Fréttir Engar séraðgerðir vegna verðbólgu Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans. Innlent 14.10.2005 06:42 Aftur til vinnu eftir veikindi Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti. Erlent 14.10.2005 06:42 Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. Innlent 14.10.2005 06:42 Árás á veitingastað í Bagdad Tveir létust og sautján slösuðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk fyrir utan vinsælan veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en árásum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð í Írak undanfarnar vikur. Erlent 14.10.2005 06:42 Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 14.10.2005 06:42 86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu 86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa. Innlent 14.10.2005 06:42 Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42 Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár. Innlent 14.10.2005 06:42 Stjórnarflokkar töpuðu 24 sætum Ríkisstjórn Noregs féll í þingkosningunum þar í gær. Vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni náðu 88 þingsætum en ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik fékk aðeins aðeins 81 sæti og tapaði 24 þingsætum frá síðustu kosningum. Bondevik fer á fund Haraldar Noregskonungs í dag og mun þar tilkynna honum um brotthvarf sitt úr embætti eftir að fjárlögin hafa verið kynnt í október. Erlent 14.10.2005 06:42 Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Erlent 14.10.2005 06:42 Kallaði á frekari brottflutning Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk. Erlent 14.10.2005 06:42 Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42 Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42 Þjóðarútgjöld hafi aukist um 11,8% Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 11,8 prósent að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mikils innflutnings eða um 6,8 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42 Leggur fram fé vegna hamfara Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja til 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Innlent 14.10.2005 06:42 Of lítið hægt að búa til af lyfjum Vísindamenn telja sig nú hafa þekkingu til þess að búa til bóluefni við fuglaflensu ef hún stökkbreytist og fer að berast milli manna en hins vegar er óttast að ekki takist að framleiða nóg af ef slíkur faraldur kæmi upp. Erlent 14.10.2005 06:42 Höfundur og útgefandi deila Tekist var á um tryggingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær vegna lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur frá Skruddu. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari, annar höfunda bókarinnar, fór fram á lögbannið þar sem hann taldi brotið á höfundarrétti sínum í frágangi mynda í bókina. Innlent 14.10.2005 06:42 Huga þarf að fjöldaútkalli kafara Jónas Hallsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir vel skipaðar köfurum til að bregðast við slysum á eða í vatni. Innlent 14.10.2005 06:42 Leita á 30 hektara svæði í sjó Sjávarbotninn á leitarsvæðinu vegna skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi um helgina mun víðast hvar auðveldur yfirferðar þó á honum séu einnig erfið svæði. Leit heldur áfram í dag, sem og rannsókn á tildrögum slyssins. Innlent 14.10.2005 06:42 Yfirmaður almannavarna hættir Michael Brown, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var látinn víkja sem stjórnandi aðgerða vegna fellibylsins Katrínar. Brown sagðist í gær telja það forsetanum og stofnun sinni fyrir bestu að hann léti af störfum. Thad Allen, yfirmaður strandgæslunnar, hafði þegar tekið við af honum sem stjórnandi aðgerða við Mexíkóflóa. Erlent 14.10.2005 06:42 Verkamannaflokkurinn langstærstur Verkamannaflokkurinn er langstærsti flokkurinn á norska stórþinginu eftir kosningarnar í gær, fékk tæpan þriðjung atkvæða og 61 þingmann kjörinn. Næstur honum kemur Framfaraflokkurinn með 22 prósent og 38 þingmenn kjörna. Skipting þingsæta er afgerandi, núverandi stjórnarandstöðu í hag, hún fékk 87 þingmenn á móti 82 þingmönnum borgaraflokkanna. Erlent 14.10.2005 06:42 Flutningstími sjúkra muni lengjast Það er ekki og verður aldrei valkostur, samkvæmt ákalli frá Norðurlandi, að lengja flutningstíma bráðveikra og slasaðra af landsbyggðinni á hátæknisjúkrahús í Reykjavík, með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Innlent 14.10.2005 06:42 Sakar Tímosjenkó um misbeitingu Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sakaði í gær fyrrverandi bandamann sinn í "appelsínugulu byltingunni", Júlíu Tímosjenkó, um að hafa misnotað stöðu sína sem forsætisráðherra til að telja lánardrottna orkufyrirtækis, sem hún eitt sinn veitti forstöðu en er nú gjaldþrota, á að láta skuldirnar niður falla. Erlent 14.10.2005 06:42 Fjárstuðningur við Bandaríkin Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Innlent 14.10.2005 06:42 Segja olíuverð kalla á alþjóðaátak Leiðtogar Evrópuríkja kölluðu í gær eftir samstilltum aðgerðum til að hafa hemil á olíuverðshækkunum. Breski fjármálaráðherrann hvatti OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, til að auka framleiðsluna og franski forsetinn bað olíufyrirtækin um að lækka eldsneytisverð og auka fjárfestingar í rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum. Erlent 14.10.2005 06:42 Sjómælingaskip tekur þátt í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag, eftir sjóslysið á sundunum. Skipið er búið botnsjám sem gætu komið að gagni. Leit á sjó, sem gerð var í gærkvöldi, bar engan árangur og heldur ekki leit í fjörunni í gær þar sem á fjórða tug vina og ættingja Friðriks leitaði. Innlent 14.10.2005 06:42 Verðbólga þurrkar út launahækkun Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Innlent 14.10.2005 06:42 Leggur fram fé vegna Katrínar Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Innlent 14.10.2005 06:42 Ekkert innanlandsflug í morgun Innanlandsflug Flugfélags Íslands hefur legið niðri í morgun, en því var hætt eftir hádegi í gær vegna hættu á ísingu í lofti. Reynt verður að hefja flug til nokkurra staða upp úr klukkan níu en víðast hvar á að kanna skilyrði nánar um ellefuleytið. Innlent 14.10.2005 06:42 Axlar ábyrgð á seinagangi George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag axla ábyrgð á þeim seinagangi sem alríkisstjórnin hefði sýnt í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Þá sagði hann enn fremur að Katrín hefði afhjúpað alvarleg vandamál varðandi viðbragðsgetu stjórnsýslunnar á öllum stigum við náttúruhamförum og sagðist taka ábyrgð á því að alríkisstjórnin hefði ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erlent 14.10.2005 06:42 « ‹ ›
Engar séraðgerðir vegna verðbólgu Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans. Innlent 14.10.2005 06:42
Aftur til vinnu eftir veikindi Jacques Chirac Frakklandsforseti hélt í morgun fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir veikindi. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús fyrir um tíu dögum vegna æðakvilla sem höfðu áhrif á sjón hans og dvaldi hann þar í tæpa viku. Hann sneri svo aftur til starfa í gær og að sögn ráðherra á fundinum var hann hinn hressasti. Erlent 14.10.2005 06:42
Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. Innlent 14.10.2005 06:42
Árás á veitingastað í Bagdad Tveir létust og sautján slösuðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk fyrir utan vinsælan veitingastað í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi. Ekki er vitað hver stóð fyrir árásinni en árásum af þessu tagi hefur fækkað nokkuð í Írak undanfarnar vikur. Erlent 14.10.2005 06:42
Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Innlent 14.10.2005 06:42
86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu 86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa. Innlent 14.10.2005 06:42
Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42
Tæp 25% bíla stóðust ekki skoðun Tæplega 120 þúsund bílar fóru í aðalskoðun á síðasta ári. 24,4 prósent af þeim stóðust ekki skoðun. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Umferðarstofu. Alls voru tæp 236 þúsund ökutæki á skrá í fyrra sem er aukning um 12.500 ökutæki frá árinu á undan. Nýskráð ökutæki voru rétt rúm 19 þúsund og voru rúm 16 þúsund þeirra ný. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er 9,9 ár. Innlent 14.10.2005 06:42
Stjórnarflokkar töpuðu 24 sætum Ríkisstjórn Noregs féll í þingkosningunum þar í gær. Vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðunni náðu 88 þingsætum en ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik fékk aðeins aðeins 81 sæti og tapaði 24 þingsætum frá síðustu kosningum. Bondevik fer á fund Haraldar Noregskonungs í dag og mun þar tilkynna honum um brotthvarf sitt úr embætti eftir að fjárlögin hafa verið kynnt í október. Erlent 14.10.2005 06:42
Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Erlent 14.10.2005 06:42
Kallaði á frekari brottflutning Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk. Erlent 14.10.2005 06:42
Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42
Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42
Þjóðarútgjöld hafi aukist um 11,8% Þjóðarútgjöld eru talin hafa vaxið um 11,8 prósent að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mikils innflutnings eða um 6,8 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42
Leggur fram fé vegna hamfara Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja til 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Innlent 14.10.2005 06:42
Of lítið hægt að búa til af lyfjum Vísindamenn telja sig nú hafa þekkingu til þess að búa til bóluefni við fuglaflensu ef hún stökkbreytist og fer að berast milli manna en hins vegar er óttast að ekki takist að framleiða nóg af ef slíkur faraldur kæmi upp. Erlent 14.10.2005 06:42
Höfundur og útgefandi deila Tekist var á um tryggingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær vegna lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur frá Skruddu. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari, annar höfunda bókarinnar, fór fram á lögbannið þar sem hann taldi brotið á höfundarrétti sínum í frágangi mynda í bókina. Innlent 14.10.2005 06:42
Huga þarf að fjöldaútkalli kafara Jónas Hallsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir vel skipaðar köfurum til að bregðast við slysum á eða í vatni. Innlent 14.10.2005 06:42
Leita á 30 hektara svæði í sjó Sjávarbotninn á leitarsvæðinu vegna skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi um helgina mun víðast hvar auðveldur yfirferðar þó á honum séu einnig erfið svæði. Leit heldur áfram í dag, sem og rannsókn á tildrögum slyssins. Innlent 14.10.2005 06:42
Yfirmaður almannavarna hættir Michael Brown, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var látinn víkja sem stjórnandi aðgerða vegna fellibylsins Katrínar. Brown sagðist í gær telja það forsetanum og stofnun sinni fyrir bestu að hann léti af störfum. Thad Allen, yfirmaður strandgæslunnar, hafði þegar tekið við af honum sem stjórnandi aðgerða við Mexíkóflóa. Erlent 14.10.2005 06:42
Verkamannaflokkurinn langstærstur Verkamannaflokkurinn er langstærsti flokkurinn á norska stórþinginu eftir kosningarnar í gær, fékk tæpan þriðjung atkvæða og 61 þingmann kjörinn. Næstur honum kemur Framfaraflokkurinn með 22 prósent og 38 þingmenn kjörna. Skipting þingsæta er afgerandi, núverandi stjórnarandstöðu í hag, hún fékk 87 þingmenn á móti 82 þingmönnum borgaraflokkanna. Erlent 14.10.2005 06:42
Flutningstími sjúkra muni lengjast Það er ekki og verður aldrei valkostur, samkvæmt ákalli frá Norðurlandi, að lengja flutningstíma bráðveikra og slasaðra af landsbyggðinni á hátæknisjúkrahús í Reykjavík, með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Innlent 14.10.2005 06:42
Sakar Tímosjenkó um misbeitingu Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sakaði í gær fyrrverandi bandamann sinn í "appelsínugulu byltingunni", Júlíu Tímosjenkó, um að hafa misnotað stöðu sína sem forsætisráðherra til að telja lánardrottna orkufyrirtækis, sem hún eitt sinn veitti forstöðu en er nú gjaldþrota, á að láta skuldirnar niður falla. Erlent 14.10.2005 06:42
Fjárstuðningur við Bandaríkin Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Innlent 14.10.2005 06:42
Segja olíuverð kalla á alþjóðaátak Leiðtogar Evrópuríkja kölluðu í gær eftir samstilltum aðgerðum til að hafa hemil á olíuverðshækkunum. Breski fjármálaráðherrann hvatti OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, til að auka framleiðsluna og franski forsetinn bað olíufyrirtækin um að lækka eldsneytisverð og auka fjárfestingar í rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum. Erlent 14.10.2005 06:42
Sjómælingaskip tekur þátt í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag, eftir sjóslysið á sundunum. Skipið er búið botnsjám sem gætu komið að gagni. Leit á sjó, sem gerð var í gærkvöldi, bar engan árangur og heldur ekki leit í fjörunni í gær þar sem á fjórða tug vina og ættingja Friðriks leitaði. Innlent 14.10.2005 06:42
Verðbólga þurrkar út launahækkun Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Innlent 14.10.2005 06:42
Leggur fram fé vegna Katrínar Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. Innlent 14.10.2005 06:42
Ekkert innanlandsflug í morgun Innanlandsflug Flugfélags Íslands hefur legið niðri í morgun, en því var hætt eftir hádegi í gær vegna hættu á ísingu í lofti. Reynt verður að hefja flug til nokkurra staða upp úr klukkan níu en víðast hvar á að kanna skilyrði nánar um ellefuleytið. Innlent 14.10.2005 06:42
Axlar ábyrgð á seinagangi George Bush Bandaríkjaforseti sagðist í dag axla ábyrgð á þeim seinagangi sem alríkisstjórnin hefði sýnt í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Þá sagði hann enn fremur að Katrín hefði afhjúpað alvarleg vandamál varðandi viðbragðsgetu stjórnsýslunnar á öllum stigum við náttúruhamförum og sagðist taka ábyrgð á því að alríkisstjórnin hefði ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erlent 14.10.2005 06:42