Fréttir

Fréttamynd

Reynt að afstýra trúarbragðastríði

Öfgahópar súnnímúslima í Írak hafa ráðið að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í dag. Árásir súnníta á sjíta fara vaxandi dag frá degi en yfirvöld reyna hvað þau geta til að afstýra trúarbragðastríði í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Glitský á austurhimni í Reykjavík

Mjög falleg glitský sáust á austurhimninum frá Reykjavík séð á níunda tímanum í morgun, en þau sjást að jafnaði aðeins á nokkurra ára fresti frá Reykjavík. Að sögn Friðjóns Magnússonar eru þetta líka kölluð perlumóðuský, dregið af litbrigðunum sem sjást þegar horft er inn í perlumóðuskel.

Innlent
Fréttamynd

Fundu 4 tonn af maríjúana

Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Negroponte stjórnar leyniþjónustu

John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, hefur verið skipaður í stöðu yfirmanns allrar leyniþjónustu í Bandaríkjunum. Negroponte mun hafa yfirumsjón með öllum fimmtán leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna, meðal annars bæði FBI og CIA. Staðan er ný af nálinni, en hún var sett á laggirnar í kjölfar árásanna 11. september árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Tugir látnir í árásum á moskur

Tugir liggja í valnum eftir árásir sem voru gerðar á að minnsta kosti tvær moskur sjítamúslíma í Bagdad í Írak í morgun. Sjítar halda eina mikilvægustu trúarhátíð sína þessa dagana.

Erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækkaðir í 8,75%

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í tilefni þess að verðbólgan mælist nú yfir þolmörkum peningamálastefnunar. Stýrivextirnir eru nú 8,75 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konungshjón Svíþjóðar í Taílandi

Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning eru nú í opinberri heimsókn í Taílandi þar sem þau hafa skoðað þau svæði sem urðu hvað verst úti þegar flóðbylgjan gekk þar á land á öðrum degi jóla. Að minnsta kosti 113 Svíar létu lífið í hamförunum í Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Handtekinn fyrir að hjóla nakinn

Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var handtekinn á Nýja-Sjálandi síðastliðinn sunnudag fyrir að hjóla um berrassaður á reiðhjóli sínu. Hann var að mótmæla of mikilli bílanotkun og mengun sem af henni stafaði. Honum var gert að mæta fyrir dómara vegna ósiðsamlegs framferðis og hann mætti samviskusamlega - enn þá berrassaður.

Erlent
Fréttamynd

Löng bið eftir skilríkjum Fischers

Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Magni hættir í haust

"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein.

Innlent
Fréttamynd

Þremur mönnum rænt í Írak

Tveim blaðamönnum frá Indónesíu var rænt í borginni Ramadi í Írak fyrr í vikunni. Talsmaður stjórnvalda í Írak greindi frá þessu í morgun. Bílstjóra blaðamannanna var einnig rænt sem og bílaleigubíl sem þeir höfðu á leigu.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að boða til kosninga

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Stálu þriggja tonna tjakki

Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk.

Innlent
Fréttamynd

Kakkalakkar fangaðir með eigin þef

Hugsanlegt er að hægt verði að nota sérstaka lykt sem kvenkyns kakkalakkar gefa frá sér til þess að hafa hemil á dýrategundinni. Að þessu hafa vísindamenn við ríkisháskólann í New York komist, en þeir hafa unnið að því að efnagreina ferómón sem kvenkyns kakkalakkar senda út til þess að lokka karldýr til sín.

Erlent
Fréttamynd

Níu mosa - tilfelli frá áramótum

Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar hætta niðurrifi

Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vélstjórar bíða Sólbaksdóms

Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni:

Innlent
Fréttamynd

Undrast áform iðnaðarráðherra

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir í tilkynningu furðu sinni á bollaleggingum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu orkufyrirtækja. Þingflokkurinn mótmælir harðlega öllum áformum ráðherrans um frekari markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Í fótspor Vesturfara

Hópur reiðmanna mun feta í fótspor íslenskra landnema í Kanada í sumar og ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á íslenskum hrossum. Það er ungur Kanadamaður sem skipuleggur ferðina en segja má að kveikjan að þessum leiðangri hafi verið snjóbrettaiðkun í kanadískum fjallshlíðum.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðardrottning tapar máli

Fyrrverandi þátttakandi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland.is tapaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur máli sem hún höfðaði á hendur aðstandendum keppninnar og íslenska ríkinu. Stúlkan hafði tekið þátt í kynningu á torfærukeppni og slasast þegar hún keyrði yfir sandbing. Hún krafðist bóta upp á tæplega tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á síja-múslíma í Írak

Að minnsta kosti 36 írakar létust, flestir síja-múslímar, í fimm sprengjuárásum uppreisnarmanna súnní-múslíma í landinu í gær. Talið er að árásirnar tengist Ashoura, trúarhátíð sjía-múslíma, sem nær hámarki í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kim Jong-il fagnar afmæli sínu

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, hélt upp á sextugasta og þriðja afmælisdag sinn í dag með því að koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn í tvo mánuði. Sögusagnir hafa verið á kreiki um veikindi Kims en hann virtist við hestaheilsu og sat rússneska danssýningu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælir reykingabanni

Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fá greiddar 450 krónur á tímann

Talið er að tugir erlendra manna starfi ólöglega við iðnaðarstörf á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að þeir séu látnir búa í gámum, hjólhýsum og fokheldum byggingum og fái greiddar 450 krónur á tímann.

Innlent
Fréttamynd

Rúta fauk af veginum á Söndum

Rúta fauk af veginum á Söndum skammt frá Bolungarvík en hún var á leiðinni frá Ísafirði. Ökumaður var einn og meiddist ekki. "Þetta var samspil hálku og vindhviðu sem hefðu sennilega sett rútuna á hlið," sagði Hermann Þór Þorbjörnsson sem sýndi mikið snarræði þegar sterk vindhviða skall á rútunni sem hann ók á leið til Bolungarvíkur.

Innlent
Fréttamynd

Bílaflutningabíll ók á jeppa

Fimm bílar skemmdust, þar af kastaðist einn mannlaus bíll út í móa og hafnaði á hvolfi, þegar jeppi og bílaflutningabíll með þrjá bíla á dráttarvagni lentu í hörðum árekstri í Miðfirði í gærkvöldi. Ökumenn flutningabílsins og jeppans sluppu ómeiddir þótt jeppinn sé gjörónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að rýma miðbæinn á 20 mínútum

Það gæti tekið á aðra klukkustund að rýma miðbæ Reykjavíkur ef öryggi fólks þar væri ógnað þar sem ekki er til nein rýmingaráætlun. Væri hún til tæki aðeins innan við tuttugu mínútur að rýma miðborgina á menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Hljóta að geta fyrirgefið Fischer

Ef menn gátu fyrirgefið Khadafi Líbíuleiðtoga hljóta þeir að geta fyrirgefið Bobby Fischer, segir utanríkisráðherra, og vill ekki meina að Bandaríkjamenn hafi beitt íslensk stjórnvöld þrýstingi til að draga boð um dvalarleyfi til handa Fischer til baka.

Innlent
Fréttamynd

Allir hópar verði í ríkisstjórn

Ibrahim al-Jaafari, sem talið er líklegt að verði forsætisráðherra Íraks, segir að í nýrri ríkisstjórn verði að vera fulltrúar allra helstu hópa í landinu. Jaafari fer fyrir bandalagi sjíta en hann segir að í ríkisstjórninni verði einnig Kúrdar og súnnítar þrátt fyrir að þeir síðarnefndu hafi nær ekkert fylgi hlotið í nýafstöðnum kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Skoðar viðskipti með fasteignir

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir til skoðunar hversu langt starfsheimildir bankanna nái hvað varðar viðskipti með fasteignir.

Innlent