Vísindi

Karlar líklegri að ljúga á kostnað annarra
Vísindafólk af ýmsum sviðum hefur löngum velt því fyrir sér hvort einhver kynjamunur sé á viljanum til að grípa til lygi og hafa margar og ólíkar rannsóknir verið gerðar á þessu áhugaverða viðfangsefni. Í sumum löndum hafa niðurstöður sýnt fram á kynjamun á lygum og því lék Hauki Frey Gylfasyni, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, forvitni á að vita hvernig útkoman yrði hér á Íslandi en hann fór nýlega fyrir rannsókn á kynjamun á lygum undir formerkjum atferlishagfræði.

Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík
Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum.

Kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíuna
Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við jarðvísindastofnun háskólans, hefur verið kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíunni (American Academy of Arts and Sciences) fyrir störf sín á sviði jarðvísinda.

Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar
Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar.

Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari
Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum.

Viðskipti með bréf í Oculis hefjast á morgun
Bréf í augnlyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis Holding AG verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun.

Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna
Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum.

Óásættanlegt að fólk sé ekki látið vita af stökkbreytingunum
Íslensk erfðagreining situr á upplýsingum um erfðabreytileika fjölda Íslendinga sem gætu stytt lífslíkur þeirra. Forstjóri fyrirtækisins segir óásættanlegt að hér sé hefð fyrir því að fólkið sé ekki látið vita af þessum erfðabreytileikum.

Þórhildur og Heiða María hlutu Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs
Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram í gær. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur framúrskarandi vísindakonum en fyrir árið 2023 hlaut Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands verðlaunin og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2024.

Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan
Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs.

Langstærsta svartholið í Vetrarbrautinni okkar til þessa
Tiltölulega nálægt svarthol sem stjörnufræðingar fundu fyrir tilviljun er það stærsta sem vitað er um í Vetrarbrautinni okkar. Massi svartholsins er á við 33 sólir sem er meira en helmingi stærra en það næststærsta.

Tæknidagur fjölskyldunnar í Neskaupstað
Það verður mikið um að vera í Neskaupstað í dag því Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir Tæknidegi fjölskyldunnar þar, sem hægt verður að kynnast nýjustu tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi.

Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá
Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“.

Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð
Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum.

Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp
Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram.

Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu
Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum.

Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða
Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða.

Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars
„Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði.

Fjárfestum í öflugum rannsóknarinnviðum
Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun.

Halda enn í vonina um loðnuvertíð
Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar.

Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku.

Tvíburarannsókn sýnir sterk tengsl milli áfalla í æsku og geðraskana
Rannsókn sem byggði á gögnum úr svokallaðri Tvíburaskrá Svíþjóðar hefur leitt í ljós að einstaklingar sem urðu fyrir áfalli í æsku voru 2,4 sinnum líklegri til að hafa verið greindir með geðsjúkdóm en þeir sem komust í gegnum æskuna áfallalaust.

Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus
Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi.

Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar
Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði.

Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum
Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni.

Aldrei fleiri lagðir inn á Englandi vegna matartengdra baktería
Aldrei hafa fleiri greinst með matvælatengdar sýkingar á Englandi heldur en í fyrra. Alls voru 1.468 lagðir inn vegna salmonellu frá apríl 2022 til mars 2023 og þá lögðust yfir 4.340 inn vegna kampýlóbakter-sýkingar.

Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil
Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Hafði lokið loðnuleit en snúið við til að kanna vestangöngu
Fiskiskipið Heimaey VE var á siglingu af Vestfjarðamiðum í dag áleiðis til heimahafnar eftir að hafa lokið loðnuleit þegar ákvörðun var tekin um að snúa skipinu til frekari leitar. Ástæðan er vísbending sem barst síðdegis um loðnugöngu undan Patreksfirði.

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa
Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Styttingin hafi haft verri áhrif á drengi en stúlkur
Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur.