Erlent

NATO hunsar Frakka

Allt bendir til þess að NATO muni þjálfa íraska hermenn innan landamæra Írak, þrátt fyrir að Frakkar hafi lagst gegn því. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, vill fá úr málinu skorið ekki síðar en í vikulok. Forsvarsmenn NATO fullyrða að það hafi verið ljóst frá byrjun að þjálfunin færi fram innan og utan Íraks og nú sé unnið að því að ná almennri sátt um málið. Frakkar segjast aldrei hafa samþykkt að senda hermenn inn í Írak. Þá munu Spánverjar einnig vera tregir til að senda herafla inn í Írak, en þeir drógu lið sitt til baka síðastliðið vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×