Akstursíþróttir

Fréttamynd

Komst við er hann ræddi Schumacher

Andy Wilman, fram­leiðandi, komst við er hann ræddi ör­lög þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem hann hafði kynnst í gegnum störf sín. Wilman sagði ör­lög Schumacher­s dapur­leg, hann hefði gert svo mikið fullur heilsu í næsta kafla síns æviskeiðs eftir For­múlu 1 ferilinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Jordan lagði NASCAR

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila.

Sport
Fréttamynd

Sex um borð í einka­þotu sem hrapaði

Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. 

Erlent
Fréttamynd

Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“

„Ég hef ekki grátið um hríð. Ég hélt ég myndi ekki gráta en ég gerði það,“ segir Lando Norris sem átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir kappaksturinn í Abú Dabí í Formúlu 1 í dag. Norris kom þriðji í mark og varð þar af leiðandi heimsmeistari í fyrsta sinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Hótað líf­láti eftir mis­tökin

Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull hafa beðist afsökunar á sínum þætti í þeirri reiðiöldu sem beindist að Kimi Antonelli, ökuþór Mercedes, sem fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Katar um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Jordan reynir að troða á stjórn­endum sports „sveita­lubba“

Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr.

Sport
Fréttamynd

Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri

Ökumenn Ferrari í Formúlu 1, þeir Lewis Hamilton og Charles Leclerc, hafa ekki náð í einn einasta sigur þetta tímabilið og þá hefur Hamilton ekki einu sinni náð á verðlaunapall en hann er afar ósáttur með gæði Ferrari bílsins þetta árið.

Formúla 1
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent