Fréttir

Fréttamynd

Leyniskyttumorðinginn fundinn sekur um 6 morð til viðbótar

Hinn fjörutíu og fimm ára gamli John Allen Muhammad var í gær fundinn sekur um að hafa skotið til bana sex manns eftir réttarhöld þar sem hann sá sjálfur um málsvörn sína. Alls féllu tíu manns og þrír særðust þegar Muhammad skaut fólk til bana af handahófi úr launsátri í Viginíuríki og í Maryland í Washington árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Kosningabaráttan kostaði vart undir 200 milljónum

Kosningabarátta framboðanna fimm í Reykjavík hefur vart kostað undir tvö hundruð milljónum króna, að mati Viðskiptablaðsins. Þó brast ekki á auglýsingaflóð í taugatitringi síðustu dagana, eins og stundum hefur gerst.

Innlent
Fréttamynd

Bætist við heraflann í Austur-Tímor

Hermenn frá Nýja-Sjálandi komu til Austur-Tímor í morgun til að reyna að stemma stigu við þeim átökum sem verið hafa í landinu undanfarið og hafa kostað tuttugu og sjö manns lífið.

Erlent
Fréttamynd

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.

Innlent
Fréttamynd

46 drepnir í Írak í gær

Að minnsta kosti 25 manns féllu og um sjötíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í grennd við vinsælan grænmetismarkað í norðurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gærkvöld. Alls féllu því 46 manns í landinu í sprengjuárásum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fæturnir hafa stækkað á göngunni

Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur sem þræðir nú strandvegi landsins til þess að afla fé fyrir Krabbameinsfélagið kom í Eyjafjörð í gær. Hann segir gönguna hafa gengið vel hingað til en að fæturnir á sér hafi stækkað á síðustu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok.

Innlent
Fréttamynd

Umræðu um RÚV ólokið

Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

20 % strikuðu nafn Eyþórs út

Tuttugu prósent kjósenda í Árborg sem kusu Sjálfstæðisflokkinn strikuðu yfir nafn Eyþórs Arnalds á laugardag en flokkurinn fékk 1689 atkvæði í kosningunum. Það þýðir að 340 kjósendur strikuðu yfir nafn hans. Eyþór hafði sjálfur hvatt kjósendur til þess að strika yfir nafn hans fremur en að kjósa annan flokk. Til þess að yfirstrikanir hafi áhrif á niðurröðun manna á framboðslista þurfa fimmtíu og eitt prósent kjósenda hans að strika yfir einn og sama frambjóðandan.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert að gerast í varnarviðræðum

Brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi gengur mun hraðar en íslensk stjórnvöld hefðu getað gert sér grein fyrir. Forsætisráðherra segir ekkert nýtt að gerast í varnarviðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu verjenda í Baugsmálinu

Fallist var á kröfu verjenda í Baugsmálinu þess efnis að fá að spyrja matsmenn sérstaks saksóknara um tölvupóst sem sönnunargögn. Að sögn Jakobs R. Möllers, verjanda Tryggva Jónssonar, hefur niðurstaða dómsins mikla þýðingu fyrir vörn ákærðu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðirmenn og Framsókn funda í Árborg

Slitnað hefur upp úr viðræðum vinstri flokkanna í Árborg um myndun meirihluta í bæjarfélaginu. Sjálfstæðismenn hafa þegar hafið viðræður við Framsóknarmenn um meirihlutasamstarf. Upp úr viðræðunum slitnaði þegar ekki náðist samkomulag um málefni skólans á Eyrabakka og Stokkseyri en Samfylking og Framsókn vildu áfram haldandi uppbyggingu hans á meðan Vinstri grænir höfðu aðrar hugmyndir.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar haldinn til Litháen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt til Litháen í morgun. Þar í landi ætlar hann meðal annars að taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Þegar hafa um það bil tuttugu borgir í Evrópu staðfest þátttöku í verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Þrír menn slasaðir

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir þrekaðir og einn fótbrotinn

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn. Þeir eru þrekaðir eftir að hafa lent í snjóflóðinu og talið nauðsynlegt að sækja þá hið fyrsta.

Innlent
Fréttamynd

Fimm menn lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið á staðinn en samkvæmt fyrstu fregnum sem lögreglan á Höfn hefur um málið eru þrír slasaðir, en þó ekki alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherraskipti í Bandaríkjunum

Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Símaskráin í sérstakri hátíðarútgáfu

Ný símaskrá er komin út og það í hundraðasta sinn en símaskráin var fyrst gefin út árið 1906. Að því tilefni hefur verið gefin út sérstök afmælisútgáfa en í henni er að finna fyrstu símanúmeraskránna sem gefin var út á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu

Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ESB braut lög

Evrópusambandið braut lög þegar það ákvað að leyfa evrópskum flugfélögum að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins sem segir persónuvernd evrópskra farþega ekki tryggða nægilega vel í Bandaríkjunum. Dómstóllinn gefur fjögurra mánaða frest til að endurskoða samning um upplýsingagjöfina.

Erlent
Fréttamynd

Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki samið um neitt fyrir kosningarnar

Forystumenn stjórnarflokkanna segja ekkert hæft í samsæriskenningum um að búið hafi verið að semja um stuðning Sjálfstæðismanna við frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, áður en flokkarnir mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir ekki hafa verið samið neitt um myndun nýs meirihluta milli flokkanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þeir eu báðir hæstánægðir með nýja meirihlutann.

Innlent
Fréttamynd

Lítil von um að nokkur finnist á lífi

Björgunarmenn segja litla sem enga von á að nokkur finnist á lífi í rústum húsa á indónesísku eyjunni Jövu en öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á laugardaginn. Rúmlega fimm þúsund og fjögur hundruð manns fórust í hamförunum en skjálftinn mældist 6,3 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

200 fangar í Abu Ghraib látnir lausir

Bandaríkjaher hefur látið um það bil tvö hundruð írakska fanga lausa úr Abu Ghraib fangelsinu þar í landi. Þetta var gert þegar staðfest var að fangarnir hefðu ekki átt þátt í aðgerðum andspyrnumanna gegn hersveitum í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi?

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Bændur óhressir með tryggingar

Bændur eru óhressir með svonefndar rekstrarstöðvunartryggingar, sem Sjóvá býður þeim upp á, án þess að eftir því hafi verið leitað. Sérstaklega telja bændur það til vansa að Sjóvá skuli senda greiðsluseðla án útskýringa og í mörgum tilvikum beint til greiðsluþjónustu viðskiptabanka bændanna.

Innlent