Viðskipti innlent

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá ALVA

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjártæknifyrirtækið ALVA, sem meðal annars á og rekur Netgíró og Aktiva, hefur ráðið til sín Guðna Aðalsteinsson og Katrínu M. Guðjónsdóttur í stöður framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.
Fjártæknifyrirtækið ALVA, sem meðal annars á og rekur Netgíró og Aktiva, hefur ráðið til sín Guðna Aðalsteinsson og Katrínu M. Guðjónsdóttur í stöður framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. ALVA
Fjártæknifyrirtækið ALVA, sem meðal annars á og rekur Netgíró og Aktiva, hefur ráðið til sín Guðna Aðalsteinsson og Katrínu M. Guðjónsdóttur í stöður framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.

Guðni Aðalsteinsson tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármála og rekstrarsviðs og Katrín M. Guðjónsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs. Um er að ræða ný störf innan félagsins.

Guðni hefur 20 ára reynslu af alþjóðlegum fjármálamörkuðum og starfaði áður hjá trygginga-og eignastýringafyrirtækinu Legal & General í Bretlandi. Guðni var yfirmaður eigna-og skuldastýringasviðs AIB og starfaði hjá Credid-Suisse og Lehman Brothers í Lundúnum. Guðni er með MBA gráðu frá University of Cambridge og BS gráðu í hagfræði.

Katrín M. Guðjónsdóttir er viðskipta-og markaðsfræðingur með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem markaðsstjóri tveggja olíufélaga, markaðsstjóri Innes auk þess að starfa að markaðsmálum fyrir Símann. Hún hefur tekið þátt í undirbúningi Skeljungs og N1 fyrir skráningu í kauphöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×