Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 22:28 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Frá því í nóvember 2023 hefur Bílastæðasjóður Reykjavíkur ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja, heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimabanka og tilkynningu á Ísland.is. Ákvörðunin var rökstudd með að verið væri að innleiða nýja tækni í eftirliti, auk þess sem það væri umhverfisvænna að sleppa prentun. Neytendur eru margir hverjir afar ósáttir með fyrirkomulagið og segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að hann fái nánast daglega kvörtun vegna þess sem hann kallar „villta vestrið“ í bílastæðamálum. Sektirnar eigi það til að berast mjög seint og þeir sem sektaðir eru hafa enga hugmynd um hvað þeir gerðu af sér. „Það virðist vera að það sé markmið í sjálfu sér að sekta eins mikið og hægt er, bara eins og vindurinn. Þá án þess að láta fólk vita og af hverju eða hvar sektin á uppruna sinn. Fólk á skýlausan rétt á því að vita fyrir hvað það er að greiða, jafnvel þó það sé sekt. Það á ekki að líðast að fá ótilgreindar upphæðir í rukkun í heimabanka án þess að neitt standi þar á bak við,“ segir Breki. Þetta fyrirkomulag var notað í Danmörku í um tíu ár, en í síðustu viku setti samgönguráðherrann þar reglugerð um að fólk þurfi ekki að greiða stöðumælasektir, nema að stöðumælavörður setji miða á bílinn. „Ég held að íslensk stjórnvöld hljóti að fylgja í fótspor Dana og geri þetta útlægt, að hægt sé að sekta hægri vinstri og ekki láta fólk vita,“ segir Breki. Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Frá því í nóvember 2023 hefur Bílastæðasjóður Reykjavíkur ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja, heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimabanka og tilkynningu á Ísland.is. Ákvörðunin var rökstudd með að verið væri að innleiða nýja tækni í eftirliti, auk þess sem það væri umhverfisvænna að sleppa prentun. Neytendur eru margir hverjir afar ósáttir með fyrirkomulagið og segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að hann fái nánast daglega kvörtun vegna þess sem hann kallar „villta vestrið“ í bílastæðamálum. Sektirnar eigi það til að berast mjög seint og þeir sem sektaðir eru hafa enga hugmynd um hvað þeir gerðu af sér. „Það virðist vera að það sé markmið í sjálfu sér að sekta eins mikið og hægt er, bara eins og vindurinn. Þá án þess að láta fólk vita og af hverju eða hvar sektin á uppruna sinn. Fólk á skýlausan rétt á því að vita fyrir hvað það er að greiða, jafnvel þó það sé sekt. Það á ekki að líðast að fá ótilgreindar upphæðir í rukkun í heimabanka án þess að neitt standi þar á bak við,“ segir Breki. Þetta fyrirkomulag var notað í Danmörku í um tíu ár, en í síðustu viku setti samgönguráðherrann þar reglugerð um að fólk þurfi ekki að greiða stöðumælasektir, nema að stöðumælavörður setji miða á bílinn. „Ég held að íslensk stjórnvöld hljóti að fylgja í fótspor Dana og geri þetta útlægt, að hægt sé að sekta hægri vinstri og ekki láta fólk vita,“ segir Breki.
Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent