Erlent

Leyniskyttumorðinginn fundinn sekur um 6 morð til viðbótar

Hinn fjörutíu og fimm ára gamli John Allen Muhammad var í gær fundinn sekur um að hafa skotið til bana sex manns eftir réttarhöld þar sem hann sá sjálfur um málsvörn sína. Alls féllu tíu manns og þrír særðust þegar Muhammad skaut fólk til bana af handahófi úr launsátri í Viginíuríki og í Maryland í Washington árið 2002. Þegar er búið að dæma Muhammad til dauða í Virginíuríki fyrir önnur morð í því ríki. Það tók kviðdóminn um fjórar klukkustundir að sakfella hann eftir nokkurra mánaða réttarhöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×