Fréttir Umfangsmikil leit að Sri Rahmawati Lögregla hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í nær tvær vikur. Leitað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglsa notið aðstoðar hjálparsveita. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að unnið hafi verið markvisst að rannsókninni og að rætt við fjölda fólks og hugsanleg vitni. Innlent 13.10.2005 14:25 Þörf á menningarlegri fjölbreytni Mótun pólitískrar stefnu sem viðurkennir menningarlegan fjölbreytileika ríkja er ekki aðeins ákjósanleg stefna heldur beinlínis nauðsynleg í nútímasamfélögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika í ríkjum heims í dag. Erlent 13.10.2005 14:25 Lífsgæði á Íslandi í sjöunda sæti Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum. Innlent 13.10.2005 14:25 Smávægilegar tafir við Kárahnjúka Sprungur í stíflustæðinu við Kárahnjúka hafa tafið framkvæmdir um fáeinar vikur en talsmaður Impregilos segir að vandinn verði leystur innan tíðar. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með hve framkvæmdum miðar almennt vel. Innlent 13.10.2005 14:25 Martha Stewart fær 5 mánuði Bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að ljúga til um hlutabréfaviðskipti í New York í dag. </font /> Erlent 13.10.2005 14:25 100 ára afmæli Síldarævintýrisins Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar. Innlent 13.10.2005 14:25 Vísitala neysluverðs lækkar Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,47% í júlí og var lækkunin töluvert umfram það sem markaðsaðilar höfðu reiknað með. Ástæðan liggur m.a. í húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar og má rekja til kerfisbreytinga Íbúðalánasjóðs um síðustu mánaðarmót og aðferðafræði Hagstofunnar, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25 Vilja háskóla á Vestfjörðum Nú í hádeginu er verið að fremja gjörning á Silfurtorgi á Ísafirði þar sem skorað er á yfirvöld, með táknrænum hætti, að stofna Háskóla Vestfjarða. Um fjögur hundruð manns á Vestfjörðum stunda fjarnám á háskólastigi og segja íbúar á svæðinu að stofnun háskóla sé löngu tímabær. Innlent 13.10.2005 14:25 Upptökin ókunn "Það er á þessari stundu óvíst hvaðan riðan hefur borist í féð í Árgerði," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, vegna staðfestrar riðuveiki á bæ í Skagafirði. Farga þarf öllu fé á bænum en þetta er í annað sinn sem bóndinn á bænum verður fyrir slíkum búsifjum. Innlent 13.10.2005 14:25 Filippseyingar á leið heim Filippseyskar hersveitir í Írak eru nú á leið heim eftir að stjórnvöld tóku af skarið og virtu andmæli Bandaríkjastjórnar að vettugi. Vonir standa til að lífi filippseysks gísls verði þyrmt fyrir vikið. Erlent 13.10.2005 14:25 Vondur og einhæfur matur "Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja," segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur. Innlent 13.10.2005 14:25 Lítill árangur á AIDS-ráðstefnu Alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni í Bangkok á Tælandi er lokið án þess að nokkur teljandi árangur hafi náðst. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sendi Bandaríkjamönnum tóninn þegar hann hvatti ríki heims til að taka saman höndum og leggja milljarða dollara í þróun lyfja og forvarnir. Erlent 13.10.2005 14:25 Hvolfdi í lendingu Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast. Innlent 13.10.2005 14:25 Torfærutröll föst í tolli Sex norskir torfærujeppar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur verið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur. Innlent 13.10.2005 14:25 Alvarlegar villur í skýrslunni Fjármálaráðuneytið segir veigamiklar og alvarlegar villur vera í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun notist við marklausan samanburð sem brengli alla umfjöllun í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25 Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25 Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25 Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25 OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi. Erlent 13.10.2005 14:25 Yfirkennari skólans handtekinn Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. Erlent 13.10.2005 14:25 Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. Innlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Fíkniefnum kastað úr bíl Pakka með fíkniefnum var kastað út úr bifreið sem var á norðurleið skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Lögregla kannaðist við mennina í bílnum og gaf þeim merki um að stöðva. Í stað þess að nema staðar var litlum pakka, sem reyndist innihalda fíkniefni, fleygt úr bílnum á ferð. Innlent 13.10.2005 14:25 Líf hundruð þúsunda í hættu Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu. Erlent 13.10.2005 14:25 Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:25 Brýnt að minnka sykurneyslu Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Innlent 13.10.2005 14:25 Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25 Löggæslukostnaður hækkar mjög Löggæslukostnaður á Landsmóti hestamanna hefur farið hækkandi undanfarin ár . Kostnaðurinn á landsmótinu á Hellu í ár var 2,7 milljónir króna en var 2,5 milljónir króna á Vindheimamelum fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 14:25 44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. Innlent 13.10.2005 14:25 10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. Innlent 13.10.2005 14:25 « ‹ ›
Umfangsmikil leit að Sri Rahmawati Lögregla hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að Sri Rahmawati, 33 ára gamalli konu sem saknað hefur verið í nær tvær vikur. Leitað hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglsa notið aðstoðar hjálparsveita. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að unnið hafi verið markvisst að rannsókninni og að rætt við fjölda fólks og hugsanleg vitni. Innlent 13.10.2005 14:25
Þörf á menningarlegri fjölbreytni Mótun pólitískrar stefnu sem viðurkennir menningarlegan fjölbreytileika ríkja er ekki aðeins ákjósanleg stefna heldur beinlínis nauðsynleg í nútímasamfélögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika í ríkjum heims í dag. Erlent 13.10.2005 14:25
Lífsgæði á Íslandi í sjöunda sæti Ísland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem njóta mestra lífsgæða samkvæmt nýútkominni skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í öðru sæti listans í fyrra. Könnunin nær yfir 177 lönd í heiminum. Innlent 13.10.2005 14:25
Smávægilegar tafir við Kárahnjúka Sprungur í stíflustæðinu við Kárahnjúka hafa tafið framkvæmdir um fáeinar vikur en talsmaður Impregilos segir að vandinn verði leystur innan tíðar. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með hve framkvæmdum miðar almennt vel. Innlent 13.10.2005 14:25
Martha Stewart fær 5 mánuði Bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að ljúga til um hlutabréfaviðskipti í New York í dag. </font /> Erlent 13.10.2005 14:25
100 ára afmæli Síldarævintýrisins Haldið verður upp á hundrað ára afmæli Síldarævintýrisins hér á landi með sérstakri hátíðardagskrá á Siglufirði helgina 23.-25. júlí næstkomandi. Af því tilefni koma Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og frú Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, í opinbera heimsókn til Siglufjarðar. Innlent 13.10.2005 14:25
Vísitala neysluverðs lækkar Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,47% í júlí og var lækkunin töluvert umfram það sem markaðsaðilar höfðu reiknað með. Ástæðan liggur m.a. í húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar og má rekja til kerfisbreytinga Íbúðalánasjóðs um síðustu mánaðarmót og aðferðafræði Hagstofunnar, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:25
Vilja háskóla á Vestfjörðum Nú í hádeginu er verið að fremja gjörning á Silfurtorgi á Ísafirði þar sem skorað er á yfirvöld, með táknrænum hætti, að stofna Háskóla Vestfjarða. Um fjögur hundruð manns á Vestfjörðum stunda fjarnám á háskólastigi og segja íbúar á svæðinu að stofnun háskóla sé löngu tímabær. Innlent 13.10.2005 14:25
Upptökin ókunn "Það er á þessari stundu óvíst hvaðan riðan hefur borist í féð í Árgerði," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, vegna staðfestrar riðuveiki á bæ í Skagafirði. Farga þarf öllu fé á bænum en þetta er í annað sinn sem bóndinn á bænum verður fyrir slíkum búsifjum. Innlent 13.10.2005 14:25
Filippseyingar á leið heim Filippseyskar hersveitir í Írak eru nú á leið heim eftir að stjórnvöld tóku af skarið og virtu andmæli Bandaríkjastjórnar að vettugi. Vonir standa til að lífi filippseysks gísls verði þyrmt fyrir vikið. Erlent 13.10.2005 14:25
Vondur og einhæfur matur "Það er rétt að sífellt fleiri kvarta yfir matnum í aðalbúðum en það virðist ekki hafa neitt að segja," segir Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúka. Hafa allnokkrir haft samband við Fréttablaðið vegna þessa og segja það fæði sem boðið sé upp á fyrir neðan allar hellur. Innlent 13.10.2005 14:25
Lítill árangur á AIDS-ráðstefnu Alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni í Bangkok á Tælandi er lokið án þess að nokkur teljandi árangur hafi náðst. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sendi Bandaríkjamönnum tóninn þegar hann hvatti ríki heims til að taka saman höndum og leggja milljarða dollara í þróun lyfja og forvarnir. Erlent 13.10.2005 14:25
Hvolfdi í lendingu Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast. Innlent 13.10.2005 14:25
Torfærutröll föst í tolli Sex norskir torfærujeppar sitja fastir í tolli í Reykjavík og því verður ekkert af fyrirhugaðri jeppakeppni milli Íslendinga og Norðmanna sem fram átti að fara í dag. Eru forsvarsmenn keppninnar ævareiðir þar sem mikið hefur verið haft fyrir að koma slíkri keppni á og reyndist yfirvöldum ómögulegt að veita undanþágur. Innlent 13.10.2005 14:25
Alvarlegar villur í skýrslunni Fjármálaráðuneytið segir veigamiklar og alvarlegar villur vera í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun notist við marklausan samanburð sem brengli alla umfjöllun í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25
Misskilningur hjá Ríkisendurskoðun Fjármálaráðherra sendir Ríkisendurskoðanda í dag skriflegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga. Fjármálaráðherra segir misskilnings gæta í skýrslunni. Innlent 13.10.2005 14:25
Meirihluti á móti frumvarpinu? Ekki er þingmeirihluti fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu, fullyrðir formaður Samfylkingarinnar og segir hann Sjálfstæðisflokkinn ætla að nota helgina til að beygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn. Formaður Vinstri - grænna telur forsætisráðherra stýra allsherjarnefnd sem sé niðurlægjandi fyrir formann hennar. Innlent 13.10.2005 14:25
Verkamannaflokkurinn fær á baukinn Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Erlent 13.10.2005 14:25
OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi. Erlent 13.10.2005 14:25
Yfirkennari skólans handtekinn Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. Erlent 13.10.2005 14:25
Tefst um nokkrar vikur Sprungur og gljúpur jarðvegur í farvegi Jöklu, þar sem aðalstífla við Kárahnjúka á að standa, tefur verkáætlun við stíflugerðina um nokkrar vikur. Verkefnisstjóri Impregilo segir að vandinn sé yfirstíganlegur og frávikin svo lítil að þau skipti engu að lokum. Innlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan krefst fundar Stjórnarandstaðan krefst þess að allsherjarnefnd Alþingis komi aftur saman í dag en fundi nefndarinnar var óvænt slitið um hádegið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Fíkniefnum kastað úr bíl Pakka með fíkniefnum var kastað út úr bifreið sem var á norðurleið skammt frá Blönduósi í gærkvöld. Lögregla kannaðist við mennina í bílnum og gaf þeim merki um að stöðva. Í stað þess að nema staðar var litlum pakka, sem reyndist innihalda fíkniefni, fleygt úr bílnum á ferð. Innlent 13.10.2005 14:25
Líf hundruð þúsunda í hættu Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu. Erlent 13.10.2005 14:25
Veiðigjald verður þungur baggi "Mér finnst ekki líklegt að með þessu gjaldi náist almenn sátt um sjávarútveginn," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.10.2005 14:25
Brýnt að minnka sykurneyslu Lýðheilsustöð hefur fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Innlent 13.10.2005 14:25
Stjórnarandstaðan fundar Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittast á fundi nú á tólfta tímanum en þeir eru afar ósáttir við að enginn fundur verði í allsherjarnefnd í dag. Stjórnarandstaðan krafðist þess í gær að fundum nefndarinnar yrði framhaldið strax í dag en næsti fundur hefur hins vegar verið boðaður klukkan 10 á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:25
Löggæslukostnaður hækkar mjög Löggæslukostnaður á Landsmóti hestamanna hefur farið hækkandi undanfarin ár . Kostnaðurinn á landsmótinu á Hellu í ár var 2,7 milljónir króna en var 2,5 milljónir króna á Vindheimamelum fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 14:25
44 þúsund tonnum landað Tæplega 44 þúsund tonnum af síld úr norsk íslenska síldarstofninum hefur verið landað það sem af er vertíðinni. Þar af hafa íslensk skip landað tæplega 38 þúsund tonnum og erlend skip um sex þúsund tonnum. Innlent 13.10.2005 14:25
10 ára drengur varð fyrir bíl Tíu ára drengur slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl við Síðumúla í Reykjavík um eitt leytið í dag. Ekki er ljóst á þesari stundu hvernig slysið vildi til en að sögn lögreglunnar er rannsókn á frumstigi. Innlent 13.10.2005 14:25