Fréttir af baggavélum og lömbum Heiða Ingimarsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:02 Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Ingimarsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn og aldrei í sókn. Nú var verið að ræða frumvarp til laga um fjölmiðla. Í haust á reyndar að fara í heildarendurskoðun á lögunum en breytingarnar sem nú voru gerðar snéru fyrst og fremst að því að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að ræða frumvarpið en kom um leið upp um þekkingarleysi sitt þegar kemur að fjölmiðlaumhverfi á landsbyggðinni. Í fyrsta lagi talaði hann um héraðsmiðla sem flyttu nærfréttir um nýja baggavél í Tungu eða þrílembda á. Hann dró reyndar fljótt í land og sagði gera sér grein fyrir að þeir flytji einnig alls konar fréttir og að fáir vildu missa þá. Í öðru lagi var hann viss um að þeir gætu haldið sér á floti án ríkisstyrkja, hann gaf til kynna að þeir yrðu þá ef til vill betur reknir. Varðandi fyrsta punktinn þá var hann samhliða þessum lýsingum á héraðsmiðlum að tala um hversu sterka nærveru Árvakur og Sýn hefðu á landsbygðinni. Þar væru fréttaritarar sem flyttu fréttir og svo kæmu fréttamenn á svæðið þegar eitthvað stórt væri í gangi. Nú eru þessi mál mér mjög skyld, enda er ég upplýsingafulltrúi sveitarfélags og hef verið í rúm þrjú ár. Fréttaritarar þessara miðla hafa ekki einu sinni haft samband við mig. Ég reyndar vissi ekki af tilurð þeirra fyrr en snemma á þessu ári þegar mér var bent á þá. Sólgnari virðast þeir ekki í fréttir af svæðinu. Af stóru miðlunum er RÚV duglegast en betur má ef duga skal. Við upplýsingafulltrúarnir fáum gjarnan þau svör að fréttirnar þyki ekki nógu krassandi á skrifstofunni fyrir sunnan, kannski sé þó hægt að koma þeim fyrir í Landanum. Þar virðist nefnilega helst eiga að koma okkur fyrir, brosandi í lopapeysu. Reynsla mín er sú að ef fréttirnar eiga að ná eyrum annarra miðla þá þarf helst að koma þeim fyrst í hérðasmiðlana þar sem Sýn og Árvakur geta svo pikkað þær upp. Miklu frekar en að þær komi beint frá upplýsingafulltrúanum. Þar af leiðandi skil ég vel að núverandi frumvarp eigi að styðja við landsbyggðafjölmiðla umfram aðra enda greinilega mikilvægt að viðhalda þeim svo hægt sé að fá frekari dreifingu á landsbyggðafréttum. Fréttamenn stærri fjölmiðla sjást varla í fjórðungnum nema það séu náttúruhamfarir eða stórslys. Það er þó ýmislegt annað fréttnæmt sem gerist á landsbyggðinni sem skiptir máli og hefur jafnvel ekkert að gera með sveitina, baggavélar eða sauðfé. Maður sér gjarnan fréttir rata í miðlana ef þær gerast á suðvesturhorninu þó þær hafi einnig gerst úti á landi og þá jafnvel fyrr. Tengingarnar eru bara fáar þar og fjarlægðin mikil, að því er virðist. Þar eru því fjölmiðlar á landsbyggðinni gríðarlega mikilvægir. Í öðru lagi segir það sig svo sjálft að á svæði þar sem búa um það bil 10 þúsund manns næst aldrei nógu góð sala á blaðinu eða auglýsingum til að reka fjölmiðil svo vel megi vera. Það er bara, því miður, dæmi sem ekki gengur upp. Miðlarnir hafa stórt hlutverk í að miðla sögum af svæðinu, flytja fréttir þegar vá ber að, veita stjórnvöldum aðhald og ýta undir staðarstolt, svo eitthvað sé nefnt. Ég fagna því þar af leiðandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styðja við landsbyggðamiðla og vona að í heildarendurskoðun á lögunum verði mikilvægi þeirra haft í huga. Mögulega ætti stjórnmálafólk landsins að nýta sumarið fram að haustþingi í að skima landsbyggðamiðlana, sem og stærri miðlana, með gagnrýnum huga og setja sig í spor þeirra sem ekki búa á suðvesturhorninu. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun