Fréttir Málið fær efnislega meðferð Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 14:58 Una ekki ummælum Ingibjargar Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:58 Vernda þarf kóral við Íslandsmið Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum. Innlent 17.10.2005 23:49 Aron Pálmi flýgur til Austin Aron Pálmi Ágústson er nú á leið frá heimabæ sínum Beumont í Texas. Aron hefur reynt síðan í gær að komast burtu vegna fellibylsins Ritu sem er yfirvofandi. Hann fékk fyrst leyfi fyrir nokkrum klukkutímum til þess að fara. Hann er nú á leið í rútu upp á flugvöll en hann mun fljúga til Austin í Texas. Erlent 17.10.2005 23:48 Milljón yfirgefa heimili sín Meira en milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Texas og Louisiana, vegna fellibylsins Rítu, sem var í morgun orðinn þriðji öflugasti fellibylur sögunnar. Ríta er nú orðin fimmta stigs fellibylur, og þar með öflugri en Katrín, sem lagði New Orleans í rúst. Erlent 17.10.2005 23:48 Miklar endurbætur á Alþingishúsinu Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum. Innlent 17.10.2005 23:48 Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Innlent 17.10.2005 23:49 Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. Innlent 23.10.2005 14:58 Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. Innlent 17.10.2005 23:48 Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Innlent 23.10.2005 14:58 Óttast að Houston verði illa úti Ríta er nú þegar orðinn þriðji öflugasti fellibylur sögunnar. Hann er nú á miðjum Mexíkóflóa og stefnir hraðbyri í átt að ströndum Texas. Búist er við að miðja fellibylsins skelli á borginni Galveston á laugardagsmorgun og þar sem Ríta hefur færst örlítið í norður er óttast að Houston, sem er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna, geti orðið illa úti. Erlent 23.10.2005 14:58 Merkel og Schröder ræðast við Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefja í dag stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar kosninganna til þýska sambandsþingsins á sunnudag. Búist er við erfiðum viðræðum, en bæði Merkel og Schröder hafa fagnað góðum árangri í kosningunum og gera bæði tilkall til kanslaraembættisins. Erlent 17.10.2005 23:48 Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. Innlent 17.10.2005 23:48 Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 14:58 Þurfti að nauðlenda vegna bilunar Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél þurfti að sveima yfir Los Angeles í þrjá klukkutíma í gær þar sem lendingarbúnaðurinn var í í ólagi. Framhjól vélarinnar sneru á hlið og ekki var hægt að ná þeim aftur inn í vélina. Töluverð ringulreið greip skiljanlega um sig og skelfingu lostnir farþegarnir gátu horft á atburðina og þar með eigin örlög í beinni útsendingu inni í vélinni. Erlent 17.10.2005 23:48 Sektin tæpar 70 milljónir Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 23.10.2005 14:58 Dómsmálanefnd staðfestir Roberts Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu George Bush Bandaríkjaforseta um að John Roberts verði næsti forseti Hæstaréttar. Verður tilnefningin send öldungadeildinni til staðfestingar. Reiknað er með að það verði í næstu viku og þar sem repúblikanar eru í meirihluta í deildinni er talið líklegt að tilnefning hans verði einnig staðfest þar. Erlent 23.10.2005 14:58 Lyf með kódíni úr lausasölu Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. Innlent 23.10.2005 14:58 Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Innlent 17.10.2005 23:48 Lýsir yfir neyðarástandi í ríkjum Georg Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir neyðarástandi bæði í Texas og Louisiana vegna komu fellibylsins Rítu. Þung umferð og skortur á mat og bensíni hamlar þeim gífurlega fjölda fólks sem reynir nú að flýja heimili sín við Mexíkóflóa vegna fellibylsins. Talið er að yfir ein milljón manna sé að reyna að yfirgefa svæði þar sem talið er að Ríta muni ganga yfir. Erlent 17.10.2005 23:49 Hussein kominn til Bretlands Osman Hussein, sem sakaður eru um að vera einn fjórmenninganna sem stóðu á bak við misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí, kom í dag til Bretlands. Hussein, sem einnig gengur undir nafninu Hamdi Issac, var handtekinn á Ítalíu skömmu eftir tilræðin og fyrr í mánuðinum féllst ítalskur dómstóll á að hann yrði framseldur til Bretlands vegna málanna. Erlent 17.10.2005 23:48 Skar nef og varir af mágkonu sinni Pakistanskur maður skar nefið og varirnar af mágkonu sinni eftir að hún hugðist sækjast eftir skilnaði frá bróður hans. Eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá skaut maðurinn á konuna og bróður hennar sem voru á leið heim úr dómhúsi í Punjab-héraði á mótorhjóli. Við það féllu systkinin af hjólinu og réðst þá maðurinn á konuna og skar af henni nefið og varirnar. Erlent 17.10.2005 23:48 Sextíu látnir í flóðum í SA-Asíu Meira en sextíu manns hafa látist af völdum mikilla vinda og flóða í suðurhluta Asíu undanfarna daga. Hundraða er saknað og óttast er að flestir þeirra finnist aldrei. Í Bangladess og á Indónesíu hafa meira en hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum þar sem yfirborð sjávar hefur hækkað um allt að þrjá metra. Erlent 17.10.2005 23:48 Sakfelldur fyrir mannskæða árás Dómstóll í Ísrael sakfelldi í dag Hamas-liða fyrir að skipuleggja sprengjuárás á hótel árið 2002 sem kostaði 30 Ísraela lífið. Árásin var sú mannskæðasta í fimm ára uppreisn Palestínumanna sem lauk fyrr á þessu ári. Abbas al-Sayed, sem fór fyrir herskáum hópi Hamas í Tulkarm á Vesturbakkanum, var einnig sakfelldur fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás í verslunarmiðstöð árið 2001 en þar létu fimm manns lífið. Erlent 17.10.2005 23:49 Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. Innlent 17.10.2005 23:49 Hvetja íbúa í strandbæjum að fara Yfirvöld í Louisiana hvetja nú alla íbúa meðfram ströndum fylkisins að yfirgefa heimili sín. Nýjust veðurfréttir benda til þess að fellibylurinn Ríta muni ganga mun innar en búist var við. Suðvesturhluti Louisiana er talinn vera í mestri hættu. Erlent 17.10.2005 23:49 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka eða hálkublettir eru víða um land og er fólk beðið um að fara varlega af þeim sökum. Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, Vatnaleið og á milli Grundarfjarðar og Stykkilshólms. Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. Innlent 17.10.2005 23:48 Hvetja til barneigna í Frakklandi Fjölskyldum í Frakklandi er heitið góðum fjárstuðningi frá stjórnvöldum ef þær ákveða að eignast fleiri börn. Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag nýjar tillögur stjórnarinnar sem taka gildi á næsta ári og miða að því að hvetja þá foreldra, sem þegar eiga tvö börn, til að eignast fleiri til að hækka fæðingartíðnina í landinu. Erlent 23.10.2005 14:58 Búa sig undir það versta George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld búi sig undir það versta vegna fellibylsins Rítu. Ríkisstjórar Texas og Louisiana hafa fyrirskipað tafarlausan brottflutning allra íbúa í strandhéruðum ríkjanna vegna fellibylsins. Þegar hefur meira en ein og hálf milljón manna flúið heimili sín. Erlent 23.10.2005 14:58 Fann ekki Íbúðalánasjóð Sophus Klein Jóhannsson er ósáttur vegna merkingaleysis. "Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:49 « ‹ ›
Málið fær efnislega meðferð Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar. Innlent 23.10.2005 14:58
Una ekki ummælum Ingibjargar Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt. Innlent 23.10.2005 14:58
Vernda þarf kóral við Íslandsmið Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum. Innlent 17.10.2005 23:49
Aron Pálmi flýgur til Austin Aron Pálmi Ágústson er nú á leið frá heimabæ sínum Beumont í Texas. Aron hefur reynt síðan í gær að komast burtu vegna fellibylsins Ritu sem er yfirvofandi. Hann fékk fyrst leyfi fyrir nokkrum klukkutímum til þess að fara. Hann er nú á leið í rútu upp á flugvöll en hann mun fljúga til Austin í Texas. Erlent 17.10.2005 23:48
Milljón yfirgefa heimili sín Meira en milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Texas og Louisiana, vegna fellibylsins Rítu, sem var í morgun orðinn þriðji öflugasti fellibylur sögunnar. Ríta er nú orðin fimmta stigs fellibylur, og þar með öflugri en Katrín, sem lagði New Orleans í rúst. Erlent 17.10.2005 23:48
Miklar endurbætur á Alþingishúsinu Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum. Innlent 17.10.2005 23:48
Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Innlent 17.10.2005 23:49
Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. Innlent 23.10.2005 14:58
Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. Innlent 17.10.2005 23:48
Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Innlent 23.10.2005 14:58
Óttast að Houston verði illa úti Ríta er nú þegar orðinn þriðji öflugasti fellibylur sögunnar. Hann er nú á miðjum Mexíkóflóa og stefnir hraðbyri í átt að ströndum Texas. Búist er við að miðja fellibylsins skelli á borginni Galveston á laugardagsmorgun og þar sem Ríta hefur færst örlítið í norður er óttast að Houston, sem er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna, geti orðið illa úti. Erlent 23.10.2005 14:58
Merkel og Schröder ræðast við Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefja í dag stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar kosninganna til þýska sambandsþingsins á sunnudag. Búist er við erfiðum viðræðum, en bæði Merkel og Schröder hafa fagnað góðum árangri í kosningunum og gera bæði tilkall til kanslaraembættisins. Erlent 17.10.2005 23:48
Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. Innlent 17.10.2005 23:48
Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 14:58
Þurfti að nauðlenda vegna bilunar Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél þurfti að sveima yfir Los Angeles í þrjá klukkutíma í gær þar sem lendingarbúnaðurinn var í í ólagi. Framhjól vélarinnar sneru á hlið og ekki var hægt að ná þeim aftur inn í vélina. Töluverð ringulreið greip skiljanlega um sig og skelfingu lostnir farþegarnir gátu horft á atburðina og þar með eigin örlög í beinni útsendingu inni í vélinni. Erlent 17.10.2005 23:48
Sektin tæpar 70 milljónir Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 23.10.2005 14:58
Dómsmálanefnd staðfestir Roberts Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag tilnefningu George Bush Bandaríkjaforseta um að John Roberts verði næsti forseti Hæstaréttar. Verður tilnefningin send öldungadeildinni til staðfestingar. Reiknað er með að það verði í næstu viku og þar sem repúblikanar eru í meirihluta í deildinni er talið líklegt að tilnefning hans verði einnig staðfest þar. Erlent 23.10.2005 14:58
Lyf með kódíni úr lausasölu Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi. Innlent 23.10.2005 14:58
Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Innlent 17.10.2005 23:48
Lýsir yfir neyðarástandi í ríkjum Georg Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir neyðarástandi bæði í Texas og Louisiana vegna komu fellibylsins Rítu. Þung umferð og skortur á mat og bensíni hamlar þeim gífurlega fjölda fólks sem reynir nú að flýja heimili sín við Mexíkóflóa vegna fellibylsins. Talið er að yfir ein milljón manna sé að reyna að yfirgefa svæði þar sem talið er að Ríta muni ganga yfir. Erlent 17.10.2005 23:49
Hussein kominn til Bretlands Osman Hussein, sem sakaður eru um að vera einn fjórmenninganna sem stóðu á bak við misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí, kom í dag til Bretlands. Hussein, sem einnig gengur undir nafninu Hamdi Issac, var handtekinn á Ítalíu skömmu eftir tilræðin og fyrr í mánuðinum féllst ítalskur dómstóll á að hann yrði framseldur til Bretlands vegna málanna. Erlent 17.10.2005 23:48
Skar nef og varir af mágkonu sinni Pakistanskur maður skar nefið og varirnar af mágkonu sinni eftir að hún hugðist sækjast eftir skilnaði frá bróður hans. Eftir því sem Reuters-fréttastofan greinir frá skaut maðurinn á konuna og bróður hennar sem voru á leið heim úr dómhúsi í Punjab-héraði á mótorhjóli. Við það féllu systkinin af hjólinu og réðst þá maðurinn á konuna og skar af henni nefið og varirnar. Erlent 17.10.2005 23:48
Sextíu látnir í flóðum í SA-Asíu Meira en sextíu manns hafa látist af völdum mikilla vinda og flóða í suðurhluta Asíu undanfarna daga. Hundraða er saknað og óttast er að flestir þeirra finnist aldrei. Í Bangladess og á Indónesíu hafa meira en hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum þar sem yfirborð sjávar hefur hækkað um allt að þrjá metra. Erlent 17.10.2005 23:48
Sakfelldur fyrir mannskæða árás Dómstóll í Ísrael sakfelldi í dag Hamas-liða fyrir að skipuleggja sprengjuárás á hótel árið 2002 sem kostaði 30 Ísraela lífið. Árásin var sú mannskæðasta í fimm ára uppreisn Palestínumanna sem lauk fyrr á þessu ári. Abbas al-Sayed, sem fór fyrir herskáum hópi Hamas í Tulkarm á Vesturbakkanum, var einnig sakfelldur fyrir að hafa staðið á bak við sprengjuárás í verslunarmiðstöð árið 2001 en þar létu fimm manns lífið. Erlent 17.10.2005 23:49
Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. Innlent 17.10.2005 23:49
Hvetja íbúa í strandbæjum að fara Yfirvöld í Louisiana hvetja nú alla íbúa meðfram ströndum fylkisins að yfirgefa heimili sín. Nýjust veðurfréttir benda til þess að fellibylurinn Ríta muni ganga mun innar en búist var við. Suðvesturhluti Louisiana er talinn vera í mestri hættu. Erlent 17.10.2005 23:49
Hálka og hálkublettir víða um land Hálka eða hálkublettir eru víða um land og er fólk beðið um að fara varlega af þeim sökum. Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, Vatnaleið og á milli Grundarfjarðar og Stykkilshólms. Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. Innlent 17.10.2005 23:48
Hvetja til barneigna í Frakklandi Fjölskyldum í Frakklandi er heitið góðum fjárstuðningi frá stjórnvöldum ef þær ákveða að eignast fleiri börn. Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag nýjar tillögur stjórnarinnar sem taka gildi á næsta ári og miða að því að hvetja þá foreldra, sem þegar eiga tvö börn, til að eignast fleiri til að hækka fæðingartíðnina í landinu. Erlent 23.10.2005 14:58
Búa sig undir það versta George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld búi sig undir það versta vegna fellibylsins Rítu. Ríkisstjórar Texas og Louisiana hafa fyrirskipað tafarlausan brottflutning allra íbúa í strandhéruðum ríkjanna vegna fellibylsins. Þegar hefur meira en ein og hálf milljón manna flúið heimili sín. Erlent 23.10.2005 14:58
Fann ekki Íbúðalánasjóð Sophus Klein Jóhannsson er ósáttur vegna merkingaleysis. "Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:49