Fréttir Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. Innlent 23.10.2005 17:50 Fá frí vegna baráttudags kvenna Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla. Innlent 23.10.2005 17:50 Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 23.10.2005 17:57 25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. Innlent 23.10.2005 17:50 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Innlent 23.10.2005 17:57 Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50 Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50 Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50 Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50 Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57 1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50 Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50 Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57 Flensa í evrópska hluta Rússlands Óttast er að fuglaflensa hafi borist til evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld í héraðinu Tula hafa fyrirskipað sóttkví. Erlent 23.10.2005 17:50 Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50 Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 17:50 Afhentu Stígamótum 1,5 milljónir Stígamót tóku á móti 1,5 milljóna króna styrk í dag, en féð safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Sombody to love“ til styrktar Stígamótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tónlist þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 17:50 Viðbúnaður vegna Wilmu víða Wilma kostaði tíu manns lífið á Haítí þar sem aurskriður urðu í kjölfar mikillar rigningar. Síðan hefur henni vaxið ásmegin og ef fer sem horfir verður hún af kröftugustu gerð fellibylja þegar hún skellur á Kúbu og Mexíkó. Hún er ný þegar öflugasti atlantshafsfellibylur sem mælst hefur. Vindhraðinn í henni var til að mynda ríflega sextíu og sex metrar á sekúndu í morgun. Erlent 23.10.2005 17:50 Byggingakrani féll við Landspítala Byggingarkrani féll á nýbyggingu við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum. Orsakir slyssins eru enn óljósar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík urðu engin slys á fólki þegar kraninn féll. Eftir á að athuga með hugsanlegar skemmdir á mannvirkjum. Innlent 23.10.2005 17:50 Engin einkavæðing strax <font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga. Innlent 23.10.2005 17:57 Sigursteinn nýr formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi samtakanna í kvöld. Hann fékk 44 atkvæði en Ragnar Gunnar Þórharllsson, formaður Sjálfsbjargar, fékk 22 atkvæði. Innlent 23.10.2005 17:50 Segir lyfsala vera með hótanir Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir lyfsala hóta að skrúfa fyrir afslátt á lyfjaverði í kjölfar fullyrðinga um að verðlækkanir komi sjúklingum ekki til góða. Innlent 23.10.2005 17:57 Innanlandsflugið fer hvergi Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni. Innlent 23.10.2005 17:50 Einn heima með látinni móður Lögregla í Edinborg -braust inn í íbúð í Leith um helgina og fann þar þriggja ára gamlan dreng illa á sig kominn. Í íbúðinni var einnig lík móður hans en talið er að hún hafi látist hálfum mánuði áður. Erlent 23.10.2005 17:57 Sigursteinn nýr formaður Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í gærkvöld. Sigursteinn segir fjölmörg og stór verkefni blasa við sér. Innlent 23.10.2005 17:50 Réttarhöldunum frestað Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hófust í morgun en var frestað fyrir stundu að beiðni lögfræðinga hans til 28. nóvember. Erlent 23.10.2005 17:50 Rice útilokar ekki langa hersetu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði í gær að útiloka að bandarískir hermenn kynnu að verða í heilan áratug enn í Írak né að hervaldi yrði beitt gegn Sýrlandi eða Íran. Erlent 23.10.2005 17:50 Ríkið sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í gær af 100.000 króna kröfu karlmanns sem stefndi því fyrir ólögmæta handtöku og haldlagningu á bifreið hans. Innlent 23.10.2005 17:50 Tala fórnarlamba hækkar enn Fórnarlömbum hamfaranna í Kasmír fjölgar með hverjum deginum sem líður. Nú er talið að 80 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum. Aðstæður eftirlifenda eru svo hrikalegar að tugþúsundir manna eru í hættu verði ekki gripið til róttækra björgunaraðgerða. Erlent 23.10.2005 17:50 Reifst og skammaðist við dómarann Í réttarhöldunum sem hófust í gær yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans kvaðst einræðisherrann fyrrverandi vera saklaus. Dómhaldi hefur verið frestað um nokkrar vikur. Erlent 23.10.2005 17:57 « ‹ ›
Stendur við ummælin Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir að hann standi við orð sín um Jón Ólafsson og bendir í því sambandi á umfjöllun Morgunpóstsins frá árinu 1995 þar sem Jón var bendlaður við fíkniefnamisferli. „Lykilsetningin í ummælum mínum um Jón Ólafsson er einmitt: Það hefur verið fullyrt,“ segir Hannes. Innlent 23.10.2005 17:50
Fá frí vegna baráttudags kvenna Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa starfsmönnum sínum frí frá klukkan 14.08 á mánudaginn kemur í tilefni af kvennafrídeginum, en þá eru liðin 30 ár frá því að tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni og kröfðust jafns réttar á við karla. Innlent 23.10.2005 17:50
Skoða ný lög um sölu ríkiseigna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Innlent 23.10.2005 17:57
25% eignarhlutur of hár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við <em>Morgunblaðið</em> að hún telji að 25 prósenta hámark á eignarhlut, eins eða tengdra aðila, í fjölmiðlum sé of hátt. Hún tekur þar með undir orð Geirs H. Haarde, formanns flokksins, sem lýsti þessari sömu skoðun um helgina en á sínum tíma náðist svonefnd þverpólitísk sátt um 25 prósenta markið. Innlent 23.10.2005 17:50
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Innlent 23.10.2005 17:57
Stendur ekki við orð sín Bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segja að lagafrumvarp sem væntanlegt sé um fjölmiðla, verði byggt á skýrslunni sem fjölmiðlanefndin lagði fram í vor. Þorgerður Katrín sagði síðan að ekki væri hægt að tryggja hver endanleg niðurstaða Alþingis verði. Innlent 23.10.2005 17:50
Borga 76 milljónum of mikið Stjórnendur Allra handa segja samninga Vegagerðarinnar við Kynnisferðir um rútuferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kosta ríkissjóð 76 milljónum króna meira en ef samið hefði verið við Allrahanda. Innlent 23.10.2005 17:50
Átaksverkefni Rauða krossins Rauði Kross Íslands stendur þessa vikuna fyrir átaksverkefni um neyðarsímann 1717 þar sem fólk með ýmis vandamál getur hringt og rætt mál sín. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólks sem er að koma út úr skápnum og á oft í erfiðleikum með að höndla þau mál persónulega og í samskiptum við foreldra, ættingja og vini. Innlent 23.10.2005 17:50
Tugir milljóna í uppkaup á húsum Bolungarvíkurkaupstaður gæti þurft að greiða tugir milljóna úr eigin vasa vegna uppkaupa á húsum sem standa á snjóflóðahættusvæði við Dísarland. Bætur Ofanflóðasjóðs til Bolungarvíkurkaupstaðar vegna uppkaupa á húsum á snjóflóðahættusvæði verða sem nemur markaðsvirði húsanna sem kaupstaðurinn keypti. Innlent 23.10.2005 17:50
Á rétt á tæpum 2 milljónum Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri. Innlent 23.10.2005 17:57
1,8% atvinnuleysi í landinu Tvö þúsund og níu hundruð manns voru að meðaltali án vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins, eða 1,8% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 1,2% hjá körlum en 2,4% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 3,5%. Innlent 23.10.2005 17:50
Forsetahjón heimsækja Hafnarfjörð Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar á föstudaginn kemur. Heimsóknin hefst klukkan níu að morgni föstudagsins þegar Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Garðaveg. Innlent 23.10.2005 17:50
Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor. Innlent 23.10.2005 17:57
Flensa í evrópska hluta Rússlands Óttast er að fuglaflensa hafi borist til evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld í héraðinu Tula hafa fyrirskipað sóttkví. Erlent 23.10.2005 17:50
Hlutabréf í FL Group lækkuðu um 5% Hlutabréf í FL Group lækkuðu um rösk fimm prósent í morgun. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sem meðal annars á Flugleiðir og Icelandair, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi, að því er netfréttaritið Travel People greinir frá í morgun. Viðskipti innlent 23.10.2005 17:50
Byggt verði á sögulegri sátt Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 17:50
Afhentu Stígamótum 1,5 milljónir Stígamót tóku á móti 1,5 milljóna króna styrk í dag, en féð safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Sombody to love“ til styrktar Stígamótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tónlist þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 17:50
Viðbúnaður vegna Wilmu víða Wilma kostaði tíu manns lífið á Haítí þar sem aurskriður urðu í kjölfar mikillar rigningar. Síðan hefur henni vaxið ásmegin og ef fer sem horfir verður hún af kröftugustu gerð fellibylja þegar hún skellur á Kúbu og Mexíkó. Hún er ný þegar öflugasti atlantshafsfellibylur sem mælst hefur. Vindhraðinn í henni var til að mynda ríflega sextíu og sex metrar á sekúndu í morgun. Erlent 23.10.2005 17:50
Byggingakrani féll við Landspítala Byggingarkrani féll á nýbyggingu við Landspítalann í Fossvogi á ellefta tímanum. Orsakir slyssins eru enn óljósar en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík urðu engin slys á fólki þegar kraninn féll. Eftir á að athuga með hugsanlegar skemmdir á mannvirkjum. Innlent 23.10.2005 17:50
Engin einkavæðing strax <font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga. Innlent 23.10.2005 17:57
Sigursteinn nýr formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, á aðalfundi samtakanna í kvöld. Hann fékk 44 atkvæði en Ragnar Gunnar Þórharllsson, formaður Sjálfsbjargar, fékk 22 atkvæði. Innlent 23.10.2005 17:50
Segir lyfsala vera með hótanir Formaður Lyfjagreiðslunefndar segir lyfsala hóta að skrúfa fyrir afslátt á lyfjaverði í kjölfar fullyrðinga um að verðlækkanir komi sjúklingum ekki til góða. Innlent 23.10.2005 17:57
Innanlandsflugið fer hvergi Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni. Innlent 23.10.2005 17:50
Einn heima með látinni móður Lögregla í Edinborg -braust inn í íbúð í Leith um helgina og fann þar þriggja ára gamlan dreng illa á sig kominn. Í íbúðinni var einnig lík móður hans en talið er að hún hafi látist hálfum mánuði áður. Erlent 23.10.2005 17:57
Sigursteinn nýr formaður Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í gærkvöld. Sigursteinn segir fjölmörg og stór verkefni blasa við sér. Innlent 23.10.2005 17:50
Réttarhöldunum frestað Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hófust í morgun en var frestað fyrir stundu að beiðni lögfræðinga hans til 28. nóvember. Erlent 23.10.2005 17:50
Rice útilokar ekki langa hersetu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði í gær að útiloka að bandarískir hermenn kynnu að verða í heilan áratug enn í Írak né að hervaldi yrði beitt gegn Sýrlandi eða Íran. Erlent 23.10.2005 17:50
Ríkið sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í gær af 100.000 króna kröfu karlmanns sem stefndi því fyrir ólögmæta handtöku og haldlagningu á bifreið hans. Innlent 23.10.2005 17:50
Tala fórnarlamba hækkar enn Fórnarlömbum hamfaranna í Kasmír fjölgar með hverjum deginum sem líður. Nú er talið að 80 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum. Aðstæður eftirlifenda eru svo hrikalegar að tugþúsundir manna eru í hættu verði ekki gripið til róttækra björgunaraðgerða. Erlent 23.10.2005 17:50
Reifst og skammaðist við dómarann Í réttarhöldunum sem hófust í gær yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans kvaðst einræðisherrann fyrrverandi vera saklaus. Dómhaldi hefur verið frestað um nokkrar vikur. Erlent 23.10.2005 17:57