Black Lives Matter

Mótmæla vegna dauða manns sem lést í haldi lögreglu
Hundruð mótmæltu í Brussel í gær vegna dauða 23 ára gamals manns, sem lést í haldi lögreglu um síðustu helgi. Mótmælendur kveiktu meðal annars í lögreglustöð og réðust að bíl Filippusar konungs.

Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“
Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs.

Gefa út yfirlit yfir breska fjárfesta í verslun með þræla
Breskir fræðamenn hafa fengið styrk frá breskum stjórnvöldum til að gefa út rit þar sem safnað verður saman upplýsingum um alla Breta sem fjárfestu í verslun með þræla á árunum 1640 til 1807.

Allsherjar útgöngubann í Fíladelfíu í nótt
Íbúum bandarísku stórborgarinnar Fíladelfíu var öllum með tölu bannað að fara út fyrir hússins dyr í gærkvöldi og í nótt.

Átök milli lögreglu og mótmælenda á götum Fíladelfíu
Enn hefur risið upp mótmælaalda gegn lögreglunni í Bandaríkjunum, nú í borginni Fíladelfíu þar sem Walter Wallace, 27 ára þeldökkur maður, lést af skotsárum á mánudag.

Áfram mótmælt í Louisville
Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð.

Uncle Ben‘s breytir um nafn
Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s.

Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda.

Magnþrungið dansatriði til stuðnings Black Lives Matter
Danshópurinn Diversity kom fram með magnþrungið dansatriði í skemmtiþáttunum Britain´s Got Talent á dögunum.

Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist.

Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra
Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni.

Segir úrslitakeppni NBA halda áfram um helgina
Körfuboltamenn NBA-liðanna hafa ákveðið að byrja aftur að spila í úrslitakeppninni sem hlé varð á í gær þegar þremur leikjum var frestað vegna mótmæla leikmanna.

Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur
Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær.

Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu
Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha.

Lögreglustjóri hættir eftir að niðurskurðarkalli var svarað
Lögreglustjóri Seattle-borgar í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu í gær vegna niðurskurðarkröfu borgaryfirvalda.

Ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut Brown til bana
Saksóknarar í bandarísku borginni St. Louis hafa ákveðið að ákæra ekki lögreglumanninn sem skaut Michael Brown, svartan táning, til bana í ágúst árið 2014.

LeBron tryggði sigur í toppslagnum þegar NBA hófst að nýju
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída þar sem lokakafli deildakeppninnar hófst að nýju í nótt eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Sumarið 2020 og uppgangur hægri popúlisma
Stuðningsfólk BLM svarar formanni Miðflokksins.

John Lewis látinn
John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn.

Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu
Á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum.