Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira