Fréttir

Fréttamynd

Norðurlöndin verði útundan í ESB

Eftir að José Manuel Durao Barroso var valinn sem forseti framkvæmdastjórnar ESB verður sambandinu stjórnað af þremur einstaklingum frá Pýrenaskaga. Margir óttast því að norræn málefni verði út undan. Frá þessu er sagt í norska blaðinu Hufvudstadsbladet í dag.</font />

Innlent
Fréttamynd

Kraftur í tónlistarútgáfu

Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur á Reynimel

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningu um að eldur væri laus í íbúð við Reynimel 92. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu mikill eldurinn er.

Innlent
Fréttamynd

Námið bjargaði lífi mínu

Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir er ein úr stórum hópi geðsjúkra, sem hafa nýtt sér nám það sem Fjölmennt og Geðhjálp hafa boðið upp á undanfarin ár. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu. En nú liggur engin fjárveiting fyrir og öllum kennurunum hefur verið sagt upp. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vörugjald áfengis hækkar um 200%

Fjármálaráðherra hefur hækkað vörugjöld á áfengi um tæp 200% samkvæmt nýrri gjaldskrá. Fyrir mánuði lýsti samgönguráðherra því yfir að lækka yrði skatta á áfengi. Eftir hækkunina eru gjöld á áfengi 983 krónur á tonn en var 346 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Arafat og Qureia sættast

Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Hálfur milljarður í hagnað

Hagnaður Össurar tvöfaldaðist á milli ára. Hagnaður annars ársfjórðungs nam 281 milljón króna. Hagnaðurinn er talsvert meiri en greiningardeildir höfðu spáð. Greiningardeildir bankanna spáðu að hagnaður annars ársfjórðungs yrði á bilinu 157 til 236 milljónir króna. Hagnaður fyrri árshelmings er rúmur hálfur milljarður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhersla lögð á Kjalarnes

Umfangsmikil leit björgunarsveita að Sri Rahmawati stendur nú yfir sem á annað hundrað björgunarsveitarmanna taka þátt í. Sérstök áhersla er lögð á leit á Kjalarnesi en þó verður farið um allt stór-Reykjavíkursvæðið. Ekkert hefur spurst til Sri frá 4. júlí síðastliðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Sleppt úr Guantanamo

Fjórir Frakkar sem verið hafa meira en tvö ár í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamoflóa á Kúbu komu heim í gær. Viðræður um hvort þrír fangar í viðbót fáist framseldir standa yfir milli franskra og bandarískra stjórnvalda að sögn Jacques Chirac Frakklandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Fimm milljónir til Súdans

Fimm milljónir króna verða látnar rakna til mannúðar- og mannréttindamála í Darfur-héraði í Súdan. Tillagan var lögð fram af utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Grunsamlegur hlutur í farþegarými

Flugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines, með 246 manns um borð, lenti í morgun heilu og höldnu á flugvellinum í Sydney í Ástralíu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í farþegarýminu. Vélin var á leið frá Sydney til Los Angeles þegar hluturinn fannst. Ekki hefur verið upplyst hvaða hlutur þetta var eða hvort hann var hættulegur.

Erlent
Fréttamynd

Þreyttar á áreiti klámkarla

Norskar hótelþernur eru orðnar þreyttar á því að karlmenn, sem kaupa sér klámefni á sjónvarpsrásum hótela, áreiti þær kynferðislega. Eli Ljunggreen, forsvarsmaður starfsfólks á norskum hótelum, segir að aðallega séu það karlmenn úr viðskiptalífinu sem stundi þetta áreiti.

Erlent
Fréttamynd

Átti von á staðfestingu forseta

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að hann hafi frekar átt von á því að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarpið úr gildi miðað við þróun málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hjartaþeginn heim í dag

Ungi maðurinn, Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjartaaðgerð í Gautaborg 14. júní síðastliðinn, er væntanlegur heim á morgun. Hann kemur með flugi frá Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigt hjónaband ógilt

Fyrsta hjónaband samkynhneigðra einstaklinga í Frakklandi var ógilt í borginni Bordeaux í morgun. Stjórnvöld höfðu þá þegar lýst því yfir að gifting Stephanes Chapins og Bertrands Charpentiers væri ógild og ráku í kjölfarið borgarstjóra í úthverfi Bordeaux-borgar sem gaf mennina saman.

Erlent
Fréttamynd

Met í löndun uppsjávarfisks

Hundrað þúsundasta kolmunnatonninu í ár var landað hjá verksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í nótt og hefur þá alls verið landað 158 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til verksmiðjunnar frá áramótum. Það er algjört met til þessa. Kolmunninn, sem landað var í nótt, kom úr Áskeli EA.

Innlent
Fréttamynd

Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði

Stórir hluthafar í KB-banka eiga möguleika á auðveldum gróða í mesta hlutafjárútboði Íslandssögunnar sem hefst á fimmtudaginn kemur. Hluthöfum býðst að auka hlutafé sitt á sérkjörum og sannast þá hið fornkveðna, að hinir ríku verða enn ríkari. 

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsútsendingar lágu niðri

Sjónvarpsútsendingar Stöðvar tvö lágu niðri á norðausturlandi í gærkvöldi og fram á nótt þar til viðgerð lauk á bilun sem varð í endurvarpa á Húsavíkurfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Slysahætta í Hallormsstað

Það er tímaspursmál þangað til alvarlegt slys verður á veginum í gegnum Hallormsstaðarskóg, en hraðakstur er viðvarandi vandamál þar. Samkvæmt þremur hraðakönnunum sem gerðar voru í júlí, aka aðeins 45 prósent ökumanna á löglegum hámrkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Engan þvott á snúrurnar

Borgarstjóri Nikósíu, höfuðborgar Kýpurs, hefur ákveðið að banna borgarbúum framvegis að hengja þvott sinn út á snúrur sem strengdar eru á milli húsa yfir þröngar götur borgarinnar. Sektir liggja við ef fólk fer ekki eftir þessu.

Erlent
Fréttamynd

Kærurnar enda fæstar með dómi

Af sjö til tíu kærum, sem berast lögreglu á ári hverju vegna áfengisauglýsinga, enda fæst mál með dómi. Fyrir þremur árum lagði vinnuhópur Ríkislögreglustjóra til endurskoðun laga þar sem ekki væri hægt að beita þeim gegn áfengisauglýsingum. Lögin hafa ekkert breyst.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnin meiri án fjölmiðlamáls

Væntingavísitala Gallups hækkaði í júlí eftir samfellda lækkun frá í mars. Væntingavísitalan mælist nú 115,6 stig, en bjartsýnin reis hæst í mars þegar vísitalan mældist tæp 133 stig. Lækkun vísitölunnar síðustu mánuði á undan skýrðist af aukinni svartsýni um efnahags og atvinnuástand að sex mánuðum liðnum. Nú horfa fleiri til betri tíðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrara að flytja búslóð

Það er orðið dýrara en áður að flytja búslóð í gámum til og frá Íslandi, þ.e.a.s. fari menn að lögum. Samkvæmt nýjum lögum þarf sérstakur farmverndarfulltrúi að fylgjast með hleðslu gámanna. Skipafélögin telja þetta til ama fyrir viðskiptavini sína og gámum er enn hleypt úr landi án eftirlits, í andstöðu við gildandi lög.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt frá Guantanamo

Fjórum frönskum föngum hefur verið sleppt úr haldi Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu eftir að hafa setið inni, án ákæru, í tvö ár. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu segir að eftir viðræður franskra og bandarískra stjórnvalda hafi Bandaríkjamenn fallist á að sleppa fjórum af þeim Frökkum sem eru í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Forseti staðfesti lagafrumvarpið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar fyrr í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn heim á föstudag

Álagning opinberra gjalda 2004 á einstaklinga hefur farið fram. Álagningar- og innheimtuseðlar verða bornir út föstudaginn 30. júlí. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað álagningar- og innheimtuseðil sinn ásamt endurskoðuðu framtali á vefsíðu ríkisskattstjóra, rsk.is frá og með miðvikudeginum 28. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytti venju samkvæmt

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, segir að hann hafi vænt þess að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarp um fjölmiðla úr gildi eins og venja sé til.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisskattstjóri lýkur álagningu

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í ár og verða álagningar- og innheimtuseðlar bornir út á föstudag. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað sína seðla, ásamt endurskoðuðu framtali, á vefsíðu ríkisskattstjóra frá og með morgundeginum.

Innlent
Fréttamynd

Risarotta á Seltjarnarnesi

Seltirningur sá í nótt hvar stór rotta var að ganga yfir götuna fyrir utan hús hans og gerði lögreglunni viðvart. Hún brá skjótt við og kom rottunni fyrir kattarnef eins og það er bókað í skrám lögreglunnar frá nóttinni.

Innlent