Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Meirihlutamenn mæta illa á fundi og boða ekki varamenn í staðinn

"Þrátt fyrir slaka mætingu nefndarmanna meirihlutans á fundi heyrir nánast til undantekninga að varamenn þeirra séu boðaðir í staðinn,“ segja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem gagnrýna " afar slaka mætingu“ fulltrúa meirihlutans á fundi í umhverfis- og skipulagsráði.

Innlent
Fréttamynd

Fær frítt í flug alla ævi

Flugfélagið Jet Airways hefur lofað að gefa ungbarni sem fæddist um borð í vél félagsins milli Sádi-Arabíu og Indlands fría flugmiða það sem eftir er ævi þess. CNN greinir frá þessu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

May neyðst til að bakka með stefnumál

Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum

Sérfræðingur við lagadeild HR segir hugtakið markaðsmisnotkun skilgreint með of víðtækum hætti. Dómstólar á Norðurlöndunum hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist um tvö prósent

Gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp tvö prósent gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslands í gær. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 7,1 prósent í mánuðinum en hækkunin nemur um fjórum prósentum það sem af er vikunni. Hefur krónan ekki verið veikari síðan í apríl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Faraldur krílanna

Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst?

Bakþankar
Fréttamynd

Sterk króna gerir tipp ódýrara

Í svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn blaðsins segir að verð raðarinnar sé ekki pólitísk ákvörðun. Sterkara gengi þýði ódýrari röð.

Innlent
Fréttamynd

Upprætum ofbeldi gegn börnum

Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik

Jose Mourinho er ákærður fyrir skattsvik á Spáni. Stjörnur á borð við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar hafa einnig komist í kast við lögin. Átak saksóknara má rekja til þess er David Beckham gekk til liðs við Real Madrid.

Erlent
Fréttamynd

Heimur í höndum skemanns

Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum.

Skoðun
Fréttamynd

Le-Pen krefst afsagnar dóttur sinnar

Samband þeirra feðgina hefur ekki verið náið síðan dóttirin rak föður sinn úr flokknum árið 2015 vegna þess að hann hafði gert lítið úr helförinni.

Erlent
Fréttamynd

Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði?

Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum.

Skoðun
Fréttamynd

Úrskurðarnefnd ógildir starfsleyfi til fiskeldis

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála gerir athugasemdir við starfshætti Umhverfisstofnunar við starfsleyfisveitingu til fiskeldisfyrirtækja. Niðurstaða nefndarinnar frá í gær gæti haft talsverð áhrif.

Innlent
Fréttamynd

Er í lagi að ráðherrar ljúgi?

Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkislögmann hafa falið Guðjóni málið

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir Guðjón Ármannsson, lögfræðing lögmannsstofunnar LEX, hafa verið valinn til að verja íslenska ríkið í Landsréttarmáli Ástráðs Haraldssonar vegna þess að hann gæti rekið málið á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hórumangarinn hressi

Ég rek hóruhús hérna í bænum,“ sagði sveitungi konu minnar þar sem ég rak nefið í samtal þeirra í strandbæ einum. Það var völlur á honum. Hann var hress og hló eins og hestur en svo kom dálítið á hann þegar hann sá að Bílddælingnum var brugðið. "Þetta er bara eins og hver annar rekstur,“ sagði hann þá.

Bakþankar