Erlent

Börn sögð hríðfalla vegna kulda

Talið er að ríflega eitt þúsund afgönsk börn hafi látið lífið úr sjúkdómum sem rekja má til óveðurs og óvenjumikils snjóþunga og kulda um miðbik landsins síðustu vikurnar. Hjálparstarfsmenn sem könnuðu aðstæður í sextán þorpum í Ghor-héraði segja að ástandið sé skelfilegt og börn undir fimm ára aldri hríðfalli. Ófært er með öllu til 250 þorpa sökum snjóa og hjálparstarfsmenn óttast það versta. Þeir segja að bregðast þurfi við þessu ófremdarástandi hið fyrsta með því að senda þyrlur með hjálpargögn, lyf og matvæli í afskekktustu byggðarlögin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×