Erlent

Moska í kirkju vekur athygli

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bænastund múslíma á Íslandi.
Bænastund múslíma á Íslandi. vísir/jón sigurður
Karlar og konur biðjast hlið við hlið í Ibn-Rushd-Goethe-moskunni í Berlín sem stofnuð var fyrir tæpum tveimur mánuðum. Moskan, þangað sem hinsegin fólk er einnig velkomið, hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir það að hún er í kirkju.

Stofnandi moskunnar, lögfræðingurinn Seyran Ates sem er múslimi og af tyrkneskum ættum, segir það gott að moskan skuli vera í kirkju. Þar sé guð þegar fyrir. Hún leggur áherslu á samræðu milli kristni og íslam. Leggja eigi áherslu á frið milli trúarbragðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×