Fréttir

Fréttamynd

Valgerður sátt við málalok

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist sátt við að rannsókn lögreglu á meintri morðhótun í hennar garð sé lokið. Fjórir umhverfisverndunarsinnar báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina sem á stóð: Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Airbus hækkar verðið

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forsetinn afhjúpar listaverk

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, afhjúpa listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur í Húll í Bretlandi til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir innherjasvik

Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þjófur náðist á flótta

Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann, eftir snarpa en stutta eftirför undir morgun, sem grunaður er um aðild að nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Andvirði þýfisins nemur mörg hundruð þúsundum króna.

Innlent
Fréttamynd

Leita að lækningu við æðakölkun

Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í gæsluvarðhald

Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun á útivistarsvæðum í Reykjavík

Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa nokkur afskipti af óreglumönnum í miðbænum sökum ölvunar seinnipartinn í dag. Þetta fylgir sumrinu og hitanum, segir lögreglan, og mun hún hafa aukið eftirlit með útivistarsvæðum í sumar, eins og vanalegt er.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð friðargæslunnar á Sri Lanka rædd í Ósló

Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt.

Erlent
Fréttamynd

Starfsfólk IGS gengur á dyr verður það krafið um bætur

Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli munu hætta störfum umsvifalaust ef bótakrafa verður gerð á hendur þeim vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar þeirra næstkomandi sunnudag. Það eina sem gæti komið í veg fyrir aðgerðir væri að stjórnendur ræddu við starfsfólk um kjör þeirra. Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, eða IGS ground services, ákvað á hitafundi fyrr í vikunni að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir milli klukkan fimm og átta næstkomandi sunnudagsmorgun, á háannatíma. Ætla má að vinnustöðvunin muni raska ferðum allt að tvö þúsund farþega Icelandair og Iceland express. Í gær sendu svo Samtök atvinnulífsins bréf til verkalýðsfélaga starfsmanna til að vekja athygli á að samningur sé í gildi og því ríki friðarskylda. Ef af aðgerðum yrði gætu félögin og starfsmenn orðið bótaskyldi vegna þess tjóns sem aðgerðir þeirra valdi. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, annars verkalýðsfélaga starfsmanna, sagði í fréttum NFS í gær að félagið hefði hvatt starfsmenn til að hætta við boðaðar aðgerðir. Hann sagði bréf Samtaka atvinnulífsins lítið annað en hótun. Jóhanna Halldórsdóttir, starfsmaður hjá Flugþjónustunni, segir að fréttir af bréfinu hafi vissulega skotið starfsfólki skelk í bringu en innihald þess hafi stappað í það stálinu. Það sé því ljóst að af aðgerum verði á sunnudagsmorguninn. Jóhanna segir að starfsfólk ætli að ganga út ef það verður krafið um bætur verði af aðgerðunum. Hún segir að það sem geti komið í veg fyrir aðgerðir starfsfólks sé að stjórnendur IGS settust niður með starfsfólki sínu og ræddu við það um kaup og kjör. Reynt hefði verið að ná eyrum þeirra en án árangurs. Trúnaðarmenn hefðu rætt við þá í tvo mánuði en ekkert komið út úr því.

Innlent
Fréttamynd

Kona dæmd fyrir að hafa slegið aðra konu

Kona var dæmd í Héraðdómi Austurlands fyrir að hafa slegið aðra konu hnegahögg í andlitið á skemmtistað á Neskaupsstað í febrúar á þessu ári. Ákvörður refsingarinnar er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Hún játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi en konan hefur frá upphafi gengist við broti sínu og sýnt iðrun. Bótakröfu brotaþola var vísað frá dómi en konunni er gert að greiða allan sakarkostnað, tæpar 100 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Friðarsamkomulag í Sómalíu

Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Kjarasamningar eru tryggðir

Ríkisstjórnin hækkar skattleysismörk, barna- og vaxtabætur en dregur úr boðuðum skattalækkunum. ASÍ og SA sömdu auk þessa um hækkun grunnlauna og taxta. Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir nýjan kjarasamning núna rétt áðan en hann gildir til ársloka 2007.

Innlent
Fréttamynd

Stefnubreyting liggur í loftinu

Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Erlent
Fréttamynd

Samningar í höfn - skattleysismörk í 90 þúsund

Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins eru nú að undirrita samninga sem tryggja að ekki kemur til átaka á vinnumarkaði um næstu áramót. Forsenda samninganna var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem gefin var aðilum vinnumarkaðins á sjöunda tímanum. Þar bar helst að skattleysismörk eru hækkuð í 90 þúsund og upphæðin verður verðtryggð frá næstu áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Engin formleg aðkoma

Dómsmálaráðuneytið kom ekki nærri bréfi sem sent var til bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna Baugsmálsins. Þetta segir ráðuneytisstjóri, sem segir ráðuneytið hafa orðið að stimpla bréfið frá ríkislögreglustjóra svo að það kæmist á leiðarenda.

Innlent
Fréttamynd

Illur hugur

Jón Ásgeir Jóhannesson er sannfærður um að illur hugur búi að baki nýrri skattrannsókn á hendur honum. Meint skattalagabrot hans nema sextíu og sex milljónum króna. Jón Ásgeir segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann mæti í boðaða yfirheyrslu til ríkislögreglustjóra eftir viku.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið

Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

ÍE hefur prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun

Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum, en markmið þeirra er að kanna öryggi lyfsins, þol meðal sjúklinga og áhrif mismunandi skammtastærða.

Innlent
Fréttamynd

Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun

Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss.

Erlent
Fréttamynd

Ákæra birt skipstjóra og stýrimanni færeyska togarans

Héraðsdómur Austurlands birti skipstjóri og stýrimaður á færeyska togaranum Sancy ákæru laust eftir klukkan þrjú í dag og standa ný yfir yfirheyrslur á mönnunum fyrir dómi. Mennirnir eru meðal annars ákærðir fyrir fiskveiðibrot og verður gerð krafa um veiðarfæri og þess afla sem sýnt þykir að sé veiddur innan íslenskrar lögsögu.

Innlent
Fréttamynd

Menntaráði skipt í tvennt

Á fundi menntaráðs í morgun báru fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndaflokksins upp tilllögu gegn skiptingu menntaráðs í tvö aðskilin ráð.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að smygla fölsuðum iPod

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækt nokkurt magn falsaðra iPod spilara. Sendingin var á leið frá Kína til verslunnar einnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fundi forystumanna ASÍ og forsætisráðherra seinkað

Fundi forystumanna Alþýðusambandsins með Geir H Haarde forsætisráðherra og nokkrum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, hefur verið frestað til klukkan sex. Ráðgert hafði verið að fundurinn yrði klukkan hálf fjögur. Að öllum líkindum hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þurft lengri tíma til að meta tilboð ríkisstjórnarinnar, en óformlegir fundir og samtöl hafa átt sér stað milli aðila fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Átta sjórængingjaskip staðin að verki

Sjö sjóræningjaskip sáust í eftirlitsflugi Synar, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir úthafskarfamiðunm á Reykjaneshrygg í gær. Áttunda sjóræningjaskipið Ulla frá Georgíu lá bundið utan í frystiskipinu Polestar frá Panama en verið var að lesta á milli skipanna. Polestar er komið á svarta lista Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins vegna þjónustu sinnar við sjóræningjaskip. Grunur leikur á að ýmsu fleiru en afla sé umskipað í Polestar en frystiskipið var fyrst staðið að verki í eftirlitsferð Landhelgisgæslunnar 9. júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn dvalarheimilisins Höfða braut ekki jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp þann úrskurð að stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hafi ekki brotið jafnréttislög með ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra heimilisins á síðasta ári.

Innlent