Fréttir Vonin um að finna slasaða dvínar Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Erlent 23.10.2005 15:03 Lifnar yfir Slippnum Í morgun lifnaði yfir athafnarsvæði Slippsins á Akureyri, þegar fjörtíu og fimm af eitthundrað starfsmönnum Slippstöðvarinnar mættu til starfa hjá nýjum vinnuveitanda. Nýstofnað félag, Slippurinn Akureyri, hefur leigt allan þann búnað sem Slippstöðin hafði yfir að ráða. Innlent 23.10.2005 15:03 Árangurslaus húsleit á Goldfinger Tólf lögreglumenn gerðu húsleit á súludansstaðnum Goldfinger í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld. Flest reyndist vera í lagi en grunur leikur þó á að einkadans sé dansaður í lokuðu rými. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að um hefðbundið eftirlit hafi verið að ræða. Heimildir fréttastofu herma að grunur hafi verið um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan þannig að þeir misstu minnið og vissu ekki fyrr en mjög háir kreditkortareikningar kæmu inn um lúguna. Innlent 23.10.2005 15:03 Ekki ástæða til afsagna Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03 Hjólreiðar auki líkur á geturleysi Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp. Erlent 23.10.2005 15:03 Hnuplað fyrir milljarða Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Innlent 23.10.2005 15:03 Réttað í Haag í Vukovar-máli Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í máli þriggja fyrrverandi foringja úr júgóslavneska hernum, sem ákærðir eru fyrir vísvitandi fjöldamorð á að minnsta kosti 264 flóttamönnum, sjúklingum og starfsfólki á sjúkrahúsi í bænum Vukovar í Króatíu árið 1991. Erlent 23.10.2005 15:03 Svafa aðstoðarforstjóri Actavis Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03 Sprengt í aðdraganda stjórnarskrár Um þrjátíu fórust í sprengjuárásum í Írak í dag, aðeins fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þar. Stjórnarskráin átti að marka nýtt upphaf fyrir Írak, en gæti haft þveröfug áhrif. Erlent 23.10.2005 15:03 Tveir boltar í Öxaránni „Öxaráin er full af stórurriða þessa dagana. Hann er þarna í bullandi hrygningu og inn á milli eru risastórir hængar eins og þessi á myndinni. Þeir eru að slást um ástaratlot og hilli glæsilegra hrygna,“ segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og líffræðingur. Innlent 23.10.2005 15:03 Saddam hefur kosningarétt Rósturnar í Írak stigmagnast eftir því sem nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrög landsins en hátt í fimmtíu manns létust í hryðjuverkaárásum í gær. Íraskir embættismenn hafa greint frá því að Saddam Hussein geti neytt atkvæðisréttar síns á laugardaginn. Erlent 23.10.2005 15:03 Sýna til styrktar MND félaginu Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Innlent 23.10.2005 15:03 Kanslaravald Merkel skert Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar um málefnasamning. Erlent 23.10.2005 15:03 Byrja með eða án Slippstöðvarmanna Hafist verður handa við stálfóðringu fallganga Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í vikunni með eða án þátttöku starfsmanna Slippstöðvarinnar, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi virkjunarinnar. Innlent 23.10.2005 15:03 Fá minna en fórnarlömb Katrínar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjú hundruð þúsund dollurum eða sem nemur tæpri átján og hálfri milljón til fórnarlamba jarðskjálftana í Suður-Asíu. Erlent 23.10.2005 15:03 Gagnrýna lífstíðardóma ungmenna Að minnsta kosti 2.225 ungmenni, sem brutu af sér á barns- eða unglingsaldri, afplána nú lífstíðarfangelsisdóma í bandarískum fangelsum, án möguleika á skilorði. Í öðrum löndum heims sitja samtals tólf ungmenni inni sem afplána svo þunga dóma. Erlent 23.10.2005 15:03 26. grein stjórnarskrár standi Þjóðarhreyfingin varar eindregið við því að hróflað verði við valdastöðu forseta Íslands. Verði það gert þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn að þeirra mati. Innlent 23.10.2005 15:03 Fékk milljónasekt og skilorð Jón Axel Ólafsson, fyrrum fjölmiðlamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir brot á skatta- og hegningarlögum árin 1998 og 1999. Innlent 23.10.2005 15:03 Þúsund fundir á Akranesi Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður í dag klukkan fimm og verður hann með hátíðarbrag þar sem stefnt er að því að samþykkja þrjár tillögur. Innlent 23.10.2005 15:03 Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Innlent 23.10.2005 15:03 Olsen snýr aftur til jarðar Rússneska geimfarið Soyuz lenti í morgun á sléttum Kasakstans með ameríska milljónamæringin Gregory Olsen innanborðs og tvo rússneska áhafnarmeðlimi. Geimfarið lagði af stað 1. október og lenti tveimur dögum síðar á rússnesku geimstöðinni þar sem geimfararnir hafa dvalið síðan. Erlent 23.10.2005 15:03 Dani í hópi uppreisnarmanna í Írak Að minnsta kosti einn danskur ríkisborgari af arabískum uppruna tekur þátt í uppreisninni í Írak. Þetta hefur arabíska dagblaðið <em>Asharq Alawsat</em> eftir innanríkisráðherra Íraks. Ráðherrann segir uppreisnarmenn í landinu koma frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu auk Danmerkur. Erlent 23.10.2005 15:03 Þverrandi von um fólk á lífi Vonin um að finna einhvern á lífi á hamfarasvæðinu í Suður-Asíu fer þverrandi. Hjálpargögn berast nú hraðar en verið hefur en marga skortir þó enn alla hjálp. Það var fyrst í gær sem hjálpargögn tóku að berast í einhverju magni til Islamaban og nú hafa helstu vegir á hamfarasvæðinu verið ruddir og því von til að hægt verði að flytja gögnin þangað sem þeirra er þörf hratt. Erlent 23.10.2005 15:03 Söfnun hafin Íslenskar hjálparstofnanir standa fyrir söfnunum til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Suður-Asíu og raunar víðar. Hjálparstofnun kirkjunnar er með símasöfnun. Hægt er að hringja í síma 907-2002 og þá dregst sjálfkrafa framlag af símreikningi. Innlent 23.10.2005 15:03 18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. Erlent 23.10.2005 15:03 Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. Erlent 23.10.2005 15:03 Engar skipanir í Baugsmálinu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í Baugsmálinu, þrátt fyrir að aðeins átta af fjörutíu upphaflegu ákæratriðunum standi eftir. Ráðherra telur best fyrir alla sem að málinu koma að það verði tekið til efnismeðferðar fyrir dómstólum. Innlent 23.10.2005 15:03 Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. Erlent 23.10.2005 15:03 Schröder ekki í nýrri ríkisstjórn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í skyn í dag að hann yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn landsins. Í gær var greint frá því að Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, yrði næsti kanslari Þýskalands. Innlent 23.10.2005 16:58 Kaupsamningum um fasteignir fækkar Kaupsamingum um fasteignir hefur fækkað frá öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var í kringum tvö þúsund og fjögur hundruð kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2005 15:03 « ‹ ›
Vonin um að finna slasaða dvínar Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Erlent 23.10.2005 15:03
Lifnar yfir Slippnum Í morgun lifnaði yfir athafnarsvæði Slippsins á Akureyri, þegar fjörtíu og fimm af eitthundrað starfsmönnum Slippstöðvarinnar mættu til starfa hjá nýjum vinnuveitanda. Nýstofnað félag, Slippurinn Akureyri, hefur leigt allan þann búnað sem Slippstöðin hafði yfir að ráða. Innlent 23.10.2005 15:03
Árangurslaus húsleit á Goldfinger Tólf lögreglumenn gerðu húsleit á súludansstaðnum Goldfinger í Kópavogi síðastliðið föstudagskvöld. Flest reyndist vera í lagi en grunur leikur þó á að einkadans sé dansaður í lokuðu rými. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir að um hefðbundið eftirlit hafi verið að ræða. Heimildir fréttastofu herma að grunur hafi verið um að mönnum hafi verið byrlað ólyfjan þannig að þeir misstu minnið og vissu ekki fyrr en mjög háir kreditkortareikningar kæmu inn um lúguna. Innlent 23.10.2005 15:03
Ekki ástæða til afsagna Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. Innlent 23.10.2005 15:03
Hjólreiðar auki líkur á geturleysi Karlmenn sem stunda miklar hjólreiðar geta átt getuleysi á hættu allt upp í þrjá mánuði og jafnvel lengur. Þetta hafa nokkrar rannsóknir sýnt. Þegar karlmenn hjóla minnkar blóðflæði til kynfæranna um allt að 80 prósent. Taugarnar virka þá ekki eins og þær eiga að gera, tilfinningin í kynfærunum minnkar og getuleysi getur komið upp. Erlent 23.10.2005 15:03
Hnuplað fyrir milljarða Búðarþjófar leggja oft mikið á sig við iðju sína og beita ótrúlegustu aðferðum. Íslendingar stálu úr verslunum á síðasta ári fyrir einn komma átta milljarða króna. Spenna, gróðafíkn eða fátækt býr gjarnan að baki búðahnuplinu. Innlent 23.10.2005 15:03
Réttað í Haag í Vukovar-máli Réttarhald hófst í gær fyrir Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í máli þriggja fyrrverandi foringja úr júgóslavneska hernum, sem ákærðir eru fyrir vísvitandi fjöldamorð á að minnsta kosti 264 flóttamönnum, sjúklingum og starfsfólki á sjúkrahúsi í bænum Vukovar í Króatíu árið 1991. Erlent 23.10.2005 15:03
Svafa aðstoðarforstjóri Actavis Svafa Grönfeldt hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs en hún mun í nýju starfi samtvinna stefnu og innra skipulag samstæðunnar ásamt því að stýra verkefnum sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:03
Sprengt í aðdraganda stjórnarskrár Um þrjátíu fórust í sprengjuárásum í Írak í dag, aðeins fjórum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þar. Stjórnarskráin átti að marka nýtt upphaf fyrir Írak, en gæti haft þveröfug áhrif. Erlent 23.10.2005 15:03
Tveir boltar í Öxaránni „Öxaráin er full af stórurriða þessa dagana. Hann er þarna í bullandi hrygningu og inn á milli eru risastórir hængar eins og þessi á myndinni. Þeir eru að slást um ástaratlot og hilli glæsilegra hrygna,“ segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og líffræðingur. Innlent 23.10.2005 15:03
Saddam hefur kosningarétt Rósturnar í Írak stigmagnast eftir því sem nær dregur þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrög landsins en hátt í fimmtíu manns létust í hryðjuverkaárásum í gær. Íraskir embættismenn hafa greint frá því að Saddam Hussein geti neytt atkvæðisréttar síns á laugardaginn. Erlent 23.10.2005 15:03
Sýna til styrktar MND félaginu Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Innlent 23.10.2005 15:03
Kanslaravald Merkel skert Angela Merkel mun þurfa að sætta sig við hömlur á valdi sínu sem kanslari í samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna. Þetta sögðu forystumenn úr báðum flokkum í gær, daginn eftir að kunngjört var að Merkel yrði kanslari í slíkri samsteypustjórn ef samningar um málefnasamning. Erlent 23.10.2005 15:03
Byrja með eða án Slippstöðvarmanna Hafist verður handa við stálfóðringu fallganga Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í vikunni með eða án þátttöku starfsmanna Slippstöðvarinnar, segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi virkjunarinnar. Innlent 23.10.2005 15:03
Fá minna en fórnarlömb Katrínar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þrjú hundruð þúsund dollurum eða sem nemur tæpri átján og hálfri milljón til fórnarlamba jarðskjálftana í Suður-Asíu. Erlent 23.10.2005 15:03
Gagnrýna lífstíðardóma ungmenna Að minnsta kosti 2.225 ungmenni, sem brutu af sér á barns- eða unglingsaldri, afplána nú lífstíðarfangelsisdóma í bandarískum fangelsum, án möguleika á skilorði. Í öðrum löndum heims sitja samtals tólf ungmenni inni sem afplána svo þunga dóma. Erlent 23.10.2005 15:03
26. grein stjórnarskrár standi Þjóðarhreyfingin varar eindregið við því að hróflað verði við valdastöðu forseta Íslands. Verði það gert þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn að þeirra mati. Innlent 23.10.2005 15:03
Fékk milljónasekt og skilorð Jón Axel Ólafsson, fyrrum fjölmiðlamaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir brot á skatta- og hegningarlögum árin 1998 og 1999. Innlent 23.10.2005 15:03
Þúsund fundir á Akranesi Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður í dag klukkan fimm og verður hann með hátíðarbrag þar sem stefnt er að því að samþykkja þrjár tillögur. Innlent 23.10.2005 15:03
Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Innlent 23.10.2005 15:03
Olsen snýr aftur til jarðar Rússneska geimfarið Soyuz lenti í morgun á sléttum Kasakstans með ameríska milljónamæringin Gregory Olsen innanborðs og tvo rússneska áhafnarmeðlimi. Geimfarið lagði af stað 1. október og lenti tveimur dögum síðar á rússnesku geimstöðinni þar sem geimfararnir hafa dvalið síðan. Erlent 23.10.2005 15:03
Dani í hópi uppreisnarmanna í Írak Að minnsta kosti einn danskur ríkisborgari af arabískum uppruna tekur þátt í uppreisninni í Írak. Þetta hefur arabíska dagblaðið <em>Asharq Alawsat</em> eftir innanríkisráðherra Íraks. Ráðherrann segir uppreisnarmenn í landinu koma frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu auk Danmerkur. Erlent 23.10.2005 15:03
Þverrandi von um fólk á lífi Vonin um að finna einhvern á lífi á hamfarasvæðinu í Suður-Asíu fer þverrandi. Hjálpargögn berast nú hraðar en verið hefur en marga skortir þó enn alla hjálp. Það var fyrst í gær sem hjálpargögn tóku að berast í einhverju magni til Islamaban og nú hafa helstu vegir á hamfarasvæðinu verið ruddir og því von til að hægt verði að flytja gögnin þangað sem þeirra er þörf hratt. Erlent 23.10.2005 15:03
Söfnun hafin Íslenskar hjálparstofnanir standa fyrir söfnunum til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Suður-Asíu og raunar víðar. Hjálparstofnun kirkjunnar er með símasöfnun. Hægt er að hringja í síma 907-2002 og þá dregst sjálfkrafa framlag af símreikningi. Innlent 23.10.2005 15:03
18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. Erlent 23.10.2005 15:03
Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. Erlent 23.10.2005 15:03
Engar skipanir í Baugsmálinu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í Baugsmálinu, þrátt fyrir að aðeins átta af fjörutíu upphaflegu ákæratriðunum standi eftir. Ráðherra telur best fyrir alla sem að málinu koma að það verði tekið til efnismeðferðar fyrir dómstólum. Innlent 23.10.2005 15:03
Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. Erlent 23.10.2005 15:03
Schröder ekki í nýrri ríkisstjórn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í skyn í dag að hann yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn landsins. Í gær var greint frá því að Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, yrði næsti kanslari Þýskalands. Innlent 23.10.2005 16:58
Kaupsamningum um fasteignir fækkar Kaupsamingum um fasteignir hefur fækkað frá öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var í kringum tvö þúsund og fjögur hundruð kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2005 15:03