Fréttir

Fréttamynd

Norðmenn afhendi ekki Nóbelinn

Ungliðahreyfing norska miðflokksins, Senterpartiet, hefur látið þá skoðun í ljós að Norðmenn eigi ekki lengur skilið þá virðingu og þann heiður sem fylgir því að veita friðarverðlaun Nóbels. Ástæðan sé fylgispektin við ofbeldisfulla utatnríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Áströlum og Ítölum hótað

Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum sem talin eru tengjast Al-Kaída. Í tilkynningu frá samtökunum er farið fram á að löndin dragi heri sína til baka frá Írak og verði það ekki gert muni holskefla bílasprenginga ganga yfir borgir landanna. Blóðbað muni eiga sér stað og lífi borgara landanna verði breytt í hreinasta helvíti.

Erlent
Fréttamynd

Draugabani á Ströndum

Á Ströndum læra menn að kveða niður drauga og ekki er vanþörf á því allt er morandi í draugum, segir Sigurður Atlason draugabani sem fréttastofan hitti í Hólmavík. Hann segist vera búinn að kveða niður þrjátíu drauga í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Áfengisauglýsingar Moggans kærðar

Morgunblaðið auglýsir áfengi í tímariti um helgina þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum í lögum. Hildur Hafstein hjá Lýðheilsustofnun segir að auglýsingarnar verði kærðar. Hún segir nauðsynlegt að gera lög um áfengisauglýsingar skýrari en þau séu margoft brotin. 

Innlent
Fréttamynd

Kona lést í eldsvoða

Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Sundlaugaveg í Reykjavík í nótt. Það var um sexleytið í nótt sem vegfarandi sá reyk leggja út frá húsinu og hringdi strax í neyðarlínuna. Í húsinu eru fjórar íbúðir og var konan ein á efri hæð þess.

Innlent
Fréttamynd

Áströlum og Írökum hótað

Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum, sem talin eru tengjast Al-Kaída, flytji löndin ekki heri sína heim frá Írak. Utanríkisráðherra Ástralíu segist taka hótunina alvarlega en ekki komi til greina að láta undan kröfum hryðjuverkamanna. 

Erlent
Fréttamynd

Vísar á bug ummælum FÍB

Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun vísar því á bug að rannsókn á tryggingafélögunum hafi verið óeðlileg. Menn geti hins vegar deilt um málalyktir. Hann fagnar því að áfrýjunarnefnd hafi vísað frá máli FÍB sem kærði rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

13 skæruliðar létust í Írak

Þrettán írakskir skæruliðar létust í bardögum við varnarliðsmenn og bandaríska hermenn rétt utan við borgina Bakúba í morgun. Hópur skæruliða réðst til atlögu að írökskum þjóðvarnarliðsmönnum með sprengjuvörpum og handsprengjum, þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við leit í búðum skæruliða, í Buhriz sem er um 5 km suður af Bakúba.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán manns látast í lestarslysi

Fjórtán manns, þar af fimm börn, létust þegar lítil rúta og lest skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í gær. Rútan var að aka yfir teinana og létust allir þeir sem voru í henni en sex manns í lestinni slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Frestun gæti breytt niðurstöðunni

Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, óttast að tafirnar hafi áhrif á dómsniðurstöðuna. Sonur hennar tekur í sama streng.

Innlent
Fréttamynd

Sjötíu þúsund mynduðu mótmælakeðju

Um sjötíu þúsund Ísraela tókust í hendur og mynduðu keðju fólks allt frá Gaza til Jerúsalem í gær. Með þessu var fólkið að mótmæla áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að eyðileggja nokkrar landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Fastar í neti skúrka

Stígamót þekkja dæmi um að starfsemi tengd nektardansi jaðri við að vera mansal og í sumum tilvikum telur Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, að um raunverulegt mansal hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Bush ánægður með skýrsluna

George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. 

Erlent
Fréttamynd

Lenti með hendi í sláttuvél

Kona í Garðabæ lenti með hendi í garðsláttuvél í vikunni og missti framan af þremur fingrum. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang og var konan í kjölfarið flutt á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Skaut 3 skotum úr veiðiriffli

Lögreglan á Akureyri handtók laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn hafði veifað kraftmiklum veiðiriffli sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í heimahúsi fyrr um kvöldið og skotið þremur skotum út í loftið. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fannst látinn

Eiríkur Örn Stefánsson, sem lögreglan lýsti eftir á fimmtudag og björgunarsveitir leituðu að, fannst látinn í gærkvöld skammt frá meðferðarheimilinu Vogi. Þar hafði síðast sést til hans 5. júlí. Ekki er talið að refsiverð háttsemi tengist láti hans. Eiríkur Örn var 48 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Málskotsrétturinn frá forseta

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í helgarviðtali við Fréttablaðið að ekki eigi að fella synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrár niður án þess að neitt annað komi í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Siglingaverndarlög kosta offjár

Ný lög um siglingavernd, sem tóku gildi 1. júlí sl., kosta þjóðarbúið hundruð milljóna króna. Þar af leggst margra milljóna kostnaður á hverja höfn vegna þáttar hafnarverndar í lögunum.

Innlent
Fréttamynd

100 ára afmæli síldarvinnslu

Þess er nú minnst á Siglufirði að hundrað ár eru liðin frá því að síldarvinnsla hófst þar í bæ. Skemmtun gærkvöldins stóð langt fram á morgun og en bærinn fór aftur að vakna til lífsins þegar nær dró hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Draugakastali í Djúpavík

Sex þúsund fermetra síldarverksmiðja, sem var á sínum tíma stærsta steinsteypta hús í Evrópu og miðstöð atvinnulífs á Vestfjörðum, stendur nú eins og draugakastali í Djúpavík á Ströndum. Stöð 2 fór og skoðaði þennan yfirgefna minnisvarða um gullár síldarævintýrsins - sem er reyndar alls ekki líflaus lengur.

Innlent
Fréttamynd

Embættismanni rænt í Írak

Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á fjölda kinda árlega

Ekið er á 20-25 kindur á ári í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði og eru þá ótaldar þær sem ekki er tilkynnt um til lögreglunnar. Í fæstum tilvikum verða slys á fólki en tjón á bílum hins vegar umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

Bretar telja Blair óheiðarlegan

Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

FÍB í mál við tryggingafélögin?

Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar.

Innlent
Fréttamynd

Markar ekki vatnaskil

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk á fimmtudag ekki marka nein vatnaskil í umræðunni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Mikið starf sé enn fyrir höndum til að fá hvalveiðibanninu aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Á 176 km hraða á Reykjanesbraut

Um eittleytið í nótt stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði karlmann á þrítugsaldri á 176 km hraða á Reykjanesbraut skammt frá Hafnarfirði, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km á klukkustund. Maðurinn var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann mældist á þessum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Egyptar hvattir til staðfestu

Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, hvatti Egypta til þess að standa fast á sínu og virða að vettugi hótanir íraskra vígamanna sem halda egypskum sendimanni í gíslingu.

Erlent
Fréttamynd

Brúin endurreist eftir stríðið

Mostar-brúin í Bosníu og Hersegóvínu var opnuð á nýjan leik í gær við hátíðlega athöfn. Brúin, sem byggð var á 16.öld, var sprengd upp í stríðinu á Balkanskaga árið 1993 og þykir enduruppbygging hennar táknræn fyrir bætt samband múslima og Króata.

Erlent
Fréttamynd

Engar framfarir án öryggis

Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Bílastæði fyrir fatlaða víkja

Tryggingastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við tillögur að breyttu skipulagi við Hlemmtorg. Samkvæmt tillögunni verða tvö bílastæði fyrir fatlaða tekin undir sérmerkta beygjuakgrein.

Innlent