Fréttir

Fréttamynd

Gekk nakinn um göturnar

Stjórnmálamaðurinn Keith Locke gaf kjósendum það vafasama kosningaloforð að hann myndi afklæðast og ganga nakinn um götur Auckland á Nýja-Sjálandi ef hann tapaði fyrir stjórnmálaandstæðingi sínum, Rodney Hide. Locke stóð við loforð sitt og brá á það ráð að klæðast eingöngu nærbuxum og láta mála líkama sinn eins og hann væri klæddur jakkafötum. </font />

Erlent
Fréttamynd

Ný bensínstöð Atlantsolíu

Skóflustunga var tekin að nýrri bensínstöð Atlantsolíu í gær. Þetta verður sjötta bensínstöð Atlantsolíu og er áætlað að hún verði opnuð innan þriggja mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Ríta: 500 milljarða tjón

Talið er að fellibylurinn Ríta hafi valdið um fimm hundruð milljarða króna tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. En þótt tjónið sé mikið létti mönnum við það að ekki urðu miklar skemmdir á olíuhreinsunarstöðvum og öðrum tengdum mannvirkjum.

Erlent
Fréttamynd

Skotbardagi við herskáa sjíta

Byssumenn hollir herskáa sjíaklerknum Muqtada al-Sadr veittu íröskum hermönnum á eftirlitsferð fyrirsát í austurhluta Bagdad í gærmorgun. Bandarískir hermenn komu til liðs við þá írösku í skotbardaga sem stóð í einn og hálfan tíma. Um átta árásarmannanna voru felldir.

Erlent
Fréttamynd

Jón Steinar sendir áfram gögn

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Jóns Geralds Sullenberger í Baugsmálinu, sendi ritstjóra Morgunblaðsins gögn í málinu án vitundar eða samþykkis Jóns Geralds. Hafi hann gert það er það brot á siðareglum lögmanna.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarsetur á Bifröst

Fyrsti fundur stjórnar Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála var haldinn á laugardag. Setrið starfar á grundvelli samstarfssamnings á milli félagsmálaráðherra og Viðskiptaháskólans.

Innlent
Fréttamynd

Vopnahléinu lokið?

Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna, sem staðið hefur frá því snemma á þessu ári, virðist endalega vera að líða undir lok. Tveir Palestínumenn létust nú síðdegis í loftárás ísraelska hersins á bifreið sem þeir voru í. Fjórir eru sárir að sögn vitna.

Erlent
Fréttamynd

Líbönsk sjónvarpskona særðist

Líbönsk sjónvarpskona særðist mjög alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið hennar skammt norður af Beirút í dag. Konan var flutt í skyndi á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort hún sé í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Bölvun fyrir Palestínumenn

Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Alhvít jörð fyrir norðan og vestan

Jörð er nú alhvít á Norðurlandi og flughált á götum í byggð sem og á þjóðvegum. Fyrsti alvöru snjórinn féll í gærkvöld og í nótt og er nú 5-10 sentímetra jafnfallinn snjór á Akureyri. Á norðanverðum Vestfjörðum er einnig alhvít jörð.

Innlent
Fréttamynd

Vegið harkalega að fyrirtækinu

Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone ætlar að skoða réttarstöðu sína í kjölfar ummæla Jónínu Benediktsdóttur á Bylgjunni í gær um að fyrirtækið tengdist ólögmætri dreifingu persónulegra gagna viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki gerandi

"Til mín leitar alls konar fólk með alls konar erindi. Ég tjái mig ekki um innihald einkafunda. Ég hef aldrei haft áhrif á framvindu málsins og hef aldrei verið gerandi," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Formaðurinn veitti ekki viðtal

Stefán Pétur Eggertsson, formaður stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar 2 viðtal þegar eftir því var leitað í dag en hann sagðist telja að Styrmir Gunnarsson ritstjóri nyti fyllsta trausts stjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Óveður í aðsigi

Veðurstofa Íslands spáir í dag stormi á Norðvestanverðu landinu, á Suðausturströndinni og á hálendinu. Reiknað er með að vindhraðinn geti farið allt upp í 23 metra á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir aðstoða fólk

Björgunarsveitir eru nú að aðstoða hundruð manna sem þurftu að leita skjóls á þökum húsa sinna í suðurhluta Louisiana vegna flóða sem fylgdu fellibylnum Rítu. Veðrið er nú gengið niður en yfirvöld í Texas og Louisiana hvetja flóttafólk til þess að vera ekkert að flýta sér heim meðan verið er að gera við flóðgarða sem rofnuðu í óveðrinu.

Erlent
Fréttamynd

Úrslitaáhrif fjármálaráðherra?

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við Ingibjörgu og Stefán Jón

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfesti við fréttastofuna í dag að Jónína Benediktsdóttir hafi sagt sér miður fagrar sögur af forsvarsmönnum Baugs, líkt og Jónína greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar, og að Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi einnig verið viðstaddur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þrjú börn í stað tveggja

Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk.

Erlent
Fréttamynd

Var trúnaðarsamtal

"Ég leit á þetta samtal sem trúnaðarsamtal," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vegurinn um Víkurskarð lokaður

Bílar hafa verið að festast á veginum um Víkurskarð í dag og vill lögreglan á Akureyri koma því á framfæri að veginum hefur verið lokað vegna færðarinnar en verður hugsanlega opnaður síðar í dag. Veghefill er á leiðinni þangað til að ryðja veginn.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn á von á barni í lausaleik

Louis prins í Lúxemborg og kærastan hans eiga von á barni. Prinsinn, sem er aðeins nítján ára gamall, kynntist kærustunni í herþjónustu í Kosovo á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

ETA grunuð um bílsprengingu

Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ökumenn í vandræðum

Fjöldi ökumanna á vegum norðanlands hefur lent í vandræðum frá því í gærkvöldi vegna hálku á þjóðvegum. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er glærahálka og hafa bílar verið að fljúga út af. Þá hefur snjóað mikið og er nú tíu til fimmtán sentímetra jafnfallinn snjór í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur varð laus í Grafarholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna elds í timbri og plastgeymum við byggingarsvæði í Grafarholti. Mikinn svartan reyk lagði frá eldinum og höfðu íbúar í nágrenninu áður reynt að slökkva hann en án árangurs. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr sýslumaður á Seyðisfirði

Lárus Bjarnason lætur af embætti sýslumanns á Seyðisfirði í næsta mánuði og tekur hann við starfi hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði, verður sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði í stað Lárusar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki svona hvítt í áratugi

Snjórinn þykir koma heldur snemma í ár en vetrarfærð er víða á norðanverðu landinu og flestir ökumenn enn á sumardekkjunum. Slæmt veðurfar hefur eflaust einnig haft áhrif á smölun og réttir á mörgum stöðum. Sigtryggur Sigvaldason í Húnaþingi vestra í Víðidal segir að honum hafi gengið illa að finna fé sitt um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Engin tímatafla um brottflutning

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Vísar fullyrðingum Jónínu á bug

Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. </font /></font />

Innlent
Fréttamynd

Allir sitji sem fastast

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar í pistli á heimasíðu sinni að hann sjái ekki nokkuð athugavert við aðkomu Styrmis Gunnarssonar að undirbúningi Baugsmálsins. Engin ástæða sé fyrir Styrmi, Björn sjálfan, eða nokkurn annan ef því er að skipta, til að segja sig frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

Bjórbruggun úr íslensku byggi

Íslenskir aðilar eru nú í kjölfar aukinnar kornræktar og betri þekkingar á verkun þess farnir að prófa sig áfram með bruggun úr íslensku byggi. Vegna hás flutningskostnaðar gæti íslenskt bygg að miklu leyti leyst innflutt af hólmi í framtíðinni.

Innlent