Fréttir

Fréttamynd

Formenn hittast á fundi í dag

Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna

Innlent
Fréttamynd

Nýr ferðavefur opnaður

Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti steypuklumpur landsins

Vinna við stærsta steypuklump Íslandssögunnar er hafin við Kárahnjúka. Í þennan eina klump þarf álíka mikla steypu og í fjögur hundruð einbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Bráðnun jökla mikil ógnun

Margir vísindamenn búast við að íshellan yfir Grænlandi fari að bráðna verulega á þessari öld. Þegar og ef það gerist verður eina leiðin til að skoða London eða Los Angeles úr kafbáti. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Kók vill málamiðlun

Coca Cola fyrirtækið hefur boðist til að gera verulegar breytingar á viðskiptaháttum sínum í Evrópu. Með því vonast fyrirtækið til að binda endi á rannsókn samkeppnismálayfirvalda Evrópusambandsins sem hefur staðið yfir í sex ár.

Erlent
Fréttamynd

Lýsti sig saklausan

Rússneski auðkýfingurinn, Mikhail Khodorkovsky, lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruatriðum í dómssal í Moskvu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél hlekktist á í flugtaki

Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf leitað til lögreglu

Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að alltaf sé leitað til lögreglu þegar kynferðisbrotamál gegn börnum komi til kasta hennar. Hann vísar því algjörlega á bug að persónuleg óvild í garð hjóna sem reka meðferðarheimilið að Torfastöðum hafi stjórnað rannsókn á meintu kynferðisbroti á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Reknir yfir fjárheimildum

Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Leyniskýrsla um spilltan svínakóng

<strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk.

Innlent
Fréttamynd

Karnival hjá ungu kynslóðinni

Karnival, skrúðgöngur og grímuklædd börn skóku Reykjavík í dag. Þau skemmtu sér hið besta í sumarblíðunni - en þótti það skemmtilegasta við íslenska sumarið - að fara af landi brott.

Innlent
Fréttamynd

Ísland lækkar á lista

Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför.

Innlent
Fréttamynd

Símamaður rekinn vegna netspjalls

Starfsmaður í bilanaþjónustu Landssímans var afkastamikill á spjallvefnum Malefnin.com. Hann lagði að meðaltali 40 innlegg á síðuna á dag, en var rekinn á þriðjudaginn eftir 23 ára starf.

Innlent
Fréttamynd

Enn leitað að kennitöluflassara

Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson.

Innlent
Fréttamynd

Fjárhagsaðstoð æ algengari

Sá fjöldi ungs fólks í Bretlandi sem lent hefur í alvarlegum fjárhagsvandræðum og þurft á hjálp að halda hefur tífaldast á síðustu tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Engin fyrirskipun um brotthvarf

Algjör óvissa ríkir enn um hvort og þá hvenær sveitir Filipseyinga í Írak yfirgefa landið. Mannræningjar sem halda filipseyska gíslinum Angelo de la Cruz hafa hótað að drepa hann hverfi sveitirnar ekki til síns heima fyrir tuttugasta þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Stúdentar fagna ákvörðun

Formaður stúdentaráðs fagnar því að menntamálaráðherra skuli ætla að taka tillit til skoðana þeirra, varðandi skólagjöld í Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að leggja skólagjöld á grunnnám, við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfesting mest í frjálsræði

Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Heldur að ríkisstjórnin falli ekki

Utanríkisráðherra telur fjölmiðlamálið ekki þannig mál að það felli ríkisstjórnina. Hann segir sig og forsætisráðherra samstíga um að finna lausn. Forsætisráðherra segir allsherjarnefnd ekki lagðar línur. Hann fundaði með sjálfstæðismönnum nefndarinnar fyrr um daginn.

Innlent
Fréttamynd

Sex vikna hámark olíu

Olíuverð náði sex vikna hámarki í gær. Hráolíufatið kostaði 40 dollarar og 97 sent þegar lokað var á markaði í New York í gær. Meginástæðan er sú að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafa snarminnkað, auk þess sem áhyggjur af olíuflæði frá Miðausturlöndum virðast ætla að vera viðvarandi.

Erlent
Fréttamynd

Hefur helgina til að finna lausn

Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum framsóknarmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Leitað verður lausnar á málinu í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fáir leita til VR vegna uppsagna

Fáir hafa leitað til Verslunarmannafélags Reykjavíkur, vegna uppsagna og skipulagsbreytinga, hjá Eimskipafélagi Íslands. Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Samskipta og Þróunarsviðs VR, sagði í samtali við fréttastofuna, í morgun, að hjá Eimskipafélassamsteypunni væru þetta mest tilfærslur á skrifstofum. Nokkrir misstu þó vinnuna, sem væri auðvitað afskaplega sárt.

Innlent
Fréttamynd

Hress á 100 ára afmæli

Hún er hundrað ára í dag, en hefur aldrei legið á sjúkrahúsi og fór í siglingu fyrir tveimur árum. Hún á marga tugi afkomenda og er löngu orðin langa-langamma. Hin hláturmilda heiðurskona Margrétar Hannesdóttur, sem finnst að unglingar nú til dags ættu að vinna meira, hélt upp á afmæli sitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hitaveita Hvergerðinga seld

Hitaveita Hvergerðinga var seld Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 260 milljónir. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar í bæjarstjórn samþykkti söluna á fundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Búið að laga explorer

Gísli Ólafsson, tölvusérfræðingur, hjá Microsoft, segir að búið sé að loka fyrir gatið sem tölvuþrjótar gátu notfært sér til þess að komast inn í tölvur sem nota Microsoft Explorer, vafra. Bandaríska heimavarnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þar sem ekki var mælt með notkun Microsoft Explorer vafrara, þar sem varnarkerfi hans væri gallað.

Innlent
Fréttamynd

Lífslíkur þverrandi í sumum löndum

Lífslíkur fólks í mörgum ríkjum Afríku eru komnar niður í 33 ár og hafa minnkað til muna vegna alnæmisfaraldursins sem leikur ýmsar þjóðir afar grátt. Þetta eru niðurstöður skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var fyrir skemmstu. Kemur fram að í 20 ríkjum heimsins fara lífsskilyrði stöðugt versnandi.

Erlent
Fréttamynd

Í 14. sæti yfir efnahagsfrjálsræði

Ný skýrsla sýnir að Ísland stendur sig ágætlega hvað varðar frjálsræði í efnahagsmálum. Fjárfesting, landsframleiðsla og tekjur á mann haldast í hendur við stöðu þjóða á listanum þar sem velsæld er mest hjá þeim sem búa við mest frjálsræði. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sri týnd í 12 daga - engin leit

Lögreglan heldur ekki úti skipulegri leit að innflytjandanum Sri Rahmawati, sem hvarf 4. júlí síðastliðinn. Ættingjar trúa því að hún gæti verið á lífi og lögreglan útilokar það ekki, en leitar hennar samt sem áður ekki. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, telur vinnubrögð lögreglunnar litast af því að konan sem hvarf er ekki af íslenskum uppruna.

Innlent
Fréttamynd

Formennirnir sitja enn á fundi

Formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi í stjórnarráðinu og ræða breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kom til Reykjavíkur eftir hádegið og gekk á fund Davíðs í stjórnarráðinu um þrjúleytið.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í barni

Lögregla í bænum Minto í Ástralíu leitar nú tveggja stúlkna sem gerðu sér lítið fyrir og kveiktu í níu ára stelpu í almenningsgarði í gær.

Erlent