Fréttir Hagnaðurinn 22 milljarðar Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin mill ára er 14,5 milljarðar króna. Gengishagnaður verðbréfaeignar bankanna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabankanna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28 Ódæðisverk í Kashmír Þrítug indversk húsmóðir var hálshöggvin í indverska hluta Kasmír héraðs í gær. Morðið hefur vakið mikinn óhug í héraðinu en fyrr í vikunni var karlmaður afhöfðaður ásamt tveimur börnum sínum. Erlent 13.10.2005 14:28 Edwards lofar Kerry John Edwards, varaforsetaefni Demókrata, sagði í ræðu á flokksþinginu í Boston í gær að John Kerry, forsetaefnið, væri klár í baráttuna gegn hryðjuverkum. Líkt og aðrir Demókratar talaði hann þó gegn stríðsrekstri George Bush, Bandaríkjaforseta, og sagði að herafli yrði aðallega notaður til að verja Bandaríkin. Erlent 13.10.2005 14:28 Hagnaður Landsbanka 6 milljarðar Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins eru sex milljarðar króna en heildareignir bankans eru 558 milljarðar króna. Mikill innri vöxtur hefur einkennt þróun bankans síðustu mánuðina og hafa heildareignir hans tvöfaldast frá lokum fyrsta ársfjórðungs 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28 Rauði kross Íslands í Darfur Þrír reyndir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru að störfum á neyðarsvæðunum í Darfur í Súdan. Rauði kross Íslands hefur auk þess veitt nær tíu milljónir króna til hjálparstarfsins þar. Ennfremur starfar Alþjóða Rauði krossinn að því að vernda óbreytta borgara gegn brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, sameina fólk sem orðið hefur viðskila og tryggja réttindi fanga. Innlent 13.10.2005 14:28 Hagnaður KB mun meiri en í fyrra Hagnaður KB banka fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega sex milljörðum króna eftir skatta, eða um 1000 milljónum króna á mánuði. Þetta er rúmlega hundrað prósent meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra og nam hagnaður á hvern hlut rúmlega 14 krónum á móti 7,5 krónum í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:28 Hakakrossar í kirkjugarði Skemmdarvargar máluðu hakakrossa og tákn djöfladýrkenda á 32 leiði í kirkjugarði franskra gyðinga í gær. Maður sem færði blóm að leiði ættingja síns í kirkjugarðinum gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi takmarkaða þekkingu á þeim málstað sem þeir predika, enda voru sumir hakakrossanna öfugir og líktust því fremur gamla einkennismerki Eimskipa en tákni um nasisma. Erlent 13.10.2005 14:28 Páfagarður kannar barnaklám Vatíkanið hefur meinað austurískum biskup að tjá sig opinberlega um barnaklámsmál sem kom upp í kaþólskum prestaskóla í umdæmi hans fyrir skemmstu. Erlent 13.10.2005 14:28 Allsherjarleit að 20 ferðamönnum Búið er að bæta við björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestur-Skaftarfellssýslu við leitina að hópi ferðamanna sem leitað hefur verið að frá því um miðjan dag. Þá hafa björgunarsveitir frá Rangárvallasýslu verið við leit frá kl.15 í dag. Innlent 13.10.2005 14:28 Slæmt útlit fyrir flug til Eyja Þoka, hvassviðri og rigning eru nú í Vestmannaeyjum, en von er á fjölda þjóðhátíðargesta þangað í dag og svonefnt húkkaraball verður í kvöld. Þrátt fyrir veðrið er Herjólfur að leggja af stað frá Þorlákshöfn með 500 manns, eða fullt skip, en slæmt útlit er fyrir flug til Eyja í dag. Innlent 13.10.2005 14:28 Samningur um lækkun lyfjaverðs Heilbrigðisráðherra hefur gert samning við fulltrúa lyfjaframleiðenda innan Félags stórkaupmanna um að lækka lyfjaverð til samræmis við verð annars staðar á Norðurlöndum. Stefnt er að því að lyfjaverð hér á landi verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum innan tveggja ára. Innlent 13.10.2005 14:28 Eitur í barnamat Bandaríska alríkislögreglan fann eiturefnið rísín í tveimur krukkum af barnamat við rannsókn á dögunum. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gærkvöldi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna segir þó að ekki hafi verið um hreint rísín að ræða heldur hafi efnablandan verið náttúruleg, sömu gerðar og finnst í baunum sem barnamaturinn er unnin úr. Erlent 13.10.2005 14:28 Frestað að setja út rekald Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur frestað því vegna veðurs, að setja út rekald við Presthúsatanga á Kjalarnesi til að kanna hvert líkið af Sri Ramawati hefur hugsanlega rekið. Innlent 13.10.2005 14:28 Alda og þari torvelduðu leit Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveitarmanna að Sri Rahmawati stóð yfir langt fram á kvöld í gær. Frekari leit að Sri er ekki áætluð í dag. Um klukkan ellefu verður sett út rekald og því fylgt eftir næstu tólf klukkutímana á eftir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28 Aðstæður til leitar slæmar Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Rangárvallasýslu eru komnar til leitar á sunnanverðu hálendinu, í nágrenni við Laugaveginn svo kallaðan, leiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þá er TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar kominn á svæðið Innlent 13.10.2005 14:28 Hagnaður tvöfaldast milli ára Hagnaður KB banka á fyrri hluta ársins nam rúmum 6,1 milljarði króna. </font /> Hagnaðurinn var minni en greiningardeildir bankanna höfðu spáð, en mikill munur var á spá Landsbankans og Íslandsbanka um rekstrarniðurstöðu bankans. Hagnaður KB banka á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljarðar króna Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28 NATO hunsar Frakka Allt bendir til þess að NATO muni þjálfa íraska hermenn innan landamæra Írak, þrátt fyrir að Frakkar hafi lagst gegn því. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, vill fá úr málinu skorið ekki síðar en í vikulok. Erlent 13.10.2005 14:28 GSM-kerfi Símans eykur öryggi GSM-sendar Símans hafa gjörbylt starfsaðferðum Neyðarlínunnar 112. Síðustu tvö árin hafa sendarnir meðal annars verið nýttir til að staðsetja vettvang slysa. Það hefur komið í veg fyrir að björgunarsveitir séu sendar í leiðangra á fölskum forsendum. Ísland er fyrst ríkja til að nýta þessa tækni. Innlent 13.10.2005 14:28 Aukin löggæsla um helgina Aukin löggæsla verður um verslunarmannahelgina en þá mun ríkislögreglustjóri aðstoða lögreglustjóra landsins. Lögreglustjórar bera ábyrgð á að halda úti löggæslu, hver í sínu umdæmi. Í því felst m.a. almenn löggæsla, eftirlit með fíkniefnum og umferðarlöggæsla. Þá verður fjölmennt lögreglulið í tengslum við útisamkomur. Innlent 13.10.2005 14:28 Leit hætt en fylgst með rekaldi Umfangsmikilli leit 130 björgunarsveitarmanna að líkinu af Sri Ramawati á landi og sjó, lauk í gærkvöldi án áranagurs en fyrr um kvöldið köfuðu kafarar lögreglunnar. Fyrrverandi sambýlismaður hennar játaði í gær að hafa ráðið henni bana á heimili sínu, en í fyrradag vísaði hann á staðinn á Kjarnesi, þar sem hann varpaði líki hennar í sjóinn. Innlent 13.10.2005 14:28 Dómstóll kannar stríðsglæpi Alþjóðasakadómstóllinn í Haag hefur hafið rannsókn á meintum voðaverkum í norðurhluta Úganda, þar sem ríkistjórnin hefur barist við uppreisnarmenn í átján ár. Þetta er önnur formleg rannsókn Alþjóðasakadómstólsins, en í næsta mánuði hefst rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kongó. Erlent 13.10.2005 14:28 Fólki undir 18 ára vísað frá Ungmennum undir 18 ára aldri verður ekki hleypt inn á tjaldsvæði Akureyrarbæjar nema í fylgd með forráðamanni um verslunarmannahelgina. Á Akureyri verður haldin fjölskylduhátíðin "Ein með öllu". Fólki undir 18 ára verður vísað frá Innlent 13.10.2005 14:28 Dómurinn mildaður um 36 ár Stríðsglæpadómstóllinn í Hague mildaði í dag einn harðasta dóm sem hann hefur kveðið upp um 36 ár. Fyrrverandi hershöfðingi í her Króata í Bosníu, Tihomir Blaskic, var dæmdur árið 2000 fyrir stríðsglæpi og þjóðarhreinsanir í Bosníu árið 1993. Erlent 13.10.2005 14:28 Skæruliðar segja fangelsun ótæka Salvatore Manusco, leiðtogi kólumbískra skæruliða hélt ræðu á kólumbíska þinginu í gær og sagði það ólíðandi að nokkur manna sinna þyrfti að sæta fangavist. Erlent 13.10.2005 14:28 Karlmenn segja NEI Karlmenn verða að standa saman allir sem einn í að koma í veg fyrir nauðganir, segir karlahópur Femínistafélagsins, sem stendur fyrir átaki um verslunarmannahelgina gegn nauðgunum. Innlent 13.10.2005 14:28 Umferð hleypt á Reykjanesbraut Umferð verður hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í dag, um tólf kílómetra langan kafla. Slysum mun fækka til muna og ferðatíminn styttast, segir Vegagerðin. Innlent 13.10.2005 14:28 Mikill hagnaður bankanna Landsbankinn og KB banki högnuðust um sex milljarða króna hvor um sig á fyrstu sex mánuðum ársins. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð KB banka mun meiri hagnaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28 FÍB með viðbúnað um helgina Líkt og undanfarna ríflega hálfa öld verður FÍB með mikinn viðbúnað á þjóðvegum landsins um verslunarmannahelgina í ár í því skyni að veita neyðarþjónustu. Hátt á annan tug þjónustufarartækja félagsins verða á vegum landsins Innlent 13.10.2005 14:28 Ráðstefnu í Írak frestað Landsráðstefnu Íraka, sem átti að hefjast á morgun, hefur verið frestað um tvær vikur eftir að bílsprengja varð 70 manns að aldurtila á miðvikudag. Ráðstefnan er talinn mikilvægt skref í þróun Íraks í lýðræðisátt. Erlent 13.10.2005 14:28 Búlgarskir hælisleitendur Búlgörsk hjón með tvö börn komu með Norrænu í gær og sóttu um hæli á Íslandi. Hjónin gáfu sig fram við lögreglu um hádegisbil og var skýrsla tekin af þeim í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:28 « ‹ ›
Hagnaðurinn 22 milljarðar Hagnaður fjögurra banka nam 22 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaðaraukningin mill ára er 14,5 milljarðar króna. Gengishagnaður verðbréfaeignar bankanna á stóran þátt í hagnaðinum. Útlán og eignir bankanna hafa vaxið mikið. Útlán viðskiptabankanna þriggja nema tæpum 1.200 milljörðum og hafa aukist um 190 milljarða. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28
Ódæðisverk í Kashmír Þrítug indversk húsmóðir var hálshöggvin í indverska hluta Kasmír héraðs í gær. Morðið hefur vakið mikinn óhug í héraðinu en fyrr í vikunni var karlmaður afhöfðaður ásamt tveimur börnum sínum. Erlent 13.10.2005 14:28
Edwards lofar Kerry John Edwards, varaforsetaefni Demókrata, sagði í ræðu á flokksþinginu í Boston í gær að John Kerry, forsetaefnið, væri klár í baráttuna gegn hryðjuverkum. Líkt og aðrir Demókratar talaði hann þó gegn stríðsrekstri George Bush, Bandaríkjaforseta, og sagði að herafli yrði aðallega notaður til að verja Bandaríkin. Erlent 13.10.2005 14:28
Hagnaður Landsbanka 6 milljarðar Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins eru sex milljarðar króna en heildareignir bankans eru 558 milljarðar króna. Mikill innri vöxtur hefur einkennt þróun bankans síðustu mánuðina og hafa heildareignir hans tvöfaldast frá lokum fyrsta ársfjórðungs 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28
Rauði kross Íslands í Darfur Þrír reyndir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru að störfum á neyðarsvæðunum í Darfur í Súdan. Rauði kross Íslands hefur auk þess veitt nær tíu milljónir króna til hjálparstarfsins þar. Ennfremur starfar Alþjóða Rauði krossinn að því að vernda óbreytta borgara gegn brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, sameina fólk sem orðið hefur viðskila og tryggja réttindi fanga. Innlent 13.10.2005 14:28
Hagnaður KB mun meiri en í fyrra Hagnaður KB banka fyrstu sex mánuði ársins nam liðlega sex milljörðum króna eftir skatta, eða um 1000 milljónum króna á mánuði. Þetta er rúmlega hundrað prósent meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra og nam hagnaður á hvern hlut rúmlega 14 krónum á móti 7,5 krónum í fyrra. Innlent 13.10.2005 14:28
Hakakrossar í kirkjugarði Skemmdarvargar máluðu hakakrossa og tákn djöfladýrkenda á 32 leiði í kirkjugarði franskra gyðinga í gær. Maður sem færði blóm að leiði ættingja síns í kirkjugarðinum gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi takmarkaða þekkingu á þeim málstað sem þeir predika, enda voru sumir hakakrossanna öfugir og líktust því fremur gamla einkennismerki Eimskipa en tákni um nasisma. Erlent 13.10.2005 14:28
Páfagarður kannar barnaklám Vatíkanið hefur meinað austurískum biskup að tjá sig opinberlega um barnaklámsmál sem kom upp í kaþólskum prestaskóla í umdæmi hans fyrir skemmstu. Erlent 13.10.2005 14:28
Allsherjarleit að 20 ferðamönnum Búið er að bæta við björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestur-Skaftarfellssýslu við leitina að hópi ferðamanna sem leitað hefur verið að frá því um miðjan dag. Þá hafa björgunarsveitir frá Rangárvallasýslu verið við leit frá kl.15 í dag. Innlent 13.10.2005 14:28
Slæmt útlit fyrir flug til Eyja Þoka, hvassviðri og rigning eru nú í Vestmannaeyjum, en von er á fjölda þjóðhátíðargesta þangað í dag og svonefnt húkkaraball verður í kvöld. Þrátt fyrir veðrið er Herjólfur að leggja af stað frá Þorlákshöfn með 500 manns, eða fullt skip, en slæmt útlit er fyrir flug til Eyja í dag. Innlent 13.10.2005 14:28
Samningur um lækkun lyfjaverðs Heilbrigðisráðherra hefur gert samning við fulltrúa lyfjaframleiðenda innan Félags stórkaupmanna um að lækka lyfjaverð til samræmis við verð annars staðar á Norðurlöndum. Stefnt er að því að lyfjaverð hér á landi verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum innan tveggja ára. Innlent 13.10.2005 14:28
Eitur í barnamat Bandaríska alríkislögreglan fann eiturefnið rísín í tveimur krukkum af barnamat við rannsókn á dögunum. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gærkvöldi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna segir þó að ekki hafi verið um hreint rísín að ræða heldur hafi efnablandan verið náttúruleg, sömu gerðar og finnst í baunum sem barnamaturinn er unnin úr. Erlent 13.10.2005 14:28
Frestað að setja út rekald Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur frestað því vegna veðurs, að setja út rekald við Presthúsatanga á Kjalarnesi til að kanna hvert líkið af Sri Ramawati hefur hugsanlega rekið. Innlent 13.10.2005 14:28
Alda og þari torvelduðu leit Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveitarmanna að Sri Rahmawati stóð yfir langt fram á kvöld í gær. Frekari leit að Sri er ekki áætluð í dag. Um klukkan ellefu verður sett út rekald og því fylgt eftir næstu tólf klukkutímana á eftir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28
Aðstæður til leitar slæmar Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Rangárvallasýslu eru komnar til leitar á sunnanverðu hálendinu, í nágrenni við Laugaveginn svo kallaðan, leiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þá er TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar kominn á svæðið Innlent 13.10.2005 14:28
Hagnaður tvöfaldast milli ára Hagnaður KB banka á fyrri hluta ársins nam rúmum 6,1 milljarði króna. </font /> Hagnaðurinn var minni en greiningardeildir bankanna höfðu spáð, en mikill munur var á spá Landsbankans og Íslandsbanka um rekstrarniðurstöðu bankans. Hagnaður KB banka á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljarðar króna Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28
NATO hunsar Frakka Allt bendir til þess að NATO muni þjálfa íraska hermenn innan landamæra Írak, þrátt fyrir að Frakkar hafi lagst gegn því. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, vill fá úr málinu skorið ekki síðar en í vikulok. Erlent 13.10.2005 14:28
GSM-kerfi Símans eykur öryggi GSM-sendar Símans hafa gjörbylt starfsaðferðum Neyðarlínunnar 112. Síðustu tvö árin hafa sendarnir meðal annars verið nýttir til að staðsetja vettvang slysa. Það hefur komið í veg fyrir að björgunarsveitir séu sendar í leiðangra á fölskum forsendum. Ísland er fyrst ríkja til að nýta þessa tækni. Innlent 13.10.2005 14:28
Aukin löggæsla um helgina Aukin löggæsla verður um verslunarmannahelgina en þá mun ríkislögreglustjóri aðstoða lögreglustjóra landsins. Lögreglustjórar bera ábyrgð á að halda úti löggæslu, hver í sínu umdæmi. Í því felst m.a. almenn löggæsla, eftirlit með fíkniefnum og umferðarlöggæsla. Þá verður fjölmennt lögreglulið í tengslum við útisamkomur. Innlent 13.10.2005 14:28
Leit hætt en fylgst með rekaldi Umfangsmikilli leit 130 björgunarsveitarmanna að líkinu af Sri Ramawati á landi og sjó, lauk í gærkvöldi án áranagurs en fyrr um kvöldið köfuðu kafarar lögreglunnar. Fyrrverandi sambýlismaður hennar játaði í gær að hafa ráðið henni bana á heimili sínu, en í fyrradag vísaði hann á staðinn á Kjarnesi, þar sem hann varpaði líki hennar í sjóinn. Innlent 13.10.2005 14:28
Dómstóll kannar stríðsglæpi Alþjóðasakadómstóllinn í Haag hefur hafið rannsókn á meintum voðaverkum í norðurhluta Úganda, þar sem ríkistjórnin hefur barist við uppreisnarmenn í átján ár. Þetta er önnur formleg rannsókn Alþjóðasakadómstólsins, en í næsta mánuði hefst rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kongó. Erlent 13.10.2005 14:28
Fólki undir 18 ára vísað frá Ungmennum undir 18 ára aldri verður ekki hleypt inn á tjaldsvæði Akureyrarbæjar nema í fylgd með forráðamanni um verslunarmannahelgina. Á Akureyri verður haldin fjölskylduhátíðin "Ein með öllu". Fólki undir 18 ára verður vísað frá Innlent 13.10.2005 14:28
Dómurinn mildaður um 36 ár Stríðsglæpadómstóllinn í Hague mildaði í dag einn harðasta dóm sem hann hefur kveðið upp um 36 ár. Fyrrverandi hershöfðingi í her Króata í Bosníu, Tihomir Blaskic, var dæmdur árið 2000 fyrir stríðsglæpi og þjóðarhreinsanir í Bosníu árið 1993. Erlent 13.10.2005 14:28
Skæruliðar segja fangelsun ótæka Salvatore Manusco, leiðtogi kólumbískra skæruliða hélt ræðu á kólumbíska þinginu í gær og sagði það ólíðandi að nokkur manna sinna þyrfti að sæta fangavist. Erlent 13.10.2005 14:28
Karlmenn segja NEI Karlmenn verða að standa saman allir sem einn í að koma í veg fyrir nauðganir, segir karlahópur Femínistafélagsins, sem stendur fyrir átaki um verslunarmannahelgina gegn nauðgunum. Innlent 13.10.2005 14:28
Umferð hleypt á Reykjanesbraut Umferð verður hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut í dag, um tólf kílómetra langan kafla. Slysum mun fækka til muna og ferðatíminn styttast, segir Vegagerðin. Innlent 13.10.2005 14:28
Mikill hagnaður bankanna Landsbankinn og KB banki högnuðust um sex milljarða króna hvor um sig á fyrstu sex mánuðum ársins. Greiningardeild Landsbankans hafði spáð KB banka mun meiri hagnaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28
FÍB með viðbúnað um helgina Líkt og undanfarna ríflega hálfa öld verður FÍB með mikinn viðbúnað á þjóðvegum landsins um verslunarmannahelgina í ár í því skyni að veita neyðarþjónustu. Hátt á annan tug þjónustufarartækja félagsins verða á vegum landsins Innlent 13.10.2005 14:28
Ráðstefnu í Írak frestað Landsráðstefnu Íraka, sem átti að hefjast á morgun, hefur verið frestað um tvær vikur eftir að bílsprengja varð 70 manns að aldurtila á miðvikudag. Ráðstefnan er talinn mikilvægt skref í þróun Íraks í lýðræðisátt. Erlent 13.10.2005 14:28
Búlgarskir hælisleitendur Búlgörsk hjón með tvö börn komu með Norrænu í gær og sóttu um hæli á Íslandi. Hjónin gáfu sig fram við lögreglu um hádegisbil og var skýrsla tekin af þeim í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 14:28