Fréttir

Fréttamynd

Ungabörn auglýst til sölu á Netinu

Lögreglan í Sjanghæ í Kína rannsakar nú mál þar sem ungabörn voru auglýst til sölu á Netinu. Auglýsingin birtist síðastliðinn sunnudag á vefsíðu sem er í eigu uppboðsvefjarins E-Bay. Að sögn lögreglu höfðu um fimmtíu manns skoðað auglýsinguna þegar málið komst upp en enginn reynt að ganga frá kaupum.

Erlent
Fréttamynd

Forðast óþarfa hræðsluáróður

Ríkisstjórnir og fjölmiðlar verða að vara sig á spám um yfirvofandi fuglaflensufaraldur því alls er enn óvíst hvort að faraldur brjótist út. Þetta segja alþjóðlegu ferðamálasamtökin sem óttast mikinn samdrátt á næstunni. 

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur Þ. með forystuna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur forystu í kapphlaupinu um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni í vor ef marka má skoðanakönnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.

Innlent
Fréttamynd

Vindurinn úr Wilmu

Nokkuð hefur dregið úr vindhraða fellibylsins Wilmu. Engu að síður hafa þúsundir yfirgefið heimili sín í Flórída og í ríkjum Mið-Ameríku.

Erlent
Fréttamynd

Skólastefnu og kvenfrelsi ber hæst

Endurskoðun stjórnmálaályktunar þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð er skilgreind sem flokkur kvenfrelsis og viðamikil menntastefna eru meðal þess sem ber hæst á flokksþingi Vinstri-grænna sem hefst í dag að mati, Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Abbas og Bush funda

Leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, kom til Washington í gær til að eiga fund með George Bush Bandaríkjaforseta en í enn eitt skiptið á að reyna að finna leiðir svo friður geti orðið á milli Ísraels og Palestínu. Abbas vill að Bush pressi á Ísraela til að hörfa frá öllum landnemasvæðum og að Palestínumenn fái að halda frjálsar kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Kjarasamningar í uppnámi

Kjarasamningar eru í uppnámi, skattur á tekjum undir 175 þúsund krónum á að verða 14,75 prósent, og ef til vill stendur lítið íslenskt myntsvæði og óstöðugt efnahagslíf vaxtalækkunum fyrir þrifum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ályktanadrögum ársfundar Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Allrahanda uppfylltu ekki skilyrði

Aðstoðarvegamálastjóri segir fyrirtækið Iceland Excursions Allrahanda ekki hafa uppfyllt skilmála útboðs um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það sé ástæða þess að samið var við fyrirtæki sem átti tilboð sem var tugum milljóna króna óhagstæðara en tilboð Allrahanda.

Innlent
Fréttamynd

Þróa bóluefni gegn flensuveirum

Danskir vísindamenn segjast hafa fundið fljótvirka aðferð til að þróa bóluefni gegn flensuveirum hvers konar. Þeir vonast til að hægt verði að nota þessa aðferð til að þróa bóluefni gegn fuglaflensunni áður en kemur til faraldurs. Þetta kemur fram í grein í <em>Berlingske Tidende</em>.

Erlent
Fréttamynd

Fræðsla um kynferðisofbeldi

Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að fela menntasviði borgarinnar að efna til umræðu við fagfólk ogt foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Innlent
Fréttamynd

Drógu gula ýsu

„Menn rak bara í rogastans enda aldrei séð svona lagað áður," segir Ingvar Pétursson, skipstjóri á trillunni Hlökkur frá Hólmavík, en áhöfnin dró einn gulan á dögunum. Það er varla í frásögu færandi að draga þann gula en þá er venjulega átt við þorsk. Menn þurfa þó að endurskoða þá málvenju því sá guli að þessu sinni var ýsa.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ár fyrir kynferðisbrot

37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002.

Innlent
Fréttamynd

Grunuðum hryðjuverkmönnum sleppt

Fjórir menn frá Norður-Afríku sem bíða þess að vera vísað frá Bretlandi vegna gruns um aðild að hryðjuverkum verða leystir úr haldi lögreglu gegn tryggingu. Sérstakur dómstóll sem fjallaði um mál mannanna ákvað þetta í dag en neitaði fimm um lausn og máli eins var frestað.

Erlent
Fréttamynd

Sýknað af bótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Flugleiðir í dag af átta og hálfrar milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins, sem slasaðist við vinnu á Keflavíkurflugvelli 1. desember 1999.

Innlent
Fréttamynd

Lífið í vinnunni hjá ASÍ

Á ársfundi ASÍ, sem lýkur í dag, er lagt til að hrint verði af stað átaki til að efla umfjöllun um lífið í vinnunni og vinnuverndarstarf í fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Verða að berjast gegn hryðjuverkum

Palestínska heimastjórnin verður að fordæma hryðjuverk og berjast gegn þeim ef friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs á að ganga upp. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti eftir fund með Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, í Washington rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Stálu sextán gróðurhúsalömpum

Þjófar brutust inn í gróðrastöð í Hveragerði í nótt og höfðu talsverð verðmæti á brott með sér auk þess að valda nokkrum skemmdum. Þeir stálu meðal annars sextán gróðurhúsalömpum, sem vinsælir eru til kannabisræktar, og tölvubúnaði. Þjófarnir voru horfnir af vettvangi þegar innbrotsins varð vart og er þeirra nú leitað.

Innlent
Fréttamynd

David keppir við David

Tveir menn með sama fornafn berjast um leiðtogaembættið hjá breska Íhaldsflokknum. David Cameron og David Davis fengu flest atkvæði í kjöri þingmanna flokksins um hverjir skyldu fá að vera í framboði þegar 300 þúsund félagar í Íhaldsflokknum velja sér leiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Allrahanda kærir Vegagerðina

Rútufyrirtækið Allrahanda hefur kært Vegagerðina þar sem ekki var samið við fyrirtækið um sérleyfisakstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Allrahanda bauð hæsta greiðslu fyrir sérleyfið en Kynnisferðir, sem samið var við, fá greitt með akstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi betri horfur

Lyf, sem notað er í baráttunni við brjóstakrabbamein eykur batahorfur um helming ef það er gefið strax í upphafi meðferðar. Fögnuðurinn í læknastéttinni er slíkur að helsti sérfræðingurinn á Íslandi á þessu sviði man ekki eftir öðru eins.

Innlent
Fréttamynd

Dánartalan gæti tvöfaldast

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir dánartölu vegna jarðskjálftanna í Pakistan og Indlandi tvöfaldast á næstunni, verði hjálp til fórnarlamba hamfaranna ekki aukin. Nú þegar hafa 80 þúsund látist.

Erlent
Fréttamynd

Kosið milli Camerons og Davis

Keppinautum um flokksleiðtogastólinn í breska Íhaldsflokknum fækkaði í gær niður í tvo. Á næstu sex vikum skera almennir flokksmenn úr um hvor þeirra skuli leiða flokkinn í næstu þingkosningum.

Erlent
Fréttamynd

Lýsisneysla mæðra hjálpar börnum

Lýsisneysla móður í upphafi meðgöngu getur haft jákvæð áhrif á heilsufar barnsins á lífsleiðinni. Þær konur sem taka lýsi fæða stærri börn. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Lýðheilsustöðvar, Háskóla Íslands og Mæðraverndar.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjónin í Hafnarfjörð

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú fara í opinbera heimsókn til Hafnarfjarðar í dag. Heimsókninni lýkur klukkan átta í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Davíð byrjaður í Seðlabankanum

Davíð Oddsson hóf störf sem seðlabankastjóri í dag. Honum var vel tekið af öðrum stjórnendum bankans en helsti fjandvinur hans úr pólitíkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, notaði daginn til að hætta í bankaráði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið tekið fyrir í dag

Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar afhenda ráðherra ályktun

Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að taka beri upp skólagjöld við opinbera háskóla. Stúdentar ætla að afhenda menntamálaráðherra og formanni menntamálanefndar Alþingis ályktun þessa efnis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fleygði börnunum sínum í sjóinn

Bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt öll þrjú börnin sín. Lashaun Harris, 23 ára gömul kona búsett í Oakland, játaði sök skömmu eftir að hún var handtekin. Lögreglan hefur upplýst að konan hafi sagst hafa fleygt börnunum fram af bryggjunni eftir að raddir í höfði hennar höfðu sagt henni að gera það.

Erlent
Fréttamynd

Heitur vetur framundan

„Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Palestínumenn styðja Saddam

Tugir Palestínumanna tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, í Gaza-borg í gærdag. Mótmælendurnir segja Hussein fórnarlamb Bandaríkjamanna og að hann sé einn fárra valdamanna í heiminum sem hefur staðið þétt við bakið á Palestínu í stríðinu gegn Ísrael.

Erlent