Innlent

Glitský á austurhimni í Reykjavík

Mjög falleg glitský sáust á austurhimninum frá Reykjavík séð á níunda tímanum í morgun, en þau sjást að jafnaði aðeins á nokkurra ára fresti frá Reykjavík. Að sögn Friðjóns Magnússonar eru þetta líka kölluð perlumóðuský, dregið af litbrigðunum sem sjást þegar horft er inn í perlumóðuskel. Algengara er að þau sjáist frá Norðausturlandi og hafa daglega borist fregnir af glitskýjum þar sem reyndar er óvenjulegt líka. Glitský eru í þrjátíu kílómetra hæð en venjuleg ský fara yfirleitt ekki hærra en í tíu kílómetra hæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×