Erlent

Ósætti vegna bókmenntaverðlauna

Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. Tilkynnt verður innan fárra daga hver hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×