Erlent

46 drepnir í Írak í gær

Lögreglumaður rannsakar vettvang sjálfsmorðsárásar í Hilla í gær sem  kostaði 12 lífið.
Lögreglumaður rannsakar vettvang sjálfsmorðsárásar í Hilla í gær sem kostaði 12 lífið. MYND/AP

Að minnsta kosti 25 manns féllu og um sjötíu eru særðir eftir að sprengja sprakk í grennd við vinsælan grænmetismarkað í norðurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gærkvöld. Alls féllu því 46 manns í landinu í sprengjuárásum í gær. Tólf féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Hilla og níu féllu í sprengjutilræði í bakaríi í austurhluta Bagdad. Þá særðist á annað hundrað manns í tilræðunum þremur. Forsætisráðherra landsins sagðist í gær reiðubúinn að beita hörku til að stöðva hópa glæpa- og hryðjuverkamanna í borginni. Hvernig hann ætlar að fara að, á þó enn eftir að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×