Fréttir

Fréttamynd

Sleppt frá Guantanamo

Fjórum frönskum föngum hefur verið sleppt úr haldi Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu eftir að hafa setið inni, án ákæru, í tvö ár. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu segir að eftir viðræður franskra og bandarískra stjórnvalda hafi Bandaríkjamenn fallist á að sleppa fjórum af þeim Frökkum sem eru í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Forseti staðfesti lagafrumvarpið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lagafrumvarpið sem fellir úr gildi fjölmiðlalögin sem hann synjaði staðfestingar fyrr í sumar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn heim á föstudag

Álagning opinberra gjalda 2004 á einstaklinga hefur farið fram. Álagningar- og innheimtuseðlar verða bornir út föstudaginn 30. júlí. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað álagningar- og innheimtuseðil sinn ásamt endurskoðuðu framtali á vefsíðu ríkisskattstjóra, rsk.is frá og með miðvikudeginum 28. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytti venju samkvæmt

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, segir að hann hafi vænt þess að forsetinn staðfesti að fella lagafrumvarp um fjölmiðla úr gildi eins og venja sé til.

Innlent
Fréttamynd

Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu

Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið.

Erlent
Fréttamynd

6,8 milljarðar í hagnað

Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum ársins nam 6,8 milljörðum króna eftir skatta. Þar af er hagnaður af bankanum 3,7 milljarðar og hagnaður af tryggingarfélaginu 3,1 milljarður. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi ársins hljóðar upp á tæplega 2,3 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri fuglaveiðar í Reykjavík

Fjöldi fólks hefur tilkynnt veiðar á öndum, gæsaungum og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um kynjakvóta á Indlandi

Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Nýju-Delí á Indlandi í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um kynjakvóta. Samtök sem berjast fyrir auknum rétti kvenna stóðu að mótmælunum. Framfarabandalagið situr nú í ríkisstjórn Indlands. Nái frumvarpið samþykki þarf þriðjungur þingmanna í fylkjaþingunum að vera konur. </span />

Erlent
Fréttamynd

Háhyrningur tryllist

Gestum í skemmtigarðinum Sea World Adventure Park í borginni San Antonio brá heldur betur í brún þegar háhyrningur réðst á dýratemjara sinn í miðri sýningu. Háhyrningurinn reyndi í sífellu að berja manninn ofan í vatninu og reyndi svo að bíta hann. Dýratemjarinn komst upp úr lauginni og voru meiðsl hans ekki talin alvarleg.

Erlent
Fréttamynd

Fékk skilnað frá föður sínum

Fjórtán ára gamall drengur fékk löglegan skilnað frá föður sínum í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Portúgalar biðja um aðstoð

Yfir þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana í Portúgal. Það eru héruðin í kringum Algarve og Faró sem hafa orðið verst úti en eldar hafa komið upp í fjórtan af átján héruðum landsins síðustu daga. Mjög heitt er um þessar mundir í Portúgal og hefur hitinn farið yfir 40 gráður.

Erlent
Fréttamynd

Egypska embættismanninum sleppt

Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sakaður um hefndaraðgerðir

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik.

Erlent
Fréttamynd

Popptónleikar eða flokksþing?

Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“.

Erlent
Fréttamynd

Herferð gegn nauðgunum

V-dagssamtökin hafa hafið herferð gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá samtökunum segir að herferðin eigi að beina þeim skilaboðunum til stráka að þeir þurfi að vera vissir um að samþykki til kynlífs sé til staðar því kynlíf án samþykkis sé alltaf nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Þróa enn kjarnorkubúnað

Íranir hafa haldið áfram byggingu búnaðar sem hægt er að nota til þess að búa til kjarnavopn. Með því hafa þeir rofið samkomulag sem gert var við stórþjóðir Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

50 ár síðan K-2 var fyrst klifið

Fimmtíu ár eru liðin síðan næsthæsta fjall heims, K-2, var klifið í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki alveg jafnhátt og hæsta fjallið Mount Everest er talið um þrisvar sinnum erfiðara að klífa K-2.

Erlent
Fréttamynd

Ættingjar gísls hótuðu drápum

Sex Írakar særðust er sprengja sprakk í borginni Fallujah í Írak í dag. Vígamenn eru grunaðir um verknaðinn. Hryðjuverkamenn hafa hótað árásum á veginum milli Jórdaníu og Íraks en mesta umferðin þar á milli er á vegum Bandaríkjahers. Talið er að þetta sé sami hópur og rændi jórdönsku bílstjórunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Sex tíma í skýrslutöku

Jón Gerald Sullenberger var í sex klukkustundir í skýrslutökum hjá Ríkislögreglustjóra í gær vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum forsvarsmanna Baugs. Hann er boðaður aftur í skýrslutöku í dag. Rannsóknin hefur staðið í tæp tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gerald fyrir Héraðsdóm í dag

Jón Gerald Sullenberger kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Jón Gerald rekur fyrirtækið Nordica og annaðist um áralangt skeið innkaup Bónusverslana í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Útihátíðir og ungmenni

Ungmenni undir 16 ára aldri þurfa að vera í fylgd forráðamanna ef þau hyggjast leggja leið sína á útihátíð um Verslunarmannahelgina. Þetta segja lögin sem þó hafa verið þverbrotin síðustu áratugi. 

Innlent
Fréttamynd

Ólögleg áfengissala í Svíþjóð

Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum.

Erlent
Fréttamynd

Afkomumet hjá Íslandsbanka

Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum greingingardeilda. Hagnaður síðasta fjórðungs var 2,2 milljarðar. Bankinn hefur aldrei hagnast meir af reglulegri starfsemi. Lán til erlendra aðila eru 22 prósent af útlánum bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Súdanar uggandi um refsiaðgerðir

Súdanska ríkisstjórnin fordæmdi hugmyndir um erlendar hersveitir í Darfur-héraði í gær. Bandaríkjamenn hafa endurskoðað uppkast að ályktun Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála í héraðinu. Arabar eru áhyggjufullir.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag ríkra og fátækra fjarri

Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti.

Erlent
Fréttamynd

Brunavarnir ófullnægjandi í skólum

Brunavarnir í framhaldsskólum landsins eru enn ófullnægjandi í sjö af hverjum tíu skólum, samkvæmt nýrri úttekt Brunamálastofnunar. Úrbætur hafa verið gerðar í um fjórðungi framhaldsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisskattstjóri lýkur álagningu

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í ár og verða álagningar- og innheimtuseðlar bornir út á föstudag. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað sína seðla, ásamt endurskoðuðu framtali, á vefsíðu ríkisskattstjóra frá og með morgundeginum.

Innlent
Fréttamynd

Risarotta á Seltjarnarnesi

Seltirningur sá í nótt hvar stór rotta var að ganga yfir götuna fyrir utan hús hans og gerði lögreglunni viðvart. Hún brá skjótt við og kom rottunni fyrir kattarnef eins og það er bókað í skrám lögreglunnar frá nóttinni.

Innlent