Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna

Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar fær leyfi til að fara til síns heima

Maðurinn sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, afplánar nú í opnu fangelsi og fær dagleyfi með samþykki forstöðumanns fangelsisins. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi í október 2011.

Innlent
Fréttamynd

Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp

Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Merkel segist ekki sjá eftir neinu

Angela Merkel Þýskalandskanslari segist ekki sjá eftir ákvörðun sinni um að opna landamæri Þýskalands fyrir milljónum flóttamanna fyrir tveimur árum. Í viðtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag í gær hafnaði Merkel því að hafa gert mistök með ákvörðun sinni.

Erlent
Fréttamynd

FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar

Samanlagður hagnaður VÍS, Sjóvá, og TM eykst um 2,7 milljarða króna milli ára. Öll félögin skila betri afkomu á fyrri helmingi árs 2017 en á sama tímabili 2016. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta tilefni til lækkunar iðgjalda.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægi hófseminnar

Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli

Bakþankar
Fréttamynd

Svikulir styrkþegar EES Uppbyggingarsjóðsins njóta leyndar

Utanríkisráðuneytið hafnaði nýverið beiðni norsks blaðamanns, Gunnars Thorenfeldt, um aðgang að gögnum um fjársvikamál styrkþega úr uppbyggingarsjóði EES. Sjóðurinn er rekinn af Noregi, Íslandi og Liechtenstein og árlegt framlag Íslands til sjóðsins nemur nálægt hálfum milljarði króna.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M

Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við rannsókn á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða laun ljósmæðra í verkfallinu

Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan útvegaði útveggina

Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Verðir vakti biðskýlin í borginni um helgar

Leigubílstjórar lenda í því að hoppað er á bílunum þeirra og slegist er um þá seint á nóttunni. Útvega þurfi farþegum vöktuð skýli til að passa upp á ferðamenn, borgara og bílstjóra. Farþegar þurfi að geta beðið óáreittir.

Innlent
Fréttamynd

Úkraína orðin örugg

Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki.

Innlent
Fréttamynd

Diplómat peð í valdatafli

Sænski diplómatinn Anders Kompass, sem vakti heims­athygli þegar hann lét vita af því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu, verður ekki sendiherra í Gvatemala.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust á róluvelli

Dagmæður sem hafa aðstöðu í húsi á róluvelli við Rauðalæk fundu fíkniefni og umbúðir utan af sprautunálum á leikvellinum í gær. Íbúar í hverfinu voru í kjölfarið varaðir við á Facebook-síðu íbúa hverfisins og foreldrar hvattir til að skoða leikvöllinn vel áður en leikur hefst.

Innlent
Fréttamynd

Ómöguleiki

Það er skammt stórra högga á milli. Eftir nánast linnulausa gengisstyrkingu síðustu misseri – og raungengið upp um 35 prósent frá 2015 – er krónan snögglega farin að gefa eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

90 mínútna vinnuvika

Sá sem er sæmilega góður að vélrita nær að skrifa að minnsta kosti fjörtíu orð á mínútu. Með einföldum útreikningi má sjá að þetta eru 2.400 orð á klukkustund og 19.200 orð á átta tíma vinnudegi—96 þúsund orð á viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Börnin okkar öll

Þeir eru einkennilega samansettir skítalabbarnir sem veitast að Semu Erlu Serdar á netinu. Hún berst fyrir betri heimi og sjálfsögðum mannréttindum flóttafólks og hælisleitenda.

Bakþankar
Fréttamynd

Öll börn í umferðinni eru okkar börn

Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun.

Skoðun
Fréttamynd

Moska í kirkju vekur athygli

Karlar og konur biðjast hlið við hlið í Ibn-Rushd-Goethe-moskunni í Berlín sem stofnuð var fyrir tæpum tveimur mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Nemar á skrá lögreglunnar

Á lista lögreglunnar í Ósló eru nær 40 framhaldsskólanemar yngri en 18 ára sem hlotið hafa refsingu að minnsta kosti fjórum sinnu.

Erlent
Fréttamynd

Hálendisnefnd vill ræsið burt

Hálendisnefnd Rangárþings ytra vill að sveitarstjórnin sjá til þess að ræsi, sem Vegagerðin setti í Laugakvísl í Landmannalaugum í sumar, verði fjarlægt.

Innlent