Fjölmiðlar Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30.6.2025 18:19 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30.6.2025 12:01 Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Innlent 30.6.2025 10:55 Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. Erlent 29.6.2025 11:15 Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Innlent 28.6.2025 22:20 Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. Innlent 28.6.2025 07:33 Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. Viðskipti innlent 27.6.2025 15:30 Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Skoðun 27.6.2025 07:31 Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson. Lífið 27.6.2025 07:01 Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. Lífið 26.6.2025 22:04 Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33 Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó. Innlent 26.6.2025 12:11 Fréttir af baggavélum og lömbum Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Skoðun 25.6.2025 08:02 Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Innlent 24.6.2025 12:09 Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Innlent 23.6.2025 08:07 Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Aðeins þriðjungur hægri manna upplifir fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem óháðan en árið 2022 var helmingur hægri manna þeirrar skoðunar. Sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd segir merki um að Íslendingar séu í auknum mæli að velja sér fjölmiðla eftir pólitískum skoðunum. Innlent 19.6.2025 22:41 Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum. Innlent 15.6.2025 19:53 Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL. Viðskipti innlent 13.6.2025 13:57 Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn. Lífið 12.6.2025 11:39 Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor. Lífið 12.6.2025 10:32 Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. Viðskipti innlent 12.6.2025 08:30 Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Innlent 11.6.2025 21:34 Dómsdagur nálgast! Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er. Skoðun 10.6.2025 14:31 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Erlent 9.6.2025 08:58 Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Skoðun 8.6.2025 07:00 „Ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn“ Formaður atvinnuveganefndar frábiður sér allar sögusagnir um sýndarsamning við nýjan meirihlutaeiganda útgerðarinnar Sleppu ehf. Hann segir vistaskipti í framkvæmdastjórn og breytingar á prókúruhöfum eiga eftir að ganga í gegn. Innlent 7.6.2025 09:00 Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Skoðun 6.6.2025 14:03 Segir Viðskiptablaðið og Samstöðina fara rangt með mál um Ásthildi Lóu Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir fullyrðingar Viðskiptablaðsins og Samstöðvarinnar um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, ætli aldrei framar að ræða við fréttastofu Rúv vera rangar. Hún hafi neitað Rúv um viðtal þegar hún sneri aftur á Alþingi. Innlent 31.5.2025 12:47 Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Innlent 27.5.2025 22:16 Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27.5.2025 11:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 96 ›
Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30.6.2025 18:19
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30.6.2025 12:01
Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Innlent 30.6.2025 10:55
Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. Erlent 29.6.2025 11:15
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. Innlent 28.6.2025 22:20
Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. Innlent 28.6.2025 07:33
Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. Viðskipti innlent 27.6.2025 15:30
Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Skoðun 27.6.2025 07:31
Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson. Lífið 27.6.2025 07:01
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. Lífið 26.6.2025 22:04
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. Innlent 26.6.2025 15:33
Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó. Innlent 26.6.2025 12:11
Fréttir af baggavélum og lömbum Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Skoðun 25.6.2025 08:02
Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Innlent 24.6.2025 12:09
Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana. Innlent 23.6.2025 08:07
Tilfinning hægri manna um að fréttir RÚV séu óháðar fer dvínandi Aðeins þriðjungur hægri manna upplifir fréttaflutning Ríkisútvarpsins sem óháðan en árið 2022 var helmingur hægri manna þeirrar skoðunar. Sérfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd segir merki um að Íslendingar séu í auknum mæli að velja sér fjölmiðla eftir pólitískum skoðunum. Innlent 19.6.2025 22:41
Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum. Innlent 15.6.2025 19:53
Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL. Viðskipti innlent 13.6.2025 13:57
Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn. Lífið 12.6.2025 11:39
Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor. Lífið 12.6.2025 10:32
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. Viðskipti innlent 12.6.2025 08:30
Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Innlent 11.6.2025 21:34
Dómsdagur nálgast! Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er. Skoðun 10.6.2025 14:31
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Erlent 9.6.2025 08:58
Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Skoðun 8.6.2025 07:00
„Ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn“ Formaður atvinnuveganefndar frábiður sér allar sögusagnir um sýndarsamning við nýjan meirihlutaeiganda útgerðarinnar Sleppu ehf. Hann segir vistaskipti í framkvæmdastjórn og breytingar á prókúruhöfum eiga eftir að ganga í gegn. Innlent 7.6.2025 09:00
Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Skoðun 6.6.2025 14:03
Segir Viðskiptablaðið og Samstöðina fara rangt með mál um Ásthildi Lóu Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir fullyrðingar Viðskiptablaðsins og Samstöðvarinnar um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, ætli aldrei framar að ræða við fréttastofu Rúv vera rangar. Hún hafi neitað Rúv um viðtal þegar hún sneri aftur á Alþingi. Innlent 31.5.2025 12:47
Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Innlent 27.5.2025 22:16
Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27.5.2025 11:45