Fréttir

Fréttamynd

Grunur um fleiri fjöldamorð

Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið.

Erlent
Fréttamynd

Fíknefni fundust í fjórum bílum

Lögreglan í Reykjavík fann fíkniefni í fjórum bílum, sem stöðvaðir voru vegna eftirlits í nótt. Lögreglumenn nutu aðstoðar fíkniefnahunds við leit í bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Albert prins gengst við 14 ára dóttur

Albert, prins af Mónakó, á 14 ára gamla dóttur sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lögmaður hans staðfesti þetta í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tíu fórust þegar sprenging varð í kolanámu

Að minnsta kosti níu námuverkamenn biðu bana þegar sprenging varð í kolanámu í Tyrklandi í gær. Fjölmargir til viðbótar eru lokaðir inni í námunni en óvíst er hversu margir námuverkamenn það eru, og hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda varð sprenging þegar meþangas lak í námunni, um 150 metra undir yfirborði jarðar, en náman er í þorpinu Odakoy í vesturhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Sérstakt eftirlit með aftanívögnum

Lögreglumenn á Suðvesturlandi ætla að hafa sérstakt eftirlit með hvers kyns aftanívögnum nú um hvítasunnuhelgina, en ákveðnar reglur gilda um vagnana og bílana, sem draga þá. Þetta nær til hjólhýsa, tjaldvagna, hestaflutningavagna, flutningakerra sem notaðar eru til aðdráttar í sumarbústaðina, og bátavagna. Eigendur slíkra tækja geta leitað upplýsinga um reglur á heimasíðu Umferðarstofu, svo rétt verði staðilð að málum.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður mótorhjóls dæmur fyrir landspjöll

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt ökumann mótorhjóls til að borga 25.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur í Helgafellssveit í fyrrasumar, þar sem hann olli landspjöllum. Nú er sá árstími sem gróðurþekja er hvað viðkvæmust þar sem frost er að far úr jörðu og víða er mikill raki. Vegagerðin minnir ökumenn á að leggja ekki í ferðir á vafasömum vegslóðum, því oftar en ekki enda slíkar slark ferðir með utanvegaakstri.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn til bana við landamæri Ísraels og Egyptalands í morgun. Að sögn talsmanna Ísraelshers voru mennirnir í egypskum hershöfðingjabúningum en ekki þykir víst að þeir hafi í raun verið hershöfðingjar. Þriðji maðurinn sem var með í för flúði aftur yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Eldvirkni hefur þrefaldast í Merapi eldfjallinu

Íbúar við rætur eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu framkvæmdum reyndu í nótt að friða guði fjallsins með helgiathöfn sem ekki hefur farið fram í áratug. Glóandi hraun hefur flætt úr fjallinu síðustu daga og hefur eldvirkni í Merapi þrefaldast síðan mikill jarðskjálfti reið yfir eyjuna fyrir tæpri viku og varð rúmlega sex þúsund manns að bana.

Erlent
Fréttamynd

Enginn lax veiddist í Norðurá í gær

Engin lax veiddist í Norðurá í gær, þegar veiðitímabílið hófst þar og stjórnarmenn í Stangveiðifélagi Reykjavíkur reyndu þar fyrir sér. Menn eru þó síður en svo svartsýnir á framhaldið, enda var áin óvenju vatnsmikil, köld og gruggug í gær. Veiðin fer nú að hefjast í einni ánni af annarri og þrátt fyrir að veiðileyfin hafi sumstaðar verið hækkuð nokkuð á milli ára, mun nú þegar vera orðið erfitt að fá veiðileyfi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

44,4 milljóna króna sekt fyrir skattsvik

Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tuttugu og tveggja komma tveggja milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við konu í samkvæmi á meðan hún gat ekki spyrnt á móti sökum ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Segir laun ungra lækna hafa hækkað langmest

Læknanemar á fjórða og fimmta ári mættu ekki til vinnu sinnar á Landspítalanum í dag til þess að mótmæla því sem þeir kalla kjaraskerðingu af hálfu stjórnenda spítalans. Lækningaforstjórinn segir hins vegar að laun ungra lækna hafi hækkað langmest í nýgerðum kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkisstjórnina þurfa bregðast við

Jón Gunnarsson, alþingismaður, vill að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því að Bandaríkjaher fari ekki með heilsufarsupplýsingar starfsmanna varnarliðsins úr landi. Það sé réttur þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið og hafa notið læknisaðstoðar hersins.

Innlent
Fréttamynd

Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ

Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Hættir að vera öryrki í augum hins opinbera

Öryrkjar fá allt að fjórðungskauplækkun í afmælisgjöf þegar þeir ná eftirlaunaaldri. Á sextíu og sjö ára afmælisdaginn hættir öryrkinn að vera öryrki í augum hins opinbera og má þá sætta sig við tugþúsunda kauplækkun.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð Írana varfærin

Íranar eru reiðubúnir til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en segja þó að ekki komi til greina að hætta auðgun úrans. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum veraldar sátu á rökstólum í dag og skeggræddu horfurnar.

Erlent
Fréttamynd

Lagðir inn vegna tölvuleikjanotkunar

Dæmi eru um að ungir drengir séu lagðir inn á geðdeild vegna gegndarlausrar tölvuleikjanotkunar. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir mikla tölvuleikjanotkun algenga hjá unglingum sem koma í meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður í Mosfellsbæ í óvissu

Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður.

Innlent
Fréttamynd

Réttindabót samkynhneigðra

Guðrún Ögmundsdóttir segir lög um réttarstöðu samkynhneigðra, sem að öllum líkindum verða samþykkt eftir helgi, vera réttarbót sem líkja má við þegar konur fengu sín grundvallarmannréttindi. Með lögunum er verið að eyða öllum ójöfnuði í lögum er varða samkynhneigða. Enn vantar þó að heimila trúfélögum að gefa saman samkynhneigða. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, lagði fram breytingartillögu þessa efnis en dró hana til baka í gær.

Innlent
Fréttamynd

Átján mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjóna

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Maðurinn lagði til lögregluþjónanna með hnífi eftir að lögreglan hafði afskipti af honum á heimili hans. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir hótanir og eignarspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfestir sýknudóm á 365 prentmiðla

Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Jónínu Benediktsdóttur á hendur 365 prentmiðlum og Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins, vegna tölvupósta í tengslum við upphaf Baugsmálsins.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðum J- og D-lista á Dalvík slitið

Sjálfstæðismenn hafa slitið meirihlutaviðræðum við J-lista óháðra í Dalvíkurbyggð eftir skamman tíma. Þær hófust á þriðjudag eftir að viðræður sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og vinstri - grænna um meirihlutasamstarf fóru út um þúfur.

Innlent
Fréttamynd

Ein milljón til neyðaraðstoðar á Jövu

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sent eina milljón króna til neyðaraðstoðar á Jövu. Nú er ljóst að rúmlega sex þúsund og tvö hundruð manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fresta uppbyggingu hátæknisjúkrahús

Samtök atvinnulífsins vilja að uppbyggingu hátæknisjúkrahús Landspítala-háskólasjúkrahús verði frestað. Þau vilja að þess í stað einbeiti heilbrigðisyfirvöld sér að því að bæta þjónustu á sviðum eins og í öldrunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Heinz segir upp starfsfólki

Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum

Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einn látinn og sjö saknað eftir skipaárekstur á Eyjahafi

Vöruflutningaskip frá Tyrklandi og grískt olíuflutningaskip rákust saman á Eyjahafi, skammt frá grísku eyjunni Hydra, upp úr hádegi í dag með þeim afleiðingum að vöruflutningaskipið sökk. Þrettán voru í áhöfn þess; eitt lík fannst fljótlega eftir að skipið sökk, sjö mönnum hefur þegar verið bjargað en fimm úr áhöfninni er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Íraks ætlar að höggva á hnútinn

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ætlar að útnefna menn í embætti innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins þegar þing kemur saman til fundar á sunnudaginn. Illa hefur gengið að skipa í embættin í þjóðstjórn landsins þar sem sjíar, súnníar og kúrdar hafa deilt um ráðherrastólana.

Erlent