Erlent

Olsen snýr aftur til jarðar

Rússneska geimfarið Soyuz lenti í morgun á sléttum Kasakstans með ameríska milljónamæringin Gregory Olsen innanborðs og tvo rússneska áhafnarmeðlimi. Geimfarið lagði af stað 1. október og lenti tveimur dögum síðar á rússnesku geimstöðinni þar sem geimfararnir hafa dvalið síðan. Lendingin gekk vel og var Olsen ánægður með ferðina. Hann eyddi tveimur árum í þjálfun og borgaði fyrir ferðina sextán milljónir dollara eða tæpan milljarð íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×