Íslandsvinir

Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum.

Lífið
Fréttamynd

Fýlu­ferð til Ís­lands endaði með einka­tón­leikum

Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst.

Lífið
Fréttamynd

Lor­een á Ís­landi

Sænska Euro­vision ofur­stjarnan Lor­een er á Ís­landi. Hún er hér á landi vegna sam­starfs síns við ís­lenska tón­listar­manninn Ólaf Arnalds.

Lífið
Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Warwick Davis á leið til Ís­lands í frí

Breski stór­leikarinn Warwick Davis er á leið til Ís­lands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann ís­lenskum að­dá­endum sem mættu á sér­staka Stjörnu­stríðs­ráð­stefnu í London um páskana.

Lífið
Fréttamynd

Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“

Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Backstreet boys njóta sín á flakki um Ísland

Hluti af strákabandinu Backstreet Boys hefur ferðast um Ísland síðustu daga og leyft fylgjendum á samfélagsmiðlum að sjá frá herlegheitunum áður en þeir stíga á svið í kvöld. Hjómveitin heldur sína fyrstu tónleika hér á landi, sem er hluti af tónleikaferðalaginu DNA tour, í Nýju Laugardalshöllinni klukkan 21.

Lífið
Fréttamynd

Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann

Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“

Menning
Fréttamynd

Segir að Ís­lendingar elski að vera naktir í náttúrunni

Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni.

Lífið
Fréttamynd

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Lífið
Fréttamynd

Kaley Cuoco orðin móðir

Leikkonan og Íslandsvinkonan Kaley Cuoco er orðin móðir. Hún og kærasti hennar, Tom Pelphrey, eignuðust sitt fyrsta barn á fimmtudaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Berg­ljót Arnalds heim­sótt af Owen Hunt

Stórleikarinn Kevin McKidd var staddur hér á landi nýlega. Hann heimsótti fyrrverandi bekkjarsystur sína, söngkonuna Bergljótu Arnalds, en saman lærðu þau leiklist í Edinborg í Skotlandi. 

Lífið
Fréttamynd

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið