Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Haraldur Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:30 Rekstur álversins hefur ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Vísir/GVA Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira