Heinz segir upp starfsfólki 1. júní 2006 15:10 Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hagnaður fyrirtækisins nam 167,9 milljónum dala á síðasta ársfjórðungi 2005, sem er 19 prósenta samdráttur á milli ára. Heinz hefur verið undir miklum þrýstingi frá virkum hluthafa í fyrirtækinu að hækka arðgreiðslur til hluthafa. Hefur stjórn fyrirtækisins fram til þessa neitað að verða við tillögum hans um að grípa til aðgerða til að skera niður kostnað. Sömuleiðis mun fyrirtækið skera niður hlunnindi og tilboð til smásöluverslana. Auk þessa er stjórn fyrirtækisins sagt íhuga að loka a.m.k. fimm verksmiðjum sínum á sama tímabili með það fyrir augum að hagræða enn frekar í rekstri. Gengi bréfa í Heinz hækkaði um 3,1 prósent á mörkuðum í New York í dag í kjölfar tilkynningarinnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hagnaður fyrirtækisins nam 167,9 milljónum dala á síðasta ársfjórðungi 2005, sem er 19 prósenta samdráttur á milli ára. Heinz hefur verið undir miklum þrýstingi frá virkum hluthafa í fyrirtækinu að hækka arðgreiðslur til hluthafa. Hefur stjórn fyrirtækisins fram til þessa neitað að verða við tillögum hans um að grípa til aðgerða til að skera niður kostnað. Sömuleiðis mun fyrirtækið skera niður hlunnindi og tilboð til smásöluverslana. Auk þessa er stjórn fyrirtækisins sagt íhuga að loka a.m.k. fimm verksmiðjum sínum á sama tímabili með það fyrir augum að hagræða enn frekar í rekstri. Gengi bréfa í Heinz hækkaði um 3,1 prósent á mörkuðum í New York í dag í kjölfar tilkynningarinnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent