Fjölmiðlar

Fréttamynd

Samstöðinni verði mögu­lega lokað í kvöld: Vilja fá lög­bann á boðaðan aðal­fund

Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Biður Höllu af­sökunar á fréttum af meintum líf­vörðum

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins.

Innlent
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Greindi þátt al­mennings og fjöl­miðla í máli „strokufangans“

Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“.

Innlent
Fréttamynd

Byggir á viðskiptamódeli banda­rískrar trúboðsstöðvar

Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.

Lífið
Fréttamynd

Páll hafði betur gegn Aðal­steini í Lands­rétti

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Innlent
Fréttamynd

Fréttir af baggavélum og lömbum

Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn.

Skoðun
Fréttamynd

Páll skip­stjóri krefur Ríkis­út­varpið um milljónir króna

Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Innlent
Fréttamynd

Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna

Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn.

Lífið
Fréttamynd

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar

Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmiðla­frum­varpið „ein alls­herjar­hefndar­för gegn Morgun­blaðinu“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. 

Innlent
Fréttamynd

Dóms­dagur nálgast!

Ef satt reynist að HBO Max sé að nema hér land í Júlí n.k. markar það ákveðin straumhvörf í streymisheiminum hér á landi, þar sem helstu eigendur og framleiðendur efnisréttar í heiminum hafa þá séð sér fært að nema hér land á þessum örmarkaði sem Ísland er.

Skoðun
Fréttamynd

Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mót­mælunum

Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður til sölu – bátur fylgir með

Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn“

Formaður atvinnuveganefndar frábiður sér allar sögusagnir um sýndarsamning við nýjan meirihlutaeiganda útgerðarinnar Sleppu ehf. Hann segir vistaskipti í framkvæmdastjórn og breytingar á prókúruhöfum eiga eftir að ganga í gegn. 

Innlent
Fréttamynd

Áhyggju­efni hversu fáir treysta ís­lenskum fjöl­miðlum

Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. 

Innlent