
Kryddpíur í raunveruleikaþætti
Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle.

Tók upp leynilegt uppistand ef ske kynni að hann félli frá
Grínistinn Norm Macdonald lést í september í fyrra en þrátt fyrir það mun hann gefa út nýtt uppistand á næstu dögum.

Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný
Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year.

Sá sem veittist að Chappelle segist saklaus
Isaiah Lee hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hann veittist að grínistanum Dave Chappelle á sviði í Los Angeles í vikunni. Hann var handtekinn eftir atvikið en lögreglan segir hann í raun ekki hafa framið glæp.

Fregnir af hruni Netflix stórlega ýktar: „Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar“
Kvikmyndaleikstjóri telur ólíklegt að streymisveitur fari sömu leið og vídeóleigur eftir fregnir af uppgjöri Netflix í vikunni. Hann segir hlutabréfaeigendur dramadrottningar en staðreyndin sé sú að samkeppnin verði sífellt harðari.

Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug
Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung.

Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things
Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum.

Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd
Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi.

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar
Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Bein útsending: Baltasar fyrirliði í fótboltaleik við Heart of Stone fólk
Góðgerðarfótboltaleikur þar lið skipað íslenskum kvikmyndagerðarhópi, undir forystu Baltasars Kormáks, gegn erlendu kvikmyndagerðarfólki fer fram á Fylkisvelli klukkan 13 í dag. Allur ágóði rennur til samstarfsmanns sem slasaðist við vinnu við gerð kvikmyndar fyrr á árinu.

Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix
Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur.

Windfall: Engin leið að losna við Marshal Erikson
Windfall, sem frumsýnd var á Netflix í síðustu viku, fjallar um innbrot sem breytist óvart í mannrán/gíslatöku. Jason Segel leikur innbrotsþjófinn, á meðan Jesse Plemons og Lily Collins leika fórnarlömbin.

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar
Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Loddaranum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld hyggjast vísa Önnu Sorokin, einnig þekkt sem Anna Delvey, úr landi og senda hana aftur til Þýskalands. Anna gerði garðinn frægan þegar hún þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York sem féll kylliflatt fyrir blekkingum hennar.

IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi
Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum.

Mikið um erlend tökuverkefni hér á landi
Verið er að taka upp fjögur erlend kvikmyndaverkefni í stærri kantinum hér á landi um þessar mundir. Þar á meðal er stórt verkefni frá Sony og annað frá Netflix og BBC.

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni
Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Stjarna úr Cheer játar barnaníð og á yfir höfði sér 50 ára fangelsi
Jeremiah „Jerry“ Harris, sem er þekktur fyrir að koma fram í þættinum Cheer sem sýndur er á Netflix, hefur játað að hafa brotið alríkislög með því að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi.

Dómur Joe Exotic styttur í dag
Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn.

Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf
Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton.