Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Haraldur Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:30 Rekstur álversins hefur ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Vísir/GVA Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. Tekjur álversins námu þá 387 milljónum Bandaríkjadala og drógust saman um 69 milljónir dala milli ára eða fimmtán prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Rio Tinto á Íslandi hf. einkenndu krefjandi markaðsaðstæður síðastliðið ár. Álverð var lágt stærstan hluta ársins, eins og kom fram í viðtali við Ragnar Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í byrjun júní þegar greint var frá verstu afkomu fyrirtækisins frá stofnun eða tapi upp á 21,2 milljónir dala, og einnig hafði verkfall hafnarverkmanna í Straumsvík umtalsverð áhrif á reksturinn. Þá var framleiðsla einnig nokkrum takmörkunum háð vegna erfiðleika í kerskálum. Hátt hlutfall járns í áli olli því að hluti framleiðslunnar nýttist ekki sem skyldi. Álverið seldi því einungis um 192,5 þúsund tonn, og var nokkuð undir áætlun, en framleiddi 204,8 þúsund..Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að afkomuna í fyrra megi að mestu leyti rekja til lágs álverðs á heimsmarkaði og hás orkuverðs á Íslandi. „Framleiðslan hjá okkur gengur hins vegar vel og eru horfur á þessu ári betri. Álverð hefur hækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti hefur sterk staða krónunnar mikil áhrif á okkur eins og önnur útflutningsfyrirtæki,“ segir Rannveig. Árið 2012 var álverið í Straumsvík rekið með tapi í fyrsta sinn síðan Rannveig tók við sem forstjóri þess árið 1997. Síðan þá hefur reksturinn einungis einu sinni skilað jákvæðri afkomu eða upp á 1,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði 250 milljóna miðað við þáverandi gengi. Var tapið mest árið 2013 eða upp á 32 milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira