Fréttir Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 Innlent 9.10.2006 15:10 Eitraðan reyk leggur yfir Kolding Erlent 9.10.2006 14:25 Nýr álrisi verður til Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 9.10.2006 14:12 Spáir Dagsbrún sigri í dönsku fríblaðastríði Erlent 9.10.2006 13:49 Njósnarar í mýflugu mynd Breskir hermálavísindamenn eru að þróa vélflugu sem nýta má til að njósna um staðsetningu óvina. Verkefnisstjórinn, Dr. Rafal Zbikowski, segir að fyrstu flugurnar gætu verið tilbúnar innan sjö til tíu ára. Hann hefur nú þegar hannað frumgerð ófleygrar vélflugu sem hermir eftir vængslætti venjulegrar flugu. Erlent 9.10.2006 12:54 Fíkniefnahundur fann efni í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 20-30 grömm af efni, sem talin eru vera fíkniefni. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin í lofthreinsara á bíl sem var að koma frá Reykjavík. Leitað var í bílnum þar sem ökumaður hans hefur margoft gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina. Innlent 9.10.2006 13:13 Vatn flæddi inn í nokkur hús Vatn flæddi inn í nokkur hús á Siglufirði í nótt. Gríðarleg úrkoma var í bænum en nú hefur stytt upp. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, urðu nokkur hús fyrir vatnstjóni. Ástæða flóðanna er einkum tvíþætt. Annars vegar gríðarleg úrkoma í nótt og hins vegar er stórstreymt og staða sjávarfalla há. Innlent 9.10.2006 12:36 Olíuverð yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum. Viðskipti erlent 9.10.2006 11:43 Kanar hugsuðu vel um gæludýr sín Innlent 9.10.2006 11:39 Langtíma þjónustuáætlun fyrir geðfatlaða Innlent 9.10.2006 11:10 Villepin varði forstjóra Airbus Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. Viðskipti erlent 9.10.2006 10:39 Höfðu ekki undan að gifta ásatrúarfólk Innlent 9.10.2006 10:35 16 ára með hass á Akureyrarflugvelli Innlent 9.10.2006 10:08 Tveir árekstrar samtímis á Akureyri Tveir árekstrar urðu nánast samtímis innanbæjar á Akureyri í gærkvöldi. Engan sakaði, en bílarnir voru mikið skemmdir og varð að fjarlægja þrjá þeirra með kranabílum. Mikil rigning var og dimmviðri þegar árekstrarnir urðu. Innlent 9.10.2006 09:09 Lækkanir í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa og gjaldmiðla hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í dag í kjölfar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna í nótt. Viðskipti erlent 9.10.2006 09:45 Stálu fánanum í ölæði Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu mun í dag ganga á fund sendiherra Rússlands hér á landi til að ræða mál er varða það að fána var stolið af stöng við rússneska sendiráðið um helgina. Tveir ungir menn skiluðu fánanum á lögregustöðina í Reykjavík í gær og kváðust hafa stolið fánanum í ölæði og báðust afsökunar, en Rússar líta málið alvarlegum augum. Innlent 9.10.2006 08:54 Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. Viðskipti innlent 9.10.2006 09:35 Hlíf ekki gegn stækkun álvers Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar telur fullmikið að hóta því að verkalýðsforystan beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík, líkt og formaður Rafiðnaðarsambandsins gerði. Hann segir uppsagnir þriggja starfsmanna Alcan í síðustu viku óeðlilegar og að fundað verði um þær í vikunni. Innlent 9.10.2006 08:39 Íranir hætta ekki auðgun úrans Utanríkisráðuneyti Íran sagði í gær að það myndi ekki hætta við auðgun úrans þrátt fyrir hótanir um alþjóðlegar viðskiptaþvinganir. Sex landa nefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem unnið hefur að því að fá Íran til að hætta auðgun úrans höfðu hótað þvingunum, en gengu ekki svo langt að hóta refsiaðgerðum Öryggisráðsins. Erlent 9.10.2006 08:24 Fjölmargar íbúðir standa tómar Hæg velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu margar undanfarnar vikur er farin að segja til sín með þeim hætti að fjölmargar íbúðir standa tómar. Þetta kemur glöggt fram í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun þar sem fjöldinn allur af nýjum íbúðum í stórum blokkum er tilbúinn til afhendingar strax. Á nýafstöðnu þenslutímabili voru íbúðir seldar löngu áður en búið var að byggja þær. Innlent 9.10.2006 09:12 Hlutabréf féllu hratt í Asíu Hlutabréf í Asíu féllu hratt eftir að tilkynnt var um kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna. Í Suður Kóreu féllu hlutabréf um rúmlega 2%á meðan Hong Kong hélt rúmlega 1% lækkun. Breska ríkisútvarpið sagði fjárfesta óttast að stjórnmálakreppa hefði mjög neikvæð áhrif á markaði í Asíu, en að viðbrögð við tilrauninni myndu ráða þar miklu um. Erlent 9.10.2006 08:07 Vöruskiptahalli við útlönd minnkar Vöruskiptahalli við útlönd var hátt í átta milljarðar í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Hagstsofunnar. Hann hefur dregist saman tvo mánuði í röð, en hallinn í september var þó meiri en í ágúst. Vaxandi álútflutningur hefur vegið nokkuð upp á móti innflutningnum, en farið er að draga úr innflutningi á ýmsum fjárfestingarvörum og heimilistækjum. Innlent 9.10.2006 08:32 30 létust í Írak Þrjátíu manns létu lífið í bardögum sem brutust út í Suður-Írak í gær milli Bandarískra-Íraskra hermanna og öfgasinnaðra shíta. Þetta er í annað sinn á innan við tveim mánuðum sem fylkingarnar berjast.Bardagarnir brutust út eftir að Írakar og Bandaríkjamenn réðust á hús shítaklerks og stóðu fram á morgun. Erlent 9.10.2006 08:20 Björgunarsveitarmenn bjarga gangnamanni Gangnamaður lenti í sjálfheldu í hlíðum Melrakkadals skammt frá Dalvík í gærdag. 15 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að bjarga honum. Þeir sigu við erfiðar aðstæður í bratta og lausamöl niður að manninum, og sigu svo með hann niður á láglendi. Eftir að maðurinn hafði hresst sig með kaffi og kleinum, hélt hann á fjöll á ný til að klára leitirnar. Innlent 9.10.2006 08:12 Norður Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnavopn í morgun Norður Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í norðurhluta landsins klukkan rúmlega 1:30 að íslenskum tíma, þrátt fyrir hörð mótmæli alþjóðasamfélagsins. Norður Kóreska ríkisfréttastofan hefur tilkynnt að kjarnorkutilraunin hafi gengið vel og að ekki hafi orðið vart við leka á geislavirkum efnum. Erlent 9.10.2006 06:56 Fordæmdi þá sem teiknuðu skopmyndir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi í dag þá flokksmeðlimi Danska þjóðarflokksins sem teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni. Erlent 8.10.2006 20:16 Leitað að fórnarlömbum flugslys Brasilísk stjórnvöld sendu í dag áttatíu hermenn til viðbótar til að taka þátt í leit á Amazon svæðinu að fórnarlömbum flugslys. Slysið er versta fluglslys í sögu landsins en 154 létu lífið þegar flugvéli hrapaði á svæðinu 29. september síðastliðinn. Erlent 8.10.2006 19:39 Múslimar reiðir Dönum Ný Múhameðsmyndadeila gæti verið í uppsiglingu eftir að fréttir bárust af því að ungliðar í Danska þjóðarflokknum hefðu haft spámanninn að háði og spotti. Formaður flokksins segir að um saklaust grín hafi verið að ræða en múslimar í Arabaheiminum hóta aðgerðum. Erlent 8.10.2006 18:52 Fjórir létust í sprengingu í Bagdad Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja sprakk við vegkant nálægt Tíkrit í Írak í dag. Þeir slösuðu vrou fluttir á Tæknisjúkrahúsið í Tíkrit. Sprengjan sprakk um hundrað og þrjátíu kílómetra norður af Bagdad. Erlent 8.10.2006 18:39 Landlæknir treystir yfirlækni á Sogni Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir telur að það þurfi að bæta aðstöðu og fjölga plássum á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann segist treysta dómgreind yfirlæknisins á Sogni sem varð að senda geðsjúkan afbrotamann í leyfi til þess að losa pláss vegna bráðainnlagnar. Innlent 8.10.2006 18:37 « ‹ ›
Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 Innlent 9.10.2006 15:10
Nýr álrisi verður til Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 9.10.2006 14:12
Njósnarar í mýflugu mynd Breskir hermálavísindamenn eru að þróa vélflugu sem nýta má til að njósna um staðsetningu óvina. Verkefnisstjórinn, Dr. Rafal Zbikowski, segir að fyrstu flugurnar gætu verið tilbúnar innan sjö til tíu ára. Hann hefur nú þegar hannað frumgerð ófleygrar vélflugu sem hermir eftir vængslætti venjulegrar flugu. Erlent 9.10.2006 12:54
Fíkniefnahundur fann efni í bíl á Akureyri Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 20-30 grömm af efni, sem talin eru vera fíkniefni. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin í lofthreinsara á bíl sem var að koma frá Reykjavík. Leitað var í bílnum þar sem ökumaður hans hefur margoft gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina. Innlent 9.10.2006 13:13
Vatn flæddi inn í nokkur hús Vatn flæddi inn í nokkur hús á Siglufirði í nótt. Gríðarleg úrkoma var í bænum en nú hefur stytt upp. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, urðu nokkur hús fyrir vatnstjóni. Ástæða flóðanna er einkum tvíþætt. Annars vegar gríðarleg úrkoma í nótt og hins vegar er stórstreymt og staða sjávarfalla há. Innlent 9.10.2006 12:36
Olíuverð yfir 60 dali á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum. Viðskipti erlent 9.10.2006 11:43
Villepin varði forstjóra Airbus Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. Viðskipti erlent 9.10.2006 10:39
Tveir árekstrar samtímis á Akureyri Tveir árekstrar urðu nánast samtímis innanbæjar á Akureyri í gærkvöldi. Engan sakaði, en bílarnir voru mikið skemmdir og varð að fjarlægja þrjá þeirra með kranabílum. Mikil rigning var og dimmviðri þegar árekstrarnir urðu. Innlent 9.10.2006 09:09
Lækkanir í Evrópu og Asíu Gengi hlutabréfa og gjaldmiðla hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í dag í kjölfar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna í nótt. Viðskipti erlent 9.10.2006 09:45
Stálu fánanum í ölæði Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu mun í dag ganga á fund sendiherra Rússlands hér á landi til að ræða mál er varða það að fána var stolið af stöng við rússneska sendiráðið um helgina. Tveir ungir menn skiluðu fánanum á lögregustöðina í Reykjavík í gær og kváðust hafa stolið fánanum í ölæði og báðust afsökunar, en Rússar líta málið alvarlegum augum. Innlent 9.10.2006 08:54
Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. Viðskipti innlent 9.10.2006 09:35
Hlíf ekki gegn stækkun álvers Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar telur fullmikið að hóta því að verkalýðsforystan beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík, líkt og formaður Rafiðnaðarsambandsins gerði. Hann segir uppsagnir þriggja starfsmanna Alcan í síðustu viku óeðlilegar og að fundað verði um þær í vikunni. Innlent 9.10.2006 08:39
Íranir hætta ekki auðgun úrans Utanríkisráðuneyti Íran sagði í gær að það myndi ekki hætta við auðgun úrans þrátt fyrir hótanir um alþjóðlegar viðskiptaþvinganir. Sex landa nefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem unnið hefur að því að fá Íran til að hætta auðgun úrans höfðu hótað þvingunum, en gengu ekki svo langt að hóta refsiaðgerðum Öryggisráðsins. Erlent 9.10.2006 08:24
Fjölmargar íbúðir standa tómar Hæg velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu margar undanfarnar vikur er farin að segja til sín með þeim hætti að fjölmargar íbúðir standa tómar. Þetta kemur glöggt fram í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun þar sem fjöldinn allur af nýjum íbúðum í stórum blokkum er tilbúinn til afhendingar strax. Á nýafstöðnu þenslutímabili voru íbúðir seldar löngu áður en búið var að byggja þær. Innlent 9.10.2006 09:12
Hlutabréf féllu hratt í Asíu Hlutabréf í Asíu féllu hratt eftir að tilkynnt var um kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna. Í Suður Kóreu féllu hlutabréf um rúmlega 2%á meðan Hong Kong hélt rúmlega 1% lækkun. Breska ríkisútvarpið sagði fjárfesta óttast að stjórnmálakreppa hefði mjög neikvæð áhrif á markaði í Asíu, en að viðbrögð við tilrauninni myndu ráða þar miklu um. Erlent 9.10.2006 08:07
Vöruskiptahalli við útlönd minnkar Vöruskiptahalli við útlönd var hátt í átta milljarðar í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Hagstsofunnar. Hann hefur dregist saman tvo mánuði í röð, en hallinn í september var þó meiri en í ágúst. Vaxandi álútflutningur hefur vegið nokkuð upp á móti innflutningnum, en farið er að draga úr innflutningi á ýmsum fjárfestingarvörum og heimilistækjum. Innlent 9.10.2006 08:32
30 létust í Írak Þrjátíu manns létu lífið í bardögum sem brutust út í Suður-Írak í gær milli Bandarískra-Íraskra hermanna og öfgasinnaðra shíta. Þetta er í annað sinn á innan við tveim mánuðum sem fylkingarnar berjast.Bardagarnir brutust út eftir að Írakar og Bandaríkjamenn réðust á hús shítaklerks og stóðu fram á morgun. Erlent 9.10.2006 08:20
Björgunarsveitarmenn bjarga gangnamanni Gangnamaður lenti í sjálfheldu í hlíðum Melrakkadals skammt frá Dalvík í gærdag. 15 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að bjarga honum. Þeir sigu við erfiðar aðstæður í bratta og lausamöl niður að manninum, og sigu svo með hann niður á láglendi. Eftir að maðurinn hafði hresst sig með kaffi og kleinum, hélt hann á fjöll á ný til að klára leitirnar. Innlent 9.10.2006 08:12
Norður Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnavopn í morgun Norður Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í norðurhluta landsins klukkan rúmlega 1:30 að íslenskum tíma, þrátt fyrir hörð mótmæli alþjóðasamfélagsins. Norður Kóreska ríkisfréttastofan hefur tilkynnt að kjarnorkutilraunin hafi gengið vel og að ekki hafi orðið vart við leka á geislavirkum efnum. Erlent 9.10.2006 06:56
Fordæmdi þá sem teiknuðu skopmyndir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi í dag þá flokksmeðlimi Danska þjóðarflokksins sem teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni. Erlent 8.10.2006 20:16
Leitað að fórnarlömbum flugslys Brasilísk stjórnvöld sendu í dag áttatíu hermenn til viðbótar til að taka þátt í leit á Amazon svæðinu að fórnarlömbum flugslys. Slysið er versta fluglslys í sögu landsins en 154 létu lífið þegar flugvéli hrapaði á svæðinu 29. september síðastliðinn. Erlent 8.10.2006 19:39
Múslimar reiðir Dönum Ný Múhameðsmyndadeila gæti verið í uppsiglingu eftir að fréttir bárust af því að ungliðar í Danska þjóðarflokknum hefðu haft spámanninn að háði og spotti. Formaður flokksins segir að um saklaust grín hafi verið að ræða en múslimar í Arabaheiminum hóta aðgerðum. Erlent 8.10.2006 18:52
Fjórir létust í sprengingu í Bagdad Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja sprakk við vegkant nálægt Tíkrit í Írak í dag. Þeir slösuðu vrou fluttir á Tæknisjúkrahúsið í Tíkrit. Sprengjan sprakk um hundrað og þrjátíu kílómetra norður af Bagdad. Erlent 8.10.2006 18:39
Landlæknir treystir yfirlækni á Sogni Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir telur að það þurfi að bæta aðstöðu og fjölga plássum á réttargeðdeildinni að Sogni. Hann segist treysta dómgreind yfirlæknisins á Sogni sem varð að senda geðsjúkan afbrotamann í leyfi til þess að losa pláss vegna bráðainnlagnar. Innlent 8.10.2006 18:37
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent