Erlent

Hlutabréf féllu hratt í Asíu

Hlutabréf í Asíu féllu hratt eftir að tilkynnt var um kjarnorkutilraun Norður Kóreumanna. Í Suður Kóreu féllu hlutabréf um rúmlega 2%á meðan Hong Kong hélt rúmlega 1% lækkun.

Breska ríkisútvarpið sagði fjárfesta óttast að stjórnmálakreppa hefði mjög neikvæð áhrif á markaði í Asíu, en að viðbrögð við tilrauninni myndu ráða þar miklu um.

Japanska yenið féll einnig í morgun og hefur ekki verið lægra í sjö mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×