Viðskipti innlent

Eva Dögg og Starkaður Örn ráðin til Creditinfo

Sylvía Hall skrifar
Vísir/Creditinfo
Eva Dögg Guðmundsdóttir og Starkaður Örn Arnarson hafa verið ráðin til Creditinfo. Þau hafa nú þegar hafið störf hjá félaginu, Eva Dögg sem markaðsstjóri og Starkaður Örn sem forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar.

Starkaður hefur starfað við verkefnastýringu- og vöruþróun í upplýsingatæknigeiranum í um 15 ár. Áður starfaði hann sem verkefnastjóri í Stafrænni framtíð hjá Arion banka og við ráðgjafa- og sérfræðistörf hjá Skýrr (nú Advania). Starkaður er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla.

Eva Dögg hefur starfað að markaðs- og kynningarmálum bæði hérlendis og erlendis síðastliðin 15 ár. Eva starfaði áður hjá Marel við verkefnastýringu og þar áður vann hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks. Eva er með diplóma í markaðshagfræði og frumkvöðlafræði frá Niels Brock viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá tvo öfluga liðsmenn til Creditinfo. Það eru spennandi tímar í upplýsingageiranum og reynsla og þekking Evu og Starkaðar mun klárlega styrkja uppbyggingu félagins hér heima og erlendis,” segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×