Fréttir Síðbúinn sauðburður Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 17:50 Undrast viðbótarkostnað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. Innlent 23.10.2005 17:57 Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum Félagsmálaráðherra hefur hrint af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Hann segir umræðuna að undanförnu hafa haft áhrif og þakkar fyrir kjark þeirra sem þar gengu á undan. Innlent 23.10.2005 17:57 Ken Clarke heltist úr lestinni Ken Clarke heltist úr lestinni í fyrstu umferð leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins í gær. David Davis varð hins vegar hlutskarpastur fjórmenninganna sem berjast um embættið. Erlent 23.10.2005 17:57 Lélegur frágangur kostar milljónir Lélegur frágangur á farmi vörubíla hefur kostað tryggingarfélögin meira en 110 milljónir króna undanfarin tvö ár. Lögregla hyggst grípa til aðgerða gegn þeim sem ekki ganga almennilega frá farmi á bílum sínum. Innlent 23.10.2005 17:50 Spá hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð mun hækka um sex prósent hér á landi á næstu tólf mánuðum að mati greiningardeildar KB banka. Helstu ástæðurnar segir Greiningardeildin vera þær að raunvaxtakostnaður hækki ekki mikið og að atvinnuástand verði áfram gott. Innlent 23.10.2005 17:50 Kyrkislanga í klósettinu Þriggja metra löng kyrkislanga, sem Manchesterbúar gáfu nafnið Keith, er nú loks hætt að skríða milli klósetta í íbúðarblokk í borginni, en það hafði hún gert í þrjá mánuði, íbúunum til mikillar hrellingar. Erlent 23.10.2005 17:50 Ung stúlka finnst á lífi Sex ára stúlku var bjargað úr rústum húss í fjallaþorpi austur af Balakot í Pakistan í dag en níu dagar eru síðan jarðskjálfti af stærðinni 7,6 á Richter reið yfir norðurhluta landsins. Erlent 23.10.2005 17:50 Stíma inn í rússneska lögsögu Skipstjóri rússneska togarans "Elektron", sem lagði á flótta undan norskum varðskipum í Barentshafi með tvo norska veiðieftirlitsmenn innanborðs, sagðist í gær ekki ætla að nema staðar fyrr en hann væri kominn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50 Skoða reglur einkavæðingarnefndar Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Innlent 23.10.2005 17:50 44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. Erlent 23.10.2005 17:50 Málið snýst um krónur og aura Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Innlent 23.10.2005 17:50 Atvinnuleysi meðal innflytjenda Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001. Erlent 23.10.2005 17:34 Misráðin ályktun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn. Innlent 23.10.2005 17:50 Rjúpnaskyttur á röngum stað Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu. Innlent 23.10.2005 17:34 Bótahækkanir gætu fallið niður Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins Innlent 23.10.2005 17:34 Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. Erlent 23.10.2005 17:50 Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 23.10.2005 17:57 Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. Erlent 23.10.2005 17:50 Vilja flytja inn erfðaefni í kýr Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. Innlent 23.10.2005 17:50 Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. Erlent 23.10.2005 17:50 Víða vatnstjón á Höfn Talið er að hátt í 20 hús hafi orðið fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir eina úrkomumestu helgi sem sögur fara af þar á slóðum. Enn er verið að meta skemmdir af völdum tjónsins. Innlent 23.10.2005 17:34 Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. Innlent 23.10.2005 17:50 Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum. Innlent 23.10.2005 17:50 Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. Innlent 23.10.2005 17:50 Eitur í gámi Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, unnu í alla nótt að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau bærust út í andrúmsloftið eða í jarðveg. Innlent 23.10.2005 17:34 Ný ríkisstjórn í Noregi Ríkisstjórn vinstri og miðflokka tók við völdum í Noregi í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár, sem norska stjórnin hefur meirihluta á þingi en í stjórninni eiga sæti 19 ráðherrar, 10 karlar og 9 konur. Erlent 23.10.2005 17:34 Slær varnagla við einkavæðingu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Innlent 23.10.2005 17:34 Lenín undir græna torfu? Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið. Erlent 23.10.2005 17:50 Vilja að prinsinn fái feðraorlof Meirihluti Dana segist hlynntur því að Friðrik krónprins taki sér fæðingarorlof vegna fæðingar frumburðarins. Erlent 23.10.2005 17:34 « ‹ ›
Síðbúinn sauðburður Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b /> Innlent 23.10.2005 17:50
Undrast viðbótarkostnað Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni. Innlent 23.10.2005 17:57
Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum Félagsmálaráðherra hefur hrint af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Hann segir umræðuna að undanförnu hafa haft áhrif og þakkar fyrir kjark þeirra sem þar gengu á undan. Innlent 23.10.2005 17:57
Ken Clarke heltist úr lestinni Ken Clarke heltist úr lestinni í fyrstu umferð leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins í gær. David Davis varð hins vegar hlutskarpastur fjórmenninganna sem berjast um embættið. Erlent 23.10.2005 17:57
Lélegur frágangur kostar milljónir Lélegur frágangur á farmi vörubíla hefur kostað tryggingarfélögin meira en 110 milljónir króna undanfarin tvö ár. Lögregla hyggst grípa til aðgerða gegn þeim sem ekki ganga almennilega frá farmi á bílum sínum. Innlent 23.10.2005 17:50
Spá hækkun fasteignaverðs Fasteignaverð mun hækka um sex prósent hér á landi á næstu tólf mánuðum að mati greiningardeildar KB banka. Helstu ástæðurnar segir Greiningardeildin vera þær að raunvaxtakostnaður hækki ekki mikið og að atvinnuástand verði áfram gott. Innlent 23.10.2005 17:50
Kyrkislanga í klósettinu Þriggja metra löng kyrkislanga, sem Manchesterbúar gáfu nafnið Keith, er nú loks hætt að skríða milli klósetta í íbúðarblokk í borginni, en það hafði hún gert í þrjá mánuði, íbúunum til mikillar hrellingar. Erlent 23.10.2005 17:50
Ung stúlka finnst á lífi Sex ára stúlku var bjargað úr rústum húss í fjallaþorpi austur af Balakot í Pakistan í dag en níu dagar eru síðan jarðskjálfti af stærðinni 7,6 á Richter reið yfir norðurhluta landsins. Erlent 23.10.2005 17:50
Stíma inn í rússneska lögsögu Skipstjóri rússneska togarans "Elektron", sem lagði á flótta undan norskum varðskipum í Barentshafi með tvo norska veiðieftirlitsmenn innanborðs, sagðist í gær ekki ætla að nema staðar fyrr en hann væri kominn í rússneska landhelgi. Erlent 23.10.2005 17:50
Skoða reglur einkavæðingarnefndar Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að skoða verklagsreglur einkavæðingarnefndar og athuga hvort ástæða sé til að breyta þeim. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Innlent 23.10.2005 17:50
44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. Erlent 23.10.2005 17:50
Málið snýst um krónur og aura Krónur og aurar eru vandamálið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna. Hvað mega varnir landsins kosta og hvað telst til þeirra er lykilspurningin. Innlent 23.10.2005 17:50
Atvinnuleysi meðal innflytjenda Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001. Erlent 23.10.2005 17:34
Misráðin ályktun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ályktun Sjálfstæðisflokksins um að synjunarvald forsetans verði fellt úr gildi, sé misráðin og beri ekki vott um sáttatón. Flokkurinn sé hikandi við að ákveða hvað eigi að koma í staðinn. Innlent 23.10.2005 17:50
Rjúpnaskyttur á röngum stað Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu. Innlent 23.10.2005 17:34
Bótahækkanir gætu fallið niður Ef hætt verður við að afnema bensínstyrk til öryrkja getur það orðið til þess að hætta verður við hækkanir bóta til öryrkja sem lagðar eru til í fjárlagafrumvarpinu, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra við upphaf þingfundar. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hafði hvatt sér hljóðs um málið vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins Innlent 23.10.2005 17:34
Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. Erlent 23.10.2005 17:50
Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 23.10.2005 17:57
Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. Erlent 23.10.2005 17:50
Vilja flytja inn erfðaefni í kýr Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. Innlent 23.10.2005 17:50
Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. Erlent 23.10.2005 17:50
Víða vatnstjón á Höfn Talið er að hátt í 20 hús hafi orðið fyrir vatnstjóni á Höfn í Hornafirði um helgina eftir eina úrkomumestu helgi sem sögur fara af þar á slóðum. Enn er verið að meta skemmdir af völdum tjónsins. Innlent 23.10.2005 17:34
Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. Innlent 23.10.2005 17:50
Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn togveiðum á alþjóðlegum hafsvæðum barst liðsauki breskra vísindamanna í morgun þar sem þeir skora á bresk stjórnvöld að beita sér fyrir togveiðivanni á alþjóðlegum hafsvæðum. Innlent 23.10.2005 17:50
Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. Innlent 23.10.2005 17:50
Eitur í gámi Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum ásamt starfsmönnum Samskipa og áhöfn Akrafells, leiguskips félagsins, unnu í alla nótt að því að ná eiturefnum úr löskuðum gámi og koma í veg fyrir að þau bærust út í andrúmsloftið eða í jarðveg. Innlent 23.10.2005 17:34
Ný ríkisstjórn í Noregi Ríkisstjórn vinstri og miðflokka tók við völdum í Noregi í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár, sem norska stjórnin hefur meirihluta á þingi en í stjórninni eiga sæti 19 ráðherrar, 10 karlar og 9 konur. Erlent 23.10.2005 17:34
Slær varnagla við einkavæðingu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Innlent 23.10.2005 17:34
Lenín undir græna torfu? Héraðsstjóri Pétursborgar, sem er talinn náinn pólitískur samherji Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hvatti í gær opinberlega til þess að lík Vladimírs Lenín, sem enn stendur uppi í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, verði fjarlægt þaðan og grafið. Erlent 23.10.2005 17:50
Vilja að prinsinn fái feðraorlof Meirihluti Dana segist hlynntur því að Friðrik krónprins taki sér fæðingarorlof vegna fæðingar frumburðarins. Erlent 23.10.2005 17:34