Fréttir Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. Erlent 23.10.2005 15:00 Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. Innlent 23.10.2005 15:00 Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. Innlent 23.10.2005 15:00 Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. Innlent 23.10.2005 15:00 Fatlaðir lyfta á Lækjartorgi Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hefst á Lækjartorgi í dag. Tíu keppendur reyna með sér en íranskir aflraunamenn geta ekki tekið þátt þar sem þeir fengu ekki vegabréfsáritun í tæka tíð. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:00 Fóstur í póstsendingu Lögreglumönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þrjú fóstur fundust í póstsendingu á leið til Miami í gær. </font /> Erlent 23.10.2005 15:00 Opið daglega eftir áramót "Sögusagnir um að loka eigi Fjarskiptasafninu við Suðurgötu eru ekki sannar," segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður. Innlent 23.10.2005 15:00 Innkalla ákveðnar gerðir af Saab Saab-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Saab 9-3s og 9-5s af árgerð 2000 til og með 2002 vegna galla í kveikjukerfi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að yfirhitna. Við innköllun verður skipt um kveikjukerfi í bílunum. Innköllunin er á heimsvísu svo að íslenskir eigendur þessara bíla geta átt von á því að samband verði haft við þá á komandi mánuðum og skipt um kveikjukerfið. Erlent 23.10.2005 15:00 Fundur hafi skilað miklum árangri Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sögðu að fundur þeirra í gær hefði skilað miklum árangri þótt ekki lægi enn fyrir hver yrði næsti kanslari landsins. Hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar náðu nægu fylgi í kosningunum 18. september til að geta myndað stjórn með samstarfsflokkum sínum og því hafa flokkarnir neyðst til að leita á náðir hvor annars með stjórnarmyndun. Erlent 23.10.2005 15:00 Vill þjóðskrána til Ísafjarðar "Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem vill að Hagstofan flytji starfsemi sína til Ísafjarðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Samkeppnishæfi Íslands eykst Ísland er nú í sjöunda sæti í samanburði Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á samkeppnishæfi þjóða og hefur hækkað um þrjú sæti frá árinu 2004. Athyglisvert er að í 10 efstu sætunum eru allar Norðurlandaþjóðirnar. Við mat á samkeppnishæfi er litið annars vegar á forsendur framtíðarhagvaxtar og hins vegar núverandi grundvöll verðmætasköpunar. Innlent 23.10.2005 15:00 Brjótast milli heimsálfa Í það minnsta tveir létust þegar um sex hundruð manns reyndu að brjóta sér leið til Spánar yfir landamæri Marokkós. Erlent 23.10.2005 15:00 Tókst ekki að semja um kolmunna Samningamenn Rússa, Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandslandanna náðu ekki samkomulagi um skiptingu kolmunnakvótans á milli ríkjanna á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Enn krefjast þjóðirnar samanlagt yfir hundrað prósenta af því magni sem vísindamenn telja ráðlegt að veiða úr stofninum árlega. Innlent 23.10.2005 15:00 Samþykktu kjarasamning Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%. Innlent 23.10.2005 15:00 Ríflega 50 látnir vegna Damrey 54 eru látnir eða saknað eftir mikil flóð í norðurhluta Víetnams sem rekja má til yfirreiðar fellibylsins Damrey. Gríðarmikil úrkoma fygldi fellibylnum sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína og þrátt fyrir að 330 þúsund manns hafi verið fluttir af hættusvæðum en fjölmargra saknað eftir hamfarirnar. Erlent 23.10.2005 15:00 Bræla víða við strendur landsins Bræla er víðast hvar við strendur landsins og sárafá skip á sjó. Nokkrir bátar, sem héldu í róður frá Norðurlandi í morgun, sneru við vegna óveðurs og spáin er afleit þegar líður á daginn. Ekki er vitað um nein óhöpp á sjónum þrátt fyrir veðrið. Innlent 23.10.2005 15:00 Komu að frelsun breskra hermanna Danskir hermenn komu að umdeildri árás breska hersins á lögreglustöð í bænum Basra í Írak í síðustu viku þar sem tveir breskir hermenn voru frelsaðir. Þetta staðfestir Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, við danska blaðið <em>Information</em>. Erlent 23.10.2005 15:00 Innflytjendur látast við girðingu Í það minnsta tveir létust þegar um 600 ólöglegir innflytjendur reyndu að brjóta sér leið inn í Ceuta, spánskt landsvæði á Miðjarðarhafsströnd Norður-Afríku. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera og spænskir fjölmiðlar segja allt að sex hafa látist í troðningi og af völdum skotsára en það hefur ekki fengist staðfest. Fólkið reyndi að komast yfir rammgerðar vírgirðingar sem loka héraðið af. Erlent 23.10.2005 15:00 Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. Innlent 23.10.2005 15:00 Víða hált á vegum Hálka er á heiðum og sums staðar einnig á láglendi á Norðurlandi og snjóþekja með ströndinni á Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Fróðarheiði og Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Hálka og hálkublettir eru á vestfirskum fjallavegum og einhver hálka á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Innlent 23.10.2005 15:00 Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. Innlent 23.10.2005 15:00 Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. Innlent 23.10.2005 15:00 Fá að snúa aftur til New Orleans Íbúar New Orleans mega fara að snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Erlent 23.10.2005 15:00 Baugsmál: Búið að skipa dómara Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:00 Fasteignasala greiði bætur Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin. Innlent 23.10.2005 15:00 Kjósa um friðarsamkomulag Íbúðar Norður-Afríkulandsins Alsír kusu í gær um friðarsamkomulag, sem ríkisstjórnin trúir að muni hjálpa landinu við að rétta úr kútnum eftir 13 ára uppreisn heittrúaðra íslamstrúarmanna. Andstæðingar segja hins vegar að samkomulagið muni einungis hvítþvo glæpina sem áttu sér stað á þessum árum. Erlent 23.10.2005 15:00 Fosshótel sýknað af kröfum banka Kaupþing banki tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem höfðað var gegn Fosshótel ehf. Kaupþing banki krafðist þess að Fosshótel greiddi leiguskuld að upphæð 1,8 milljónir krónur. Greindi deilendur á um eðli og formgerð húsaleigusamnings og var öllum kröfum Kaupþings banka um leiguskuld hafnað og Fosshótel sýknað af öllum kröfum og málskostnaður milli aðila felldur niður. Innlent 23.10.2005 15:00 Utanbæjargjald leggst af Sameining takmörkunarsvæða leigubíla á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ tekur gildi á morgun, samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins. Við þetta leggst utanbæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur. Innlent 23.10.2005 15:00 Wolfgang snýr aftur á flokksþing Walter Wolfgang, öldungurinn sem var hent út af þingi Verkamannaflokksins í Bretlandi í gær fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw utanríkisráðherra, mætti aftur sigurreifur á ráðstefnuna í dag eftir að bæði Verkamannaflokkurinn og Tony Blair höfðu beðið hann afsökunar. Wolfgang, sem er 82 ára, var hent út af þinginu eftir að hann greip frammi fyrir Straw þegar hann var að verja innrásina í Írak og sagði orð ráðherrans kjaftæði. Erlent 23.10.2005 15:00 Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. Innlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. Erlent 23.10.2005 15:00
Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. Innlent 23.10.2005 15:00
Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. Innlent 23.10.2005 15:00
Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. Innlent 23.10.2005 15:00
Fatlaðir lyfta á Lækjartorgi Heimsmeistaramótið í aflraunum fatlaðra hefst á Lækjartorgi í dag. Tíu keppendur reyna með sér en íranskir aflraunamenn geta ekki tekið þátt þar sem þeir fengu ekki vegabréfsáritun í tæka tíð. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 15:00
Fóstur í póstsendingu Lögreglumönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þrjú fóstur fundust í póstsendingu á leið til Miami í gær. </font /> Erlent 23.10.2005 15:00
Opið daglega eftir áramót "Sögusagnir um að loka eigi Fjarskiptasafninu við Suðurgötu eru ekki sannar," segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður. Innlent 23.10.2005 15:00
Innkalla ákveðnar gerðir af Saab Saab-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Saab 9-3s og 9-5s af árgerð 2000 til og með 2002 vegna galla í kveikjukerfi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að yfirhitna. Við innköllun verður skipt um kveikjukerfi í bílunum. Innköllunin er á heimsvísu svo að íslenskir eigendur þessara bíla geta átt von á því að samband verði haft við þá á komandi mánuðum og skipt um kveikjukerfið. Erlent 23.10.2005 15:00
Fundur hafi skilað miklum árangri Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sögðu að fundur þeirra í gær hefði skilað miklum árangri þótt ekki lægi enn fyrir hver yrði næsti kanslari landsins. Hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar náðu nægu fylgi í kosningunum 18. september til að geta myndað stjórn með samstarfsflokkum sínum og því hafa flokkarnir neyðst til að leita á náðir hvor annars með stjórnarmyndun. Erlent 23.10.2005 15:00
Vill þjóðskrána til Ísafjarðar "Þetta smellpassar við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem vill að Hagstofan flytji starfsemi sína til Ísafjarðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Samkeppnishæfi Íslands eykst Ísland er nú í sjöunda sæti í samanburði Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar á samkeppnishæfi þjóða og hefur hækkað um þrjú sæti frá árinu 2004. Athyglisvert er að í 10 efstu sætunum eru allar Norðurlandaþjóðirnar. Við mat á samkeppnishæfi er litið annars vegar á forsendur framtíðarhagvaxtar og hins vegar núverandi grundvöll verðmætasköpunar. Innlent 23.10.2005 15:00
Brjótast milli heimsálfa Í það minnsta tveir létust þegar um sex hundruð manns reyndu að brjóta sér leið til Spánar yfir landamæri Marokkós. Erlent 23.10.2005 15:00
Tókst ekki að semja um kolmunna Samningamenn Rússa, Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandslandanna náðu ekki samkomulagi um skiptingu kolmunnakvótans á milli ríkjanna á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Enn krefjast þjóðirnar samanlagt yfir hundrað prósenta af því magni sem vísindamenn telja ráðlegt að veiða úr stofninum árlega. Innlent 23.10.2005 15:00
Samþykktu kjarasamning Nýr kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH - Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. Talning atkvæða fór fram síðastliðinn mánudag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var um 56%. Já sögðu 71% en nei sögðu 28%. Innlent 23.10.2005 15:00
Ríflega 50 látnir vegna Damrey 54 eru látnir eða saknað eftir mikil flóð í norðurhluta Víetnams sem rekja má til yfirreiðar fellibylsins Damrey. Gríðarmikil úrkoma fygldi fellibylnum sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína og þrátt fyrir að 330 þúsund manns hafi verið fluttir af hættusvæðum en fjölmargra saknað eftir hamfarirnar. Erlent 23.10.2005 15:00
Bræla víða við strendur landsins Bræla er víðast hvar við strendur landsins og sárafá skip á sjó. Nokkrir bátar, sem héldu í róður frá Norðurlandi í morgun, sneru við vegna óveðurs og spáin er afleit þegar líður á daginn. Ekki er vitað um nein óhöpp á sjónum þrátt fyrir veðrið. Innlent 23.10.2005 15:00
Komu að frelsun breskra hermanna Danskir hermenn komu að umdeildri árás breska hersins á lögreglustöð í bænum Basra í Írak í síðustu viku þar sem tveir breskir hermenn voru frelsaðir. Þetta staðfestir Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, við danska blaðið <em>Information</em>. Erlent 23.10.2005 15:00
Innflytjendur látast við girðingu Í það minnsta tveir létust þegar um 600 ólöglegir innflytjendur reyndu að brjóta sér leið inn í Ceuta, spánskt landsvæði á Miðjarðarhafsströnd Norður-Afríku. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera og spænskir fjölmiðlar segja allt að sex hafa látist í troðningi og af völdum skotsára en það hefur ekki fengist staðfest. Fólkið reyndi að komast yfir rammgerðar vírgirðingar sem loka héraðið af. Erlent 23.10.2005 15:00
Gagnrýnir fyrningu Formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, segir mjög baglegt ef sakir fyrnist í málum sem til rannsóknar eru hjá yfirvöldum vegna tafa á rannsóknum. Helgi segir það bagalegt fyrir hvort tveggja fórnarlömb brota og ekki síst fyrir meinta sakamenn ef mál fyrnist í meðförum lögreglu, eins og nú sé raunin í máli Lífeyrissjóðs Austurlands. Innlent 23.10.2005 15:00
Víða hált á vegum Hálka er á heiðum og sums staðar einnig á láglendi á Norðurlandi og snjóþekja með ströndinni á Norðausturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Fróðarheiði og Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku. Hálka og hálkublettir eru á vestfirskum fjallavegum og einhver hálka á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Innlent 23.10.2005 15:00
Hestasundlaug nauðsyn Það bráðvantar hestasundlaug hér á landi. Þetta hljómar kannski eins og grín en hestamönnum er dauðans alvara. Reykjavíkurborg mun væntanlega breyta deiliskipulagi í Víðidal svo þar megi gera eina slíka. Innlent 23.10.2005 15:00
Greiddi 226 þúsund fyrir fæðingu Hjónum á Akureyri var gert að greiða tæpar 226 þúsund krónur fyrir fæðingarhjálp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Konan er frá Filippseyjum og er enn utan almannatryggingakerfisins. Tryggingafélag neitar að greiða kostnaðinn. Innlent 23.10.2005 15:00
Fá að snúa aftur til New Orleans Íbúar New Orleans mega fara að snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Erlent 23.10.2005 15:00
Baugsmál: Búið að skipa dómara Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Innlent 23.10.2005 15:00
Fasteignasala greiði bætur Fasteignasali hefur verið dæmdur til að greiða konu 1,3 milljónir króna vegna þess að risíbúð sem hún keypti í Reykjavík veturinn 2001 reyndist ósamþykkt þegar eignaskiptasamningur var gerður eftir kaupin. Innlent 23.10.2005 15:00
Kjósa um friðarsamkomulag Íbúðar Norður-Afríkulandsins Alsír kusu í gær um friðarsamkomulag, sem ríkisstjórnin trúir að muni hjálpa landinu við að rétta úr kútnum eftir 13 ára uppreisn heittrúaðra íslamstrúarmanna. Andstæðingar segja hins vegar að samkomulagið muni einungis hvítþvo glæpina sem áttu sér stað á þessum árum. Erlent 23.10.2005 15:00
Fosshótel sýknað af kröfum banka Kaupþing banki tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem höfðað var gegn Fosshótel ehf. Kaupþing banki krafðist þess að Fosshótel greiddi leiguskuld að upphæð 1,8 milljónir krónur. Greindi deilendur á um eðli og formgerð húsaleigusamnings og var öllum kröfum Kaupþings banka um leiguskuld hafnað og Fosshótel sýknað af öllum kröfum og málskostnaður milli aðila felldur niður. Innlent 23.10.2005 15:00
Utanbæjargjald leggst af Sameining takmörkunarsvæða leigubíla á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ tekur gildi á morgun, samkvæmt auglýsingu samgönguráðuneytisins. Við þetta leggst utanbæjargjald af innan svæðisins, en á daginn var það rúmar 219 krónur á kílómetra. Venjulegt daggjald er tæpar 95 krónur. Innlent 23.10.2005 15:00
Wolfgang snýr aftur á flokksþing Walter Wolfgang, öldungurinn sem var hent út af þingi Verkamannaflokksins í Bretlandi í gær fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw utanríkisráðherra, mætti aftur sigurreifur á ráðstefnuna í dag eftir að bæði Verkamannaflokkurinn og Tony Blair höfðu beðið hann afsökunar. Wolfgang, sem er 82 ára, var hent út af þinginu eftir að hann greip frammi fyrir Straw þegar hann var að verja innrásina í Írak og sagði orð ráðherrans kjaftæði. Erlent 23.10.2005 15:00
Dagur útilokar ekki framboð Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðvikudagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu mega kjósa, eða kosning verði opin öllum. Innlent 23.10.2005 15:00