Fréttir Grunur leikur á um gabb Rannsók lögreglunnar i Fjarðabyggð á neyðarkalli frá kajakræðara í gær hefur engan árangur borið. Það barst klukkan ellefu í gærmorgun og sagðist ræðarinn vera staddur í blind þoku út af Seyðisfirði. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru kallaði rút og öll skip Slysavaranfélagsins Landsbjargar hófu leit, en án árangurs og var leitinni hætt undir kvöld. Búið er að hafa tal af ísraelskri konu, sem var á kajak á þessum slóðum í gær, en hún þver tekur fyrir að hafa kallað á hjálp og leikur grunur á að um gabb hafi verið að ræða. Rannsókn verður haldið áfram , en þung viðurlög geta legið við því að að kalla út björgunarlið án tilefnis.- Innlent 3.7.2006 08:48 Tækifærum fjölgar Svonefndur ISEC markaður verður opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Jafnframt fjölgar fjárfestingartækifærum á íslenska markaðnum þar sem reiknað er með að smá og meðal stór fyrirtæki verði skráð þar innan tíðar. Fyrsta fyrirtækið til að skrá sig inn á þennan nýja markað er Hampiðjan, sem metin er á liðlega fjóra milljarða króna, en í tilkynningu frá kauphöllinni segir að all mörg fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að skrá sig þar. Lagaramminn er nokkuð rýmri en á aðallistanum og ekki eru gerðar kröfur til stærðar, dreifingu hlutafjár og rekstrarsögu og ákvæði laga um yfirtökuskyldu eiga ekki við. Hinsvegar ser skylda um birtingu upplýsinga, sem varða verðmæti fyrirtækjanna. Innlent 3.7.2006 08:35 Ísraelar halda áfram árásum á Gaza Miklum blóðsúthellingum er spáð ef Ísraelar hætta ekki aðgerðum sínum fyrir því að ísraelskur hermaður verði látinn úr haldi herskárra Palestínumanna. Erlent 3.7.2006 08:08 Brotnaði í bambusleit Illa fór fyrir kínverskri risapöndu sem teygði sig aðeins of langt eftir bambus þaðan sem hún hékk uppi í háu tré. Erlent 2.7.2006 17:12 160 milljónir reykja hass Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Erlent 2.7.2006 17:08 Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs Árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina fara stöðugt harðnandi en í nótt voru skrifstofur forsætisráðherra heimastjórnarinnar gjöreyðilagðar í eldflaugaárás. Hungur er farið að sverfa að íbúum svæðisins þar sem öll landamæri þess hafa lokast vegna árásanna. Erlent 2.7.2006 17:05 Leit hætt að kajakræðara Hátt í fjörutíu manns leituðu í allan dag að erlendri konu á kajak í Seyðisfirði og fjörðunum þar í kring. Boð komu frá henni í morgun á neyðarrás fyrir skip og mátti skilja þau sem neyðarboð. Ísraelsk kona fannst á kajak í Norðfirði fyrr í dag en hún segir boðin ekki hafa komið frá sér. Innlent 2.7.2006 18:32 Hjón með börn hætt komin Hjón með tvö ung börn voru hætt komin í dag er bíll þeirra færðist með straumnum í á við Stöng í Þjórsárdal. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu. Innlent 2.7.2006 17:53 Stúlkurnar tvær enn í lífshættu Stúlkan sem lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun var tuttugu ára. Tvær jafnöldrur hennar eru enn í lífshættu. Stúlkurnar tvær eru á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Báðar hafa þær verið í aðgerðum í allan dag. Innlent 2.7.2006 17:43 Forsetakosningar í Mexíkó Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár. Erlent 2.7.2006 17:15 Víðtæk leit gerð að konu á kajak Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku. Innlent 2.7.2006 16:34 Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins. Innlent 2.7.2006 15:07 Eftirlýstir Írösk stjórnvöld gáfu í dag út lista yfir 41 mann sem þeir vilja koma lögum yfir. Á meðal þeirra sem komast á listann eru Sadjída Tulfah, eiginkona Saddams Hussein, fyrrverandi forseta, og dóttir þeirra Raghad, en þær búa í Katar og Jórdaníu. Erlent 2.7.2006 14:11 Mikil ölvun á útihátíðum Mikil ölvun var á útihátíðum víðs vegar um land í nótt. Á Ólafsvík myndaðist biðröð við heilsugæslu bæjarins vegna pústra manna á milli. Innlent 2.7.2006 12:52 Berserksgangur í Svíþjóð Maður í hermannabúningi gekk berserksgang í bænum Täby, skammt norður af Stokkhólmi, snemma í morgun þar sem hann skaut úr sjálfvirkum riffli í gríð og erg. Erlent 2.7.2006 12:45 Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. Innlent 2.7.2006 12:33 Bílvelta milli Geysis og Gullfoss Bílvelta varð hjá bænum Múla milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tveir piltar og ein stúlka, öll á tvítugsaldri voru flutt á Landspítala- Háskólasjúkrahúss með minniháttar meiðsli. Innlent 2.7.2006 12:21 Banaslys í Skagafirði Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Innlent 2.7.2006 11:57 Kona á kajak lenti í hafvillu á Seyðisfirði Erlend kona lenti í hafvillu á Seyðisfirði á tólfta tímanum í dag. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað leita að konunni eins og er. Engin hætta er á ferðum en konan hafði samband við Landhelgisgæsluna um að aðstoða sig við að komast í land vegna þoku. Innlent 2.7.2006 11:41 Ísraelsher heldur áfram árásum sínum Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið. Erlent 2.7.2006 11:01 Discovery ekki á loft vegna veðurs Ekkert varð af leiðangri geimferjunnar Discovery sem fyrirhugaður var í gærkvöld. Þrumuveður setti strik í reikninginn. Erlent 2.7.2006 10:58 Bin Laden gefur frá sér yfirlýsingu Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins, sagðist í yfirlýsingu í gær styðja eftirmann Abu Musab al-Zarqawi til að leiða baráttu al-Kaída í Írak. Erlent 2.7.2006 10:53 Landsmót hestamanna Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega. Innlent 2.7.2006 10:11 Mikil ölvun á færeyskum dögum Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins. Innlent 2.7.2006 10:09 Alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra. Innlent 2.7.2006 10:08 Norska strandgæslan sýnir klærnar Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða. Erlent 1.7.2006 18:00 Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Erlent 1.7.2006 17:54 Átök við Gaza í dag Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á landamærunum við Gaza í dag. Ísraelsmenn réðust þá inn á svæði nærri borginni Khan Younis með skriðdreka og jarðýtur en þá mætti þeim áköf skothríð frá palestínskum skæruliðum. Erlent 1.7.2006 16:56 Lyfjafyrirtæki gagnrýnd harðlega fyrir skaðlegt markaðsstarf Grunur leikur á að markaðssetning stinningarlyfjanna Viagra og Cialis hér á landi, sé ólögleg. Neytendasamtökin hafa kallað Lyfjastofnun til aðstoðar. Innlent 1.7.2006 16:11 Fimm teknir fyrir hrað akstur Fimm teknir fyrir ofhraðan akstur af Lögreglunni á Keflavíkurvelli. Einn grunaður um ölvun við akstur. Innlent 1.7.2006 15:34 « ‹ ›
Grunur leikur á um gabb Rannsók lögreglunnar i Fjarðabyggð á neyðarkalli frá kajakræðara í gær hefur engan árangur borið. Það barst klukkan ellefu í gærmorgun og sagðist ræðarinn vera staddur í blind þoku út af Seyðisfirði. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru kallaði rút og öll skip Slysavaranfélagsins Landsbjargar hófu leit, en án árangurs og var leitinni hætt undir kvöld. Búið er að hafa tal af ísraelskri konu, sem var á kajak á þessum slóðum í gær, en hún þver tekur fyrir að hafa kallað á hjálp og leikur grunur á að um gabb hafi verið að ræða. Rannsókn verður haldið áfram , en þung viðurlög geta legið við því að að kalla út björgunarlið án tilefnis.- Innlent 3.7.2006 08:48
Tækifærum fjölgar Svonefndur ISEC markaður verður opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. Jafnframt fjölgar fjárfestingartækifærum á íslenska markaðnum þar sem reiknað er með að smá og meðal stór fyrirtæki verði skráð þar innan tíðar. Fyrsta fyrirtækið til að skrá sig inn á þennan nýja markað er Hampiðjan, sem metin er á liðlega fjóra milljarða króna, en í tilkynningu frá kauphöllinni segir að all mörg fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að skrá sig þar. Lagaramminn er nokkuð rýmri en á aðallistanum og ekki eru gerðar kröfur til stærðar, dreifingu hlutafjár og rekstrarsögu og ákvæði laga um yfirtökuskyldu eiga ekki við. Hinsvegar ser skylda um birtingu upplýsinga, sem varða verðmæti fyrirtækjanna. Innlent 3.7.2006 08:35
Ísraelar halda áfram árásum á Gaza Miklum blóðsúthellingum er spáð ef Ísraelar hætta ekki aðgerðum sínum fyrir því að ísraelskur hermaður verði látinn úr haldi herskárra Palestínumanna. Erlent 3.7.2006 08:08
Brotnaði í bambusleit Illa fór fyrir kínverskri risapöndu sem teygði sig aðeins of langt eftir bambus þaðan sem hún hékk uppi í háu tré. Erlent 2.7.2006 17:12
160 milljónir reykja hass Rúmlega 160 milljónir jarðarbúa reykja kannabisefni að staðaldri, enda þótt efnið sé orðið mun hættulegra en áður. Ríkisstjórnir Evrópu skella skollaeyrum við sívaxandi kókaínneyslu íbúa álfunnar. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavandann. Erlent 2.7.2006 17:08
Harkan eykst fyrir botni Miðjarðarhafs Árásir Ísraelshers á Gaza-ströndina fara stöðugt harðnandi en í nótt voru skrifstofur forsætisráðherra heimastjórnarinnar gjöreyðilagðar í eldflaugaárás. Hungur er farið að sverfa að íbúum svæðisins þar sem öll landamæri þess hafa lokast vegna árásanna. Erlent 2.7.2006 17:05
Leit hætt að kajakræðara Hátt í fjörutíu manns leituðu í allan dag að erlendri konu á kajak í Seyðisfirði og fjörðunum þar í kring. Boð komu frá henni í morgun á neyðarrás fyrir skip og mátti skilja þau sem neyðarboð. Ísraelsk kona fannst á kajak í Norðfirði fyrr í dag en hún segir boðin ekki hafa komið frá sér. Innlent 2.7.2006 18:32
Hjón með börn hætt komin Hjón með tvö ung börn voru hætt komin í dag er bíll þeirra færðist með straumnum í á við Stöng í Þjórsárdal. Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðafólkið sem ekki varð meint af óhappinu. Innlent 2.7.2006 17:53
Stúlkurnar tvær enn í lífshættu Stúlkan sem lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun var tuttugu ára. Tvær jafnöldrur hennar eru enn í lífshættu. Stúlkurnar tvær eru á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Báðar hafa þær verið í aðgerðum í allan dag. Innlent 2.7.2006 17:43
Forsetakosningar í Mexíkó Forsetakosningar standa yfir í Mexíkó og er útlit fyrir afar tvísýn úrslit. Tveir frambjóðendur þykja líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Vicente Fox, sem hefur verið við völd síðastliðin sex ár. Erlent 2.7.2006 17:15
Víðtæk leit gerð að konu á kajak Fjörutíu til fimmtíu manns og í það minnsta sjö björgunarbátar leita að erlendri konu sem lenti í hafvillu á kajak á Seyðisfirði í morgun. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað voru kallaðar út rétt fyrir hádegi en leitin hefur enn engan árangur borið. Konan hafði samband við Landhelgisgæsluna á tólfta tímanum og bað um aðstoð við að komast í land vegna þoku. Innlent 2.7.2006 16:34
Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins. Innlent 2.7.2006 15:07
Eftirlýstir Írösk stjórnvöld gáfu í dag út lista yfir 41 mann sem þeir vilja koma lögum yfir. Á meðal þeirra sem komast á listann eru Sadjída Tulfah, eiginkona Saddams Hussein, fyrrverandi forseta, og dóttir þeirra Raghad, en þær búa í Katar og Jórdaníu. Erlent 2.7.2006 14:11
Mikil ölvun á útihátíðum Mikil ölvun var á útihátíðum víðs vegar um land í nótt. Á Ólafsvík myndaðist biðröð við heilsugæslu bæjarins vegna pústra manna á milli. Innlent 2.7.2006 12:52
Berserksgangur í Svíþjóð Maður í hermannabúningi gekk berserksgang í bænum Täby, skammt norður af Stokkhólmi, snemma í morgun þar sem hann skaut úr sjálfvirkum riffli í gríð og erg. Erlent 2.7.2006 12:45
Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. Innlent 2.7.2006 12:33
Bílvelta milli Geysis og Gullfoss Bílvelta varð hjá bænum Múla milli Geysis og Gullfoss rétt fyrir klukkan sex í morgun. Tveir piltar og ein stúlka, öll á tvítugsaldri voru flutt á Landspítala- Háskólasjúkrahúss með minniháttar meiðsli. Innlent 2.7.2006 12:21
Banaslys í Skagafirði Stúlka um tvítugt lést í bílslysi við Varmahlíð í Skagafirði snemma í morgun. Tvær stúlkur til viðbótar eru í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Önnur þeirra ók bílnum. Innlent 2.7.2006 11:57
Kona á kajak lenti í hafvillu á Seyðisfirði Erlend kona lenti í hafvillu á Seyðisfirði á tólfta tímanum í dag. Björgunarsveitirnar á Seyðisfirði og Neskaupstað leita að konunni eins og er. Engin hætta er á ferðum en konan hafði samband við Landhelgisgæsluna um að aðstoða sig við að komast í land vegna þoku. Innlent 2.7.2006 11:41
Ísraelsher heldur áfram árásum sínum Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið. Erlent 2.7.2006 11:01
Discovery ekki á loft vegna veðurs Ekkert varð af leiðangri geimferjunnar Discovery sem fyrirhugaður var í gærkvöld. Þrumuveður setti strik í reikninginn. Erlent 2.7.2006 10:58
Bin Laden gefur frá sér yfirlýsingu Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkanetsins, sagðist í yfirlýsingu í gær styðja eftirmann Abu Musab al-Zarqawi til að leiða baráttu al-Kaída í Írak. Erlent 2.7.2006 10:53
Landsmót hestamanna Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega. Innlent 2.7.2006 10:11
Mikil ölvun á færeyskum dögum Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins. Innlent 2.7.2006 10:09
Alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra. Innlent 2.7.2006 10:08
Norska strandgæslan sýnir klærnar Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða. Erlent 1.7.2006 18:00
Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Erlent 1.7.2006 17:54
Átök við Gaza í dag Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á landamærunum við Gaza í dag. Ísraelsmenn réðust þá inn á svæði nærri borginni Khan Younis með skriðdreka og jarðýtur en þá mætti þeim áköf skothríð frá palestínskum skæruliðum. Erlent 1.7.2006 16:56
Lyfjafyrirtæki gagnrýnd harðlega fyrir skaðlegt markaðsstarf Grunur leikur á að markaðssetning stinningarlyfjanna Viagra og Cialis hér á landi, sé ólögleg. Neytendasamtökin hafa kallað Lyfjastofnun til aðstoðar. Innlent 1.7.2006 16:11
Fimm teknir fyrir hrað akstur Fimm teknir fyrir ofhraðan akstur af Lögreglunni á Keflavíkurvelli. Einn grunaður um ölvun við akstur. Innlent 1.7.2006 15:34