auk þess sem hann hefur starfað sem settur rektor skólans frá febrúarmánuði til apríl á þessu ári.
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra.
Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans.
Fjártæknifyrirtækið ALVA, sem meðal annars á og rekur Netgíró og Aktiva, hefur ráðið til sín Guðna Aðalsteinsson og Katrínu M. Guðjónsdóttur í stöður framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.
Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.
Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar.
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í miðlægum lausnum hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.
Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október.
Marín Þórsdóttir starfaði hjá Rauða krossinum í Reykjavík árunum 2006-2014.
Einar Snorri Magnússon hefur tekið við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi af Carlos Cruz.
Eva Dögg Guðmundsdóttir og Starkaður Örn Arnarson hafa verið ráðin til Creditinfo. Þau hafa nú þegar hafið störf hjá félaginu, Eva Dögg sem markaðsstjóri og Starkaður Örn sem forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar.
Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur hafið störf hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.
Ásgeir Erlendsson var valinn úr hópi 79 umsækjenda um stöðuna.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla.
Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni.
Birgir Þór Harðarson hefur verið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá H:N Markaðssamskiptum.
Olaf Rogge, sérfræðingur í alþjóðlegum fjárfestingum, hefur gengið til liðs við ráðgjafarnefnd Fossa markaða.
Umsækjendur eru alls 54 talsins.
Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017.
Hefur störf hjá Bláa lóninu 1. júní.
Einar Hannesson hefur störf á næstu vikum og mun starfa með Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem hefur verið aðstoðarmaður ráðherra undanfarið eitt ár.
Sigurlilja Albertsdóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Perla Björk Egilsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri 3Z.
Thomas Möller er genginn til liðs við Investis ehf.. Thomas hóf störf í ársbyrjun 2018 sem meðeigandi og fyrirtækjaráðgjafi.
Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.