Erlent

Þverrandi von um fólk á lífi

Vonin um að finna einhvern á lífi á hamfarasvæðinu í Suður-Asíu fer þverrandi. Hjálpargögn berast nú hraðar en verið hefur en marga skortir þó enn alla hjálp. Það var fyrst í gær sem hjálpargögn tóku að berast í einhverju magni til Islamaban og nú hafa helstu vegir á hamfarasvæðinu verið ruddir og því von til að hægt verði að flytja gögnin þangað sem þeirra er þörf hratt. Víða er ástandið þó ennþá mjög slæmt og aðstæður og reiði fórnarlambanna er víða mikil. Fórnarlömbon telja að ríkisstjórnin og her landsins hafi ekkert gert til að koma þeim til hjálpar. Fólk grefur með berum höndum í rústum húsa í leit að ástvinum sínum, en stórtækar vinnuvélar þarf til að bjarga þeim sem grafnir eru undir steyptum veggjum sem hrundu ofan á fólk. Þó að vinnuvélunum hafi fjölgað þykir ólíklegt að margir finnist á lífi úr því sem komið er, ekki síst þar sem næturnar í Kasmír eru ískaldar. Fólk hefst ennþá við að mestu undir berum himni; í Muzaffarabad, stærstu borginni pakistanmegin landamæranna, hefur íþróttaleikvangi verið breytt í neyðarbúðir fyrir fórnarlömbin. Þar, eins og víðar, er lítið að finna til að bíta og brenna og hjálparstofnanir vara við því að hjálpa verði þessu fólki þegar í stað eigi það ekki að deyja drottni sínum. Ljóst er að kostnaður við enduruppbyggingu nemur hundruð milljónum dollara og hafa mörg ríki þegar heitið stuðningi við uppbygginguna. Fréttamenn á vettvangi segja að heilu þorpin hafi flast út, þar standi ekki steinn yfir steini



Fleiri fréttir

Sjá meira


×