Erlent

Þurfti að nauðlenda vegna bilunar

Betur fór en á horfðist þegar farþegaflugvél þurfti að sveima yfir Los Angeles í þrjá klukkutíma í gær þar sem lendingarbúnaðurinn var í í ólagi. Framhjól vélarinnar sneru á hlið og ekki var hægt að ná þeim aftur inn í vélina. Töluverð ringulreið greip skiljanlega um sig og skelfingu lostnir farþegarnir gátu horft á atburðina og þar með eigin örlög í beinni útsendingu inni í vélinni. Ákveðið var að halda vélinni á lofti til að brenna bensíni og létta hana þannig. Lendingin var töluvert harkalegri en venjulega og eldur blossaði upp við framhjól vélarinnar en enginn slasaðist. Verið er að rannsaka hvernig stóð á biluninni í lendingarbúnaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×